Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2020, Qupperneq 26

Víkurfréttir - 13.05.2020, Qupperneq 26
segja að múslimskar hefðir hafi fest rætur hér sem ekki er ekki á Íslandi. Ég finn kannski helst fyrir því kennarastarfinu þegar nem- endur iðka sína trú í kringum Ramadan o.s.frv. Síðan hafa Svíarnir verið duglegir að taka á móti flóttafólki og hef ég þ.a.l. í kennarastarfinu verið að taka á vandamálum sem áður voru mér verulega fjarlæg og næstum óraun- veruleg. Ég var t.d. með nemanda frá Sýrlandi sem flúði, eins og margir aðrir, á bát sem var meira en stútfullur af fólki sem borgaði ævisparnaðinn í þessa ferð. Um borð var ófrísk kona sem var alveg komin á steypinn. Ferðin tók ein- hverja daga þarna yfir Miðjarðar- hafið og konan fæddi barnið um borð. Sá sem fékk greitt frá fólkinu fyrir þessa ferð, hvort það var skip- stjórinn eða einhver annar veit ég ekki, tók nýfætt barnið og fleygði því í hafið. Segir síðan við konuna: „Þú hefur ekki borgað fyrir þetta.“ Svona sögur eiga margir af þeim krökkum sem hingað kom sem flóttafólk og ég kenni. Það sem hefur yfirleitt verið mín sterkasta hlið í kennarastarfinu er að setja mig í spor annarra og út frá því finna lausnir og leiðir til að hjálpa nemendunum. Hvernig setur maður sig í spor nem- enda sem hafa upplifað svona hrylling?“ – Hvernig er að vera með fjölskyldu og börn þarna? „Ég myndi segja að það sé yndislegt að vera með fjölskyldu hérna. Maður borgar ekki fyrir lækna- eða tann- læknaþjónustu fyrir börnin. Barnabæturnar eru töluvert hærri en heima en útgjöld sem viðkoma íþróttaiðkun eða þvíumlíkt eru aftur á móti kannski hærri. Einn af okkar drengjum æfir fótbolta og það er ekki nema einu sinni í viku og langt í frá allt árið um kring. Við erum eins og áður sagði í nokkuð litlum bæ og nú þegar sólin hækkar á lofti þá er oft mikið líf og mörg börn úti að leika sér. Við búum einnig mjög nálægt ströndinni og tekur ekki nema tíu mínútur að hjóla þangað þegar veðrið er gott. Hér höfum við allt til alls og þrátt fyrir mikla baráttu við skólakerfið, og svosem kerfið yfir höfuð, þegar kemur að þessum elsta þá eru allir af vilja gerðir og vilja flestir gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að hann fái að njóta sín eins og aðrir.“ Fljótari að hjóla en keyra í vinnuna – Hvernig er hefðbund- inn dagur í lífi þínu? „Dagurinn hér byrjar nú yfir- leitt um hálf sjö, sjö á stríði við börnin og koma þeim í skólann. Það gengur upp flesta daga en sá elsti lætur foreldrana aldeilis hafa fyrir því á köflum. Íris keyrir svo yfirleitt þá tvo eldri í sína skóla, þar sem þeir eru allir á mis- munandi stað. Ég fer með Mikael (þennan yngsta) á leikskólann sem er um 500 metra frá húsinu okkar og annað hvort hjólum við eða löbbum. Ég held síðan áfram í vinnuna sem tekur ekki nema nokkrar mínútur að ganga til. Það má segja að ég sé fljótari að hjóla þangað en keyra bíl. Akkúrat í þessum skrifuðu orðum vinn ég einungis 50% vinnu þar sem ég er búinn að vera í veikindaleyfi, lík- lega sökum álags. Þannig að ég vinn frá átta til hádegis og eru það yfirleitt um tvær kennslustundir á dag. Þar fyrir utan tók ég að mér tæknimálin í skólanum og vinn mikið með að laga iPad-tækin sem nemendum skólans er úthlutað. Ég var t.d. með nemanda frá Sýrlandi sem flúði, eins og margir aðrir, á bát sem var meira en stútfullur af fólki sem borgaði ævisparnaðinn í þessa ferð. Um borð var ófrísk kona sem var alveg komin á steypinn. Ferðin tók einhverja daga þarna yfir Miðjarðarhafið og konan fæddi barnið um borð. Sá sem fékk greitt frá fólkinu fyrir þessa ferð, hvort það var skipstjórinn eða einhver annar veit ég ekki, tók nýfætt barnið og fleygði því í hafið. Segir síðan við konuna: „Þú hefur ekki borgað fyrir þetta.“ Svona sögur eiga margir af þeim krökkum sem hingað kom sem flóttafólk og ég kenni. 26 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.