Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2020, Blaðsíða 46

Víkurfréttir - 13.05.2020, Blaðsíða 46
Guðbjörg Bjarnadóttir er úr Grindavík en hún og sambýlismaður hennar, Viðar Sigurðs­ son, búa hálft árið á Gran Canaria og hálft árið í Grindavík. Samtals eiga þau fimm börn og ellefu barnabörn. Guðbjörg rak prjónabúðina Gallery Spuna í Grindavík og einnig Bókhaldþjónustuna og skólann Control Alt ehf. í Grindavík. Í dag starfar hún aðeins í bókhaldi, reikn- ingsgerð, launaútreikningum og kennslu. „Ég er að leita fyrir mér eftir verkefnum sem ég get unnið í fjarvinnslu þar sem ég er mikið á ferðinni og eiginleg ekki tilbúin að festa mig einhvers staðar í vinnu,“ segir hún í samtali við Víkurfréttir. – Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Bóndinn er hættur að vinna og okkur langar að vera laus við íslenska veturinn og njóta útiveru þar sem hægt er að fara út dagsdaglega án þessa að vera í slysahættu.“ – Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja í annað land? „Nei, mjög auðvelt og mjög spennandi.“ – Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Það væri þá helst sá partur af fjölskyld- unni sem enn er á Íslandi og vinanna en við notum tæknina og erum mikið í sambandi á FaceTime og svo er auðvitað Zoom sem er algjörlega frábært. Það er mikill lúxus frá því að við höfðum bara símann og faxið! Það varð algjör bylting þegar Skype kom og tala nú ekki um eins og þetta er orðið í dag. Fjölskyldan mín hefur alltaf verið mjög tvístruð. Við erum fimm systkinin og búum á mjög ólíkum slóðum, ein systir í Bretlandi, önnur á Bali og sú þriðja upp í Mosó. Bróðir minn í Stavanger og dóttir mín í Kragerø en það er hvort tveggja í Noregi og langt á milli þeirra. Foreldrar okkar eru með annan fótinn á Íslandi en hinn í Englandi. Fjölskylda Viðars er svo á Íslandi og í Vestmannaeyjum. Við erum til dæmis með prjónahitting á Zoom og í mörg ár höfum við verið mæðg- urnar verið saman á FaceTime meðan við erum að græja matinn á kvöldin.“ – Er eitthvað framandi sem hefur komið þér á óvart þar sem þú býrð núna? „Það væri þá helst að að geta vaknað hér á hverjum morgni í blíðskapaveðri og skrítið að fatta það að 6. janúar er mesti hátíðis- dagurinn hjá þeim vegna jólahalds.“ Sama veður allt árið og allt annað verðlag í búðum Guðbjörg Bjarnadóttir og Viðar Sigurðsson búa á Gran Canaria hálft árið: Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is 46 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.