Spássían - 2011, Qupperneq 53

Spássían - 2011, Qupperneq 53
53 1 Þetta er með öllu óvísindaleg kenning, en byggð á eigin reynslu og annarra sem ég hef rætt við, m.a. þýðendur fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Einnig má benda á að almennt vitnar fólk í engilsaxneskar kvikmyndir á frummálinu en ekki í þýðinguna sem skjátextinn hafði að geyma. 2 Whitman-Linsen, Candace, Through the dubbing glass the synchronization of American motion pictures into German, French, and Spanish, New York, Peter Lang Publishing, 1992, 55. 3 Sama rit, 119. 4 Sama rit, 17-19. 5 Fengið úr Nadsat orðabókinni. Sótt 3. janúar 2011 af http://courses.nus. edu.sg/course/ellpatke/en4241/nadsat%20dictionary.htm. 6 Sjá: http:// www.synchronkartei.de/index.php?action=show&type=talker&id=521. Vefsíðan www.synchronkartei.de er skrá yfir þýskumælandi talsetjara þar sem notendur bæta við efni, eins og á imdb.com. 7 Nornes, Abe Mark, Cinema Babel: Translating Global Cinema, Minneapolis, University of Minnesota Press, 2007, 196. 8 Mühlbauer, Peter, ,,Zensynchronisation,” Telepolis, 16. júlí 2009, sótt 30. desember 2010 af http://www.heise.de/ tp/r4/artikel/30/30731/1.html. 9 Jasper, Dirk, „Casablanca”, Dirk Jasper Film Lexikon, sótt 2. janúar 2011 af http://www.djfl.de/entertainment/ djfl/1040/104083.html. 10 Fengið af: http://against-dubbing.com/en/. Sótt 2. janúar 2011. [Mín þýðing.] 11 Whitman-Linsen, 34. 12 Upplýsingar fengnar af: http://www.synchronkartei.de. Sóttar 30. desember 2010. 13 Whitman-Linsen, 157. 14 Nornes, 224-225. 15 Sjá: „Í átt að alþjóðlegum (mis)skilningi. Vandamál við kvikmyndaþýðingar“, Spássían, haust 2011, 44-46. þegar hreinsað er til í handritum við þýðingar. Í poppmenningu nútímans er viðkvæðið að Þjóðverjar búi til mikið af klámmyndum og skírskotanir í þetta má finna í þó nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Í The Big Lebowski (Joel og Ethan Cohen, 1998) á hópur þýskra níhilista í útistöðum við Lebowski og í einu atriði myndarinnar sést forsprakki þeirra leika í klámmynd ásamt eiginkonu Stóra-Lebowskis. Þar leikur hann bæði illa og talar með einstaklega þýskum hreim. Í þýsku talsetningunni talar hann þýsku ásamt öðrum persónum myndarinnar og menningarlegur munur hverfur með öllu. Í South Park: Bigger, Longer and Uncut (Parker, 1999) sjá strákarnir brot úr grófu myndbandi á netinu þar sem Þjóðverjar eru aftur tengdir klámi og framleiðslu á því. Í þýskri talsetningu á myndinni er myndbandið orðið að breskri framleiðslu. Það er afar skiljanlegt að brandarar á við þessa á kostnað Þjóðverja skuli vera heimfærðir yfir á aðra menningu en áhugavert til þess að hugsa að á meðan þetta telst nokkuð almenn staðalímynd af Þjóðverjum þá er hún nánast með öllu óþekkt í landinu sjálfu, og því er talsetningu að þakka. Einnig má benda á þekktustu kvikmyndatilvitnanir allra tíma, en þær þrjár hér að framan eru aðeins dæmi um þýskar útgáfur þeirra. Menningarlegan mun á talsmáta er vandasamt að þýða og þá skiptir ekki máli hvort það er frumtextinn sem býður upp á hann eða markmálið. Þýðingar á tilvitnunum einangra landið í samhengi alþjóðlegrar afþreyingarmenningar frá Hollywood. Það er ekki endilega slæmt en í Þýskalandi segja kvikmyndaunnendur „Hier ist Jacky!“ en ekki „Here´s Johnny!“ „Frankly, my dear, I don’t give a damn.“ verður að „Offen gesagt pfeif ich drauf.“ Og í stað „Go ahead, make my day.“ er sagt „Komm schon, versüß mir den Tag.“ Í kjölfarið vaknar spurningin hversu mikil menningarlega einangrandi áhrif talsetningar eru. Í menningarlegri einsleitni heimsyfirráða Hollywood má velta því fyrir sér hvort réttlætanlegt sé að talsetja allar kvikmyndir sem sýndar eru á vissum málsvæðum heimsins. Að vissu leyti er jákvætt að brjóta upp formið sem einkennir myndirnar og hræra í menningarlegum tilvísunum og einkennum þeirra og skapa nýjar. Aftur á móti er formið sem kemur í staðinn alveg jafn einsleitt og hugsanlega einsleitara þar sem rík hefð og staðlar segja til um gerð og gæði talsetningar, til dæmis að alltaf er tekið upp í hljóðveri. Að auki er úr færri leikurum að velja í talsettum útgáfum og þeir bæta sjaldnast miklu við en breiða hins vegar yfir frammistöðu leikara frumútgáfunnar. Talsetningarformið er órjúfanlegur hluti draumalands kvikmyndanna og áhorfendur á vissum svæðum krefjast þess. Hins vegar er erfitt fyrir mig, sem alinn er upp í textuðu samfélagi, að horfa framhjá göllum talsetningarformsins og njóta blekkingarinnar. Skjátextun er auðvitað líka gallað form þýðinga, eins og fram kom í fyrri grein minni í hausthefti Spássíunnar.15 Vandamálin sem þarf að takast á við þar eru hins vegar færri og einfaldari, frumtextinn á ekki á hættu að vera ritskoðaður að sama leyti og minni hætta er á menningarlegri einangrun. Skjátexti er því að mínu mati skömminni skárri. Gerist áskrifendur spassian.is

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.