Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2020, Qupperneq 36

Víkurfréttir - 13.05.2020, Qupperneq 36
– Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Ég flutti til Ástralíu eftir að við Matt giftum okkur. Á þeim tíma var auðveldara fyrir mig að halda áfram með námið mitt í Ástralíu en fyrir hann að flytja til Íslands.“ – Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja í annað land? „Já, það var það svo sannarlega en líka ákveðið ævintýri að prófa eitthvað nýtt og kynnast nýrri menningu og siðum. Læknar fara gjarnan erlendis í sérnám svo margir vinir mínir fluttu erlendis á svipuðum tíma.“ Saknar fjölskyldu og vina á Íslandi – Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Þetta er svo langur listi að ég get ekki nefnt allt hér. Ég sakna fjöl- skyldunnar minnar og vina mjög mikið og finnst ofboðslega erfitt að vera svona langt í burtu frá þeim. Svo er það auðvitað sundlaugin í Keflavík og heitu pottarnir. Við erum yfirleitt mætt í laugina um leið og við komum til landsins. Ég sakna þess líka hvað það er sjaldan vindur hérna, eitthvað sem ég veit að fáir Suðurnesjamenn eru sam- mála mér um. Ég sakna frelsisins sem börn búa við heima á Íslandi. Sakna þess að fara í berjamó á haustin og vera úti í náttúrunni á löngum sumarkvöldum. Svo sakna ég líka tónlistarinnar heima, sér- staklega söng- og kórastarfsins.“ – Er eitthvað framandi sem hefur komið þér á óvart þar sem þú býrð núna? „Þó að ég vissi að Ástralía saman- stæði af mörgum mismunandi þjóðarbrotum kom það mér á óvart hvað hefðirnar frá öllum þessum móðurlöndum ríkja sterkt. Hér i Sydney búa innflytjendur frá sama landi oft í sama hverfi svo það skapast svæði þar sem ákveðnar hefðir, menning og trúarbrögð ráða ríkjum. Sem heimilislæknir er mjög mikilvægt fyrir mig að hafa góða þekkingu á öllum þessum mismunandi siðum og venjum því þeir geta haft svo mótandi áhrif á heilsu fólks, bæði líkamlega og andlega. – Hefurðu alltaf búið á sömu slóðum? „Já, ég hef alltaf búið í Sydney en í nokkrum mismunandi hverfum.“ – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? „Ég bý í úthverfi Sydney og helstu kostir þess að búa hér er meira rými og nálægð við skóla fyrir strákana okkar. Hér er mikið af trjám og gróðri og æðisleg svæði til útivistar.“ Vinnudagurinn oft langur – Hvernig er að vera með fjöl- skyldu og börn þarna? „Við búum í mjög fjölskyldu- vænu hverfi og auðvelt fyrir strákana að ganga í skólann á morgnana. Hér er mikið íþrótta- og tónlistarstarf og margt í boði fyrir börn. Almennt séð þá er Ástralía þó langt á eftir Íslandi þegar kemur að fjölskyldumálum. Vinnudagurinn er langur og oft þarf annað for- eldrið að vera heima til að sinna börnum því leikskólapláss eru svo rándýr.“ Eydís Konráðsdóttir býr í Sydney í Ástralíu með manninum sínum, Matthew Dunn og strákunum þeirra, Alexander, þrettán ára, Lúkas, tíu ára og Adam, átta ára. Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er hundurinn Sesar. Eydís er heimilislæknir og starfar á einkarekinni heilsugæslu í nágrenni við heimili sitt en Eydís hefur búið í Ástralíu síðan árið 2004. 36 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.