Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2020, Síða 58

Víkurfréttir - 13.05.2020, Síða 58
„Fyrsta vikan eftir að hefja mátti æfingar gekk vonum framar en 98% iðkenda komu aftur í þeirri viku. Það var gífurlega gaman að sjá iðkendur koma til baka og langflestir betri en þeir voru fyrir sex vikum enda hafa næstum allir verið duglegir að nýta æfingarnar sem voru í boði,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, þjálfari hjá Taekwondo-deild Keflavíkur, en þegar samkomubann var í gangi bauð deildin öllum fjölskyldum iðkenda sinna upp á ókeypis heimaæfingar auk þess sem fjöldi úrlausna voru í boði fyrir iðkendur deildarinnar. Allir iðkendur fengu í það minnsta sex heimaæfingar á viku sem þeir gátu valið úr og í hverri viku fengu þau nýjar æfingar. Æfingarnar voru sendar með XPS-æfingaforritinu og iðkendur merktu við hvað þau voru að gera á æfingum. Þannig gátu þjálfarar fylgst með hverjir eru að æfa og heimaæfingar gilda sem mæting á æfingu. Yfir 100 iðkendur tóku þátt í þessum æfingum. Þá skiptu þjálfara með sér ZOOM- æfingum þrisvar sinnum í viku þar sem iðkendur gátu verið með heima og þær æfingar voru vel sóttar. Meira að segja iðkendur utan af landi tóku þátt í æfingunum. Þjálfarar buðu líka upp á einka- tíma í gegnum ZOOM. Þar gátu iðkendur verið í beinni með þjálfara sem hjálpaði þeim með æfingarnar sínar. Einnig voru þjálfara í sam- skiptum við iðkendur og fjölskyldur þeirra með æfingar og beltagráðanir. Það hafa tveir iðkendur fengið nýja beltagráðu í gegnum netið og það er í fyrsta skipti hjá félaginu sem iðk- endur ná belti í gegnum einkatíma á netinu. Það voru reglulegar áskoranir, t.d. myndasamkeppni og iðkendur senda inn hvernig þeir brjóta páskaaegg með taekwondo-sparki svo dæmi séu tekin. „Þjálfarar eru mjög stoltir af því hversu vel gekk að halda iðkendum virkum í sex vikur í samkomubanni en einnig hafa foreldrar og systkini tekið þátt í æfingunum við mikinn fögnuð,“ sagði Helgi Rafn. Laus störf við leikskólann Laut Sérkennslustjóra, deildarstjóra, leikskólakennara, þroskaþjálfa eða annað uppeldismenntað fólk vantar til starfa í leikskólanum Laut í Grindavík frá 12. ágúst næstkomandi. Laun eru samkvæmt kjarasamningum leikskólakennara og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Leikskólinn er fjögra deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða til 6 ára. Við erum „Skóli á grænni grein“ og vinnum eftir Uppbygg- ingarstefnunni – Uppeldi til ábyrgðar. Gleði, hlýja og virðing eru einkunnarorð skólans. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu. Hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun • Reynsla af uppeldis- og kennslustörf- um með ungum börnum æskileg • Færni í samskiptum • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 420-1160 og 847-9859. Umsóknir berist til leikskólastjóra á netfangið  frida@grindavik.is Endurnýja þarf eldri umsóknir. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2020. Taekwondo æft á fullu þrátt fyrir æfingabann Krakkarnir voru duglegir að æfa heima í stofu. Helgi Rafn að þjálfa Taekwondo-iðkanda yfir netið með XPS-æfingaforritinu. Heiða Dís og Nói gleðjast að lokinni góðri æfingu. 58 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.