Spássían - 2011, Page 50
50
ÞAÐ ER NOKKUÐ LJÓST að skoðanir beggja hópa stjórnast
af vana og hefðum þess lands sem alist er upp í. Þannig
finnst Þjóðverjum (og líklega Frökkum, Ítölum og Spánverjum)
ekkert að því að hlusta á „leiklestur“ yfir upprunalega efninu
á meðan Íslendingar (og líklega Hollendingar, Svíar og
Norðmenn) eru vanir því að „lesa“ kvikmyndir og hlusta um
leið á upprunamálið. Það verður þó að segjast að fyrir þá
sem neyta helst efnis á ensku hefur skjátextinn frekar virkni
þýðingarhækju. Skilningur á frummálinu er oft nægilegur, og
ekki þarf að lesa allan textann heldur aðeins stikla á þeim
orðum sem vantar þýðingu á. Megnið af talinu kemst til skila
án þess að skjátextinn sé lesinn.1 Það þýðir þá aftur á móti að
„erlendar“ kvikmyndir, það er myndir sem eru á öðru tungumáli
en ensku, verða enn erfiðari áhorfs þegar áhorfandi sem er
óvanur að lesa allan skjátextann þarf að treysta alfarið á
hann til að skilja talið í myndinni. Að því leyti er munurinn á
skjátextun og talsetningu mikilvægur en í talsetningarlöndum
fá allar kvikmyndir sömu stöðu innan málsamfélagsins, hvort
sem þær voru upprunalega á ensku eða hindí, og eru því
jafnaðgengilegar óháð frummáli. Það þýðir þó ekki að
Eftir Gunnar Tómas Kristófersson
T
HÆFILEIKINN
TIL AÐ TALA
um talsetningu kvikmynda
„Verhaften Sie die üblichen Verdächtigen!“
Casablanca
„Nun fragst Du Dich, ob heute Dein Glückstag
ist? Ist heute dein Glückstag, Punk?“
Dirty Harry
Darth Vader: Obi-Wan hat dir nie erzählt, was
wirklich mit deinem Vater geschehen ist!
Luke: Er hat mir genug erzählt! Er hat mir
gesagt, dass Sie ihn umgebracht haben!
Darth Vader: Nein! Ich bin dein Vater!!
The Empire Strikes Back
eða talað yfir hæfileika
alsetning er ekki hátt skrifuð á Íslandi og
gagnrýni á hana á vissulega rétt á sér. Þeir
sem eru henni ekki vanir eru líklegir til að
hafna henni alfarið sem arfaslakri leið til að þýða
hljóð- og myndmiðla. Að gagnrýna hið óþekkta
gengur hins vegar í báðar áttir. Hef ég kynnst því í
Þýskalandi, þar sem ég bý, að fólk segist ekki vilja
„lesa“ kvikmyndir og á þá við að þurfa að lesa
skjátextann á milli þess sem það lítur upp til að
aðgæta hvaða myndrænu skilaboð kvikmyndin er
að færa. Mun betra sé að geta horft á kvikmynd
og notið hennar sjónrænt án þess að hafa
skjátextann fyrir. Getur verið að talsetning sé ekki
svo slæm eftir allt saman og að skjátextun sé léleg
hækja til að styðjast við í miðli sem byggir fyrst og
fremst á sjónarspili?
,,Í talsetningarlöndum fá
allar kvikmyndir sömu stöðu
innan málsamfélagsins, hvort
sem þær voru upprunalega
á ensku eða hindí, og eru
því jafnaðgengilegar óháð
frummáli.”