Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2020, Side 62

Víkurfréttir - 13.05.2020, Side 62
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir S t æ r s t a f r é t t a - o g a u g l ý s i n g a b l a ð i ð á S u ð u r n e s j u m Mundi Hálfsdags-herbergi skilst mér að hægt sé að fá í nágrenni Leifs- stöðvar, Ragnheiður mín! Sameinaður Lífeyrissjóður Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands Sími: 420 2100 - netfang: festa@festa.is Ársfundur sjóðsins verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, fimmtudaginn 28. maí 2020 og hefst kl. 18:00. Ársfundur 2020 Dagskrá fundar: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 3. Önnur mál Í stjórn sjóðsins eru: Örvar Ólafsson, formaður Halldóra Sigr. Sveinsdóttir, varaformaður Anna Halldórsdóttir Dagbjört Hannesdóttir Ólafur Magnússon Sigurður Ólafsson Framkvæmdastjóri: Gylfi Jónasson Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum en til að tryggja núgildandi samkomubann verður einnig hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu meðan á honum stendur. Þeir sjóðfélagar sem hyggast nýta sér það eru beðnir um að skrá sig á festa@festa.is í síðasta lagi kl. 12 á ársfundardegi og fá þá uppgefna slóð til að tengjast. Ávöxtun séreignardeildar 2019 Hrein eign séreignardeildar nam 705 milljónum króna í árslok 2019, þ.a. námu eignir sparnaðarleiðar II 678 milljónum króna. Hrein nafnávöxtun Sparnaðarleiðar I, sem hóf starfsemi á miðju ári 2018, nam 6,3% eða 3,6% í hreina raunávöxtun. Sparnaðarleið II skilaði 12,6% í hreina nafnávöxtun eða 9,7% í hreina raunávöxtun. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sparnaðarleiðar II undanfarin tíu ár er 4,7%. 2019 2018 Breytingar á hreinni eign: Iðgjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11.822 11.066 Lífeyrir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . -4.279 -3.887 Hreinar fjárfestingatekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20.415 8.599 Rekstrarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . -306 -295 Breyting á hreinni eign til greiðslu lífeyris 27.651 15.483 Hrein eign frá fyrra ári 148.928 133.445 Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 176.579 148.928 Efnahagsreikningur: Eignahlutir í félögum og sjóðum 85.839 64.324 Skuldabréf og aðrar fjárfestingar 84.386 79.283 Fjárfestingar 170.225 143.607 Kröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.501 1.587 Innlán og aðrar eignir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5.005 3.829 Viðskiptaskuldir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 152 96 Annað 6.354 5.320 Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 176.579 148.928 Ýmsar kennitölur Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar . . . . . . . . . . . . . . . . 13,2% 6,1% Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar . . . . . . . . . . . . . . . . 10,2% 2,7% Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu fimm ára . . . . . . . . . . . 5,4% 4,7% Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu tíu ára . . . . . . . . . . . . . . 4,9% 3,3% Tryggingafræðileg staða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . -0,5% -1,3% * fjárhæðir í milljónum króna Frelsi með öryggi Í vikunni bárust þær fréttir að unnið sé að því að aflétta ferðatakmörk- unum til landsins, með skilyrðum þó. Það er mikilvægt að vel takist til í því að finna þetta gullna jafnvægi á milli þess að auka frelsið sem við öll þráum án þess að kvika hvergi frá mikilvægasta markmiðinu sem er að tryggja öryggi borgaranna gegn þessari skæðu veiru sem engu eirir. Þetta er gríðarlega stórt skref og ríkisstjórnin sýnir mikið hugrekki með þessari ákvörðun, sem er í senn brött og varfærin. Nú sem aldrei fyrr þarf að hugsa í lausnum og hugsa hratt. Það er óhjá- kvæmilegt að þetta skimunarferli á flugvellinum taki einhvern tíma og valdi farþegum óhagræði, til viðbót- ar við allt það sem við höfum þurft að venja okkur við til þessa og er hefðbundin vopnaleit orðin hluti af ferðalaginu. Þess vegna þarf að leita allra leiða til að þetta ferli taki sem stystan tíma og verði eins snuðru- laust og mögulegt er. Eins og þetta hefur verið kynnt er hugmyndin sú að farþegar verði skimaðir við komu til landsins, yfirgefi svo flugvöllinn og haldi kyrru fyrir á áfangastað þar til niðurstaða úr skimuninni liggur fyrir og þeim veitt leyfi til að ferðast um landið. Samkvæmt því sem fram hefur komið er áætlað að það gæti tekið fjóra til átta tíma þar til farþegar geti vænst þess að fá niðurstöðu, ekið verði með sýnin á veirufræðideild Landsspítalans og þau greind þar. Nú er unnið að útfærslunni, þetta hefur aldrei verið gert og ég efast ekki um að allar leiðir verði skoðaðar til þess að spara tíma. Nú er ég ekki veiru- fræðingur og set þann mikilvæga fyrirvara á það sem ég velti hér fyrir mér en gæti verið skynsamlegt að skoða að setja upp færanlega veiru- deild í nágrenni flugstöðvarinnar til að stytta greiningartímann? Kári Stefánsson greindi allt í Turn- inum í Kópavogi þannig að þetta er greinilega hægt. Ef það gæti stytt úrlausnartímann um allt að klukku- tíma að setja þetta upp hér væri til mikils að vinna. Ef vel tekst til og ferðamenn byrja að koma til landsins með þessum skilyrðum gætu falist í þeim mögu- leikar fyrir ferðaþjónustufyrirtæki hér á svæðinu til að bjóða fram „biðtíma áfangastað“, sérstaklega til þeirra ferðamanna sem vilja sneiða hjá borginni og fara beint í fámennið og víðernið úti á landi. Hálfsdagsher- bergi með „Room Service“ á meðan beðið er gæti verið söluvara ferða- sumarsins 2020. En allt veltur þetta auðvitað á því að fólk almennt, hérlendis sem erlendis, vilji byrja að ferðast aftur og að framboð verði á flugi á milli landa. Óvissan er mikil en henni verður ekki eytt nema með því að fara af stað. Þessi bröttu en varfærnu skref eru vonandi upphafið að við- spyrnunni. LO KAO RÐ RAGNHEIÐAR ELÍNAR

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.