Fréttablaðið - 03.06.2020, Page 44
Reiðhjólamiðstöðin Allir hjóla er samstarfsverk-efni Hjálpartækjaleigu Sjálfsbjargar og sam-takanna Hjólafærni á Íslandi. Í gær var klippt
á borðann í Hátúninu, þar sem
Hjálpartækjaleigan er staðsett. Nú
gefst því hreyfihömluðum, öldr-
uðum og öðrum sem reynist erfitt
að hjóla á hefðbundnum hjólum
færi á að fá að láni hjól hjá Hjálpar-
tækjaleigunni sem hentar hverjum
og einum. Alþjóðlegi hjólreiðadag-
urinn er í dag og því náðist að opna
Allir hjóla einmitt í tæka tíð svo að
sem flestir geti haldið upp á daginn
í dag. steingerdur@frettabladid.is
Reiðhjólamiðstöðin Allir hjóla opnuð
Nú er hægt að leigja hjól hjá Hjálpartækjaleigu Sjálfsbjargar í Hátúni sem henta þeim sem erfitt reynist að hjóla á hefðbundnum hjólum. FRÉTTALBLAÐIÐ/ERNIR EYJÓLFSSON
Hjá Allir hjóla er
hægt að leigja
margskonar
hjól fyrir ein-
staklinga með
ólíkar þarfir.
Á þessari tegund hjóls gefst fólki sem bundið er við
hjólastól færi á að taka góðan hjólatúr með félaga.
Hjálpartækjaleigan byrjaði fyrst með hjólastóla og
göngugrindur og nú hafa reiðhjólin bæst við útvalið.
Sjálfsbjörg setti
hjálpartækja-
leiguna á lagg-
irnar árið 2017.
Í gær, þriðjudag, var opnuð sérstök reið-
hjólamiðstöð hjá Hjálpartækjaleigu Sjálfs-
bjargar. Verkefnið er sérstakt samstarf
Sjálfsbjargar og Hjólafærni á Íslandi.
3 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ