Fréttablaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 32
Við í stjórnum lífeyris-
sjóða höfum alvarlegum
skyldum að gegna, berum
ríkar skyldur og höfum
mikla ábyrgð að svara
fyrir. Við erum ekki og
eigum aldrei að verða
strengjabrúður!
Guðrún Hafsteinsdóttir,
formaður Landssamtaka
lífeyrissjóða
27.05.2019
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 3. júní 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
SKOÐUN
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar
2019
Jafnlaunavottun
Sanngjörn
laun fyrir jafn-
verðmæt störf
PwC býður upp á heildstæða þjónustu í launamálum
og jafnlaunavottun. Við búum yfir áralangri reynslu
og lausnum sem virka.
Skammvinnur æsingur varð í síðustu viku eftir að fjórir erlendir ríkisborgarar voru
handteknir á byggingarsvæði. Þeir
höfðu fengið skráningu á grund-
velli falsaðra skilríkja og höfðu
því ekki tilskilin leyfi til að starfa
hér á landi. Á samfélagsmiðlum
voru þeir háværir sem fordæmdu
þetta og finnst ótækt að lögreglan
standi vörð um landamæri — eina
af undirstöðum þjóðríkisins. Mikil
skörun virðist vera á milli þessa
hóps og þeirra sem kvarta yfir
aðgerðaleysi lögreglunnar gagn-
vart ökumönnum á Laugaveginum.
Lögreglunni skal sigað á íslenska
ríkisborgara en haldið frá þeim sem
hingað koma á fölskum forsendum.
Verkalýðsfélög hafa sum hver
hjálpað til við að halda uppi eftirliti
með erlendu vinnuafli hér á landi til
þess að uppræta undirboð á vinnu-
markaði. Þau gera það ekki af gæsku
í garð erlends verkafólks heldur
til þess að verja kjarasamninga
og launakjör félagsmanna sinna.
Það er tilgangur þeirra, rétt eins og
tilgangur fyrirtækja er að hámarka
hag hluthafa. Allt tal um annað er
yfirvarp. Félagsmenn treysta á að
forysta verkalýðsfélags hafi hags-
muni þeirra að leiðarljósi.
Því var athyglisvert að sjá for-
mann Eflingar fordæma aðgerðir
lögreglunnar og lýsa atburðinum
þannig að lögreglan væri að „eltast
við og hrella jaðarsettasta hóp sam-
félagsins“. Að mati formannsins eiga
Íslendingar að sjá sóma sinn í því
að gefa fólki sem hingað er komið
sömu möguleika og þeim sjálfum á
því að fá vinnu. Það er ágætishug-
mynd í sjálfu sér.
Róttæka félagshyggjan sem litar
heimsmynd forystunnar í Eflingu
ber þannig alþjóðlegan keim. Sam-
staða verkafólks þarf að ná út fyrir
félagaform og landamæri. Hins
vegar er ekki ljóst hvernig stríðari
straumur vinnuafls til landsins
þjónar hagsmunum félagsmanna
Eflingar miðað við þá stefnu sem
íslenska hagkerfið hefur tekið.
Einstaklingum sem eru atvinnu-
lausir eða standa utan vinnu-
markaðarins hefur fjölgað um
tugi þúsunda á seinustu vikum og
mánuðum. Atvinnuleysi verður í
áður óþekktum hæðum á þessu ári
og ef hagkerfið nær ekki snarpri
viðspyrnu geta félagslegu afleiðing-
arnar rist djúpt. Í aðstæðum sem
þessum er fyrirséð að spenna milli
þjóðfélagshópa muni aukast.
Eins og sakir standa geta félags-
menn Eflingar unað sáttir við sitt
enda hefur forysta verkalýðsfélags-
ins náð umtalsverðum árangri í
kjaraviðræðum þrátt fyrir mótlæti.
En málefni alþjóðasósíalismans
brenna ekki heitt á öllum félags-
mönnum – líklega töluverðum
minnihluta. Hugmyndir um að
auðvelda heimsbyggðinni að keppa
um störf við þá sem fyrir eru á
íslenskum vinnumarkaði hljóta að
falla í grýttan farveg þegar hag-
kerfið er í djúpri niðursveiflu. Þær
falla hins vegar vel að hagsmunum
atvinnurekenda.
Hugsjónir og
hagsmunir
Jóhann Gunnar Jóhannsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia, og Arnar
Þór Másson, framkvæmdastjóri
mannauðs og stefnumótunar, hafa
báðir hætt störfum hjá fyrirtækinu.
Guðjón Helgason, upplýsinga-
fulltrúi Isavia, staðfestir það í svari
til Markaðarins. „Til að bregðast
við áhrifum af Covid-19 hafa verið
gerðar skipulagsbreytingar hjá Isavia sem fela í sér
fækkun í framkvæmdastjórn um einn og sam-
einingu tveggja sviða,“ segir Guðjón.
Jóhann Gunnar, sem var áður fjármálastjóri
Ölgerðarinnar, og Arnar Þór, sem er í stjórn
Marels, höfðu verið um skamma hríð hjá Isavia
en þeir voru ráðnir til félagsins síðasta haust.
Í lok mars var 101 starfsmanni Isavia sagt
upp störfum, ásamt því að 37 var boðið starf
í lægra starfshlutfalli, en tekjur félagsins hafa
dregist saman um 98 prósent. Mánuði síðar var
30 starfsmönnum hjá Fríhöfninni, dótturfélagi
Isavia, sagt upp störfum og um 100 til viðbótar
boðið starf í skertu starfshlutfalli. – hae
Tveir framkvæmdastjórar hætta hjá Isavia
Jóhann Gunnar
Jóhannsson.