Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júní 20204 FRÉTTIR Vöktun Matvælastofnunar á sýklalyfjaónæmi í dýrum, búfjárafurðum og umhverfi: Ónæmar bakteríur virðast nokkuð útbreiddar í umhverfinu – 60 prósent sýna úr yfirborðsvatni voru jákvæð Í byrjun júní gaf Matvælastofnun út skýrslu með niðurstöðum úr vöktun á sýklalyfjaónæmi baktería í dýrum fyrir síðasta ár. Vöktunin skiptist annars vegar í skimun á sýklalyfjaónæmum bakteríum í dýrum, búfjár­ afurðum og umhverfi og hins vegar í prófun á ónæmi í sjúkdómsvaldandi örverum í búfé og búfjárafurðum. Niðurstöðurnar gefa meðal annars vísbendingu um að sýklalyfjaónæmar bakteríur séu nokkuð útbreiddar í umhverfinu hér á landi. Í fyrsta sinn var skimað fyrir sértækum lyfjaónæmum bakteríum (ESBL/AmpC myndandi E. coli) í yfirborðsvatni og reyndist 60 prósent sýnanna jákvæð. Er það mun hærra hlutfall en finnst í dýrum og dýraafurðum. Aukning í jákvæðum botnlangasýnum lamba og svína Töluverð aukning var í fjölda jákvæðra botnlangasýna af þessari sömu bakteríu hjá lömbum og svínum, miðað við árið 2018. Hlutfallið var 10,9 prósent hjá lömbum og 12,7 prósent hjá svínum. Hins vegar fundust engar í botnlangasýnum kjúklinga á þessu ári. Annað árið í röð fannst ekki sams konar baktería í svínakjöti á markaði, en hins vegar voru 2,6 prósent sýna af kjúklingakjöti sem innihéldu bakteríuna; eitt prósent innlendra sýna en 14,8 prósent erlendra sýna. Rúmlega 1.200 sýni voru rannsökuð, úr sýnatökum M a t v æ l a s t o f n u n a r, h e i l ­ brigðiseftirlits sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar. Sýni voru tekin úr svínum, alifuglum, lömbum, innlendu og erlendu svína­ , nautgripa­ og alifuglakjöti, bæði á markaði og í afurðastöðvum. Að auki var skimað fyrir tilteknum ónæmum bakteríum í yfirborðsvatni víðs vegar um landið. Alþjóða heilbrigðis mála stofn­ unin hefur gefið það út að sýkla ­ lyfjaónæmar bakteríur séu ein helsta heilsu farsógnin sem steðjar að mannfólkinu og hafa rannsóknir á þeim, hér og víðast hvar annars staðar, aukist samhliða aukinni útbreiðslu. Að sögn Vigdísar Tryggvadóttur, sérgreinadýralæknis hjá Matvæla­ stofnun, sem hefur yfirumsjón með vöktuninni, voru ónæmisprófanir á salmonellustofnum frá dýrum og afurðum dýra í mörg ár gerðar á sýkla­ og veirufræðideild Landspítalans, eða fram til ársins 2013. „En árið 2014 var næmisprófunum breytt í samræmi við Evrópuregluverk og fara núna allar fram á Keldum. Prófað er fyrir fleiri lyfjum en áður og önnur gildi eru notuð við mat á næmi, ásamt því að við erum að skoða ónæmi hjá fleiri bakteríutegundum og skima fyrir sértækum sýklalyfjaónæmum bakteríum. Síðustu ár hefur fjöldi sýna, dýrategunda og afurða – sem liggur til grundvallar vöktuninni – fjölgað jafnt og þétt,“ segir Vigdís. Vonandi er fjölgunin undantekning Vigdís segir að mjög erfitt sé að meta breytingar á milli ára, hvað varðar tíðni staðfestra sýna með slíkum bakteríum. „Við fáum mjög fáa stofna til næmisprófunar, til dæmis af salmonellu – sem er auðvitað gott mál. Við sáum þó töluverða aukningu milli ára í botnlangasýnum frá svínum og lömbum á sértækum sýklalyfjaónæmum bakteríum, sem kallast ESBL/AmpC myndandi E. coli; eða úr um fimm prósentum í tæp 13 prósent í svínum og úr fjórum prósentum í tæp 11 prósent í lömbum. Við höfum engar haldbærar skýringar á þessari aukningu og verður áhugavert að fylgjast með þessu áfram. Vonandi eru þetta undantekningar og við sjáum sambærilegar tölur árið 2020 og við sáum 2018. Það er ekki tímabært að draga víðtækar ályktanir um tíðnina í mismunandi dýrategundum og afurðum þar sem kerfisbundin vöktun er skammt á veg komin hér á landi. Gagnaöflun yfir lengri tíma er nauðsynleg til að meta tíðni og þróun sýklalyfjaónæmra baktería í dýrum og dýraafurðum,“ segir Vigdís. Fjöldi jákvæðra sýna í yfirborðsvatni kom á óvart Hún segir að ekki megi gleyma umhverfisþættinum en skim að hafi verið, í samvinnu við Umhverfisstofnun, fyrir þessum sömu sértæku sýklalyfjaónæmu bakteríum í yfirborðsvatnssýnum í fyrsta skipti í ár. „Þar fengum við mun hærra hlutfall en finnst í dýrum og dýraafurðum, eða 15 af 25 sýnum sem voru tekin víðs vegar um landið reyndust jákvæð – sem kom okkur á óvart. Við fáum vonandi tækifæri til að skoða það frekar á næstu árum.“ „Almennt er staðan á Íslandi svipuð og í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi,“ segir Vigdís, spurð um samanburðinn við önnur lönd. „Samanburður er reyndar mjög erfiður nema á þeim sýnum sem eru tekin samkvæmt regluverki Evrópu; aðallega úr kjúklingum, svínum og afurðum þeirra. „Við stöndum hins vegar almennt nokkuð vel í samanburði við meginland Evrópu,“ bætir hún við. /smh Vigdís Tryggvadóttir, sérgreina­ dýralæknir hjá Matvæla stofnun. Skurðakerfi Íslands orðið aðgengilegt á nýjum vef: Verkefnið auðveldar Íslendingum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Frá hausti 2018 hefur verið unnið að endurhnitun á skurðakerfi landsins hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Nú er afrakstur vinnunnar aðgengilegur á sérstökum vef, skurdakortlagning.lbhi.is, þar sem nýtt skurðakort Íslands er að finna og útskýringar á verkefninu. Tilgangurinn með því er að endurbæta eldra skurðarkort, sem byggði að mestu á gervi­ hnattamyndum frá árabilinu 2004 til 2008, og hins vegar að leggja mat á þær breytingar sem orðið hafa á skurðakerfinu frá 2008 til 2018. Í Bændablaðinu frá 13. júní 2019 er greint frá þessari vinnu og rætt við Jón Guðmundsson, lektor við LbhÍ, um framvindu verksins. Þá sagði hann að vegna innleiðingar á Vistgerðarkorti Náttúrufræðistofnunar og nákvæmari hæðarlíkans hafi verið unnt að endurmeta stærð hins framræsta lands á Íslandi, sem væri rúmlega 70 þúsund hektara minna en áður var talið. Jón segir nú að nýja skurðarþekjan hafi ekki enn verið nýtt til að meta umfang framræstra svæða. „Áður en það verður gert verður fyrst skorið úr þeim óvissuatriðum sem enn eru til staðar í nýju skurðaþekjunni. Sú breyting á gögnum, sem leiddi til breytinga á fyrra mati um 70 þúsund hektara, var fyrst og fremst vegna innleiðingar á nýju vistgerðakorti Náttúrufræðistofnunar Íslands í stað Nytjalandskortsins sem notað hafði verið fram að því. Gert er ráð fyrir að Vistgerðakortið verði nýtt með nýju skurðaþekjunni við endurmat á umfangi framræstra svæða.“ Óvissuatriðum eytt með vettvangsheimsóknum Að sögn Jóns var hnitun eftir loftmyndum frá Loftmyndum ehf. auk fleiri gagna, að mestu lokið vorið 2019. Sumarið í fyrra hafi verið nýtt í að fara yfir óvissuatriði með vettvangsheimsóknum. „Nú í sumar er stefnt að því að ljúka þeirri yfirferð. Í haust er þess vænst að hægt verði að nýta þetta nýja skurðakort til að meta umfang framræstra svæða. Frekari úrvinnsla bíður svo næsta vetrar. Heildarmynd af skurðaþekju landsins hefur legið fyrir frá 2008, þegar fyrri hnitun lauk. Í þeirri þekju er vissulega óvissa, sem á sínum tíma var metin. Síðan 2008 hefur skurðakerfi landsins breyst töluvert, bæði hafa verið grafnir nýir skurðir og eins hefur verið fyllt í aðra. Einnig eru betri gögn aðgengileg nú en voru þegar fyrri hnitunin var gerð. Skurðaþekja landsins er sífellt að breytast, og fæstar þeirra breytinga eru skráðar. Á meðan svo er verður skurðaþekjan aldrei nema mynd af skurðum eins og þeir eru á einhverjum tilteknum tíma. Á vefsjánni má sjá hvaða skurðir hafa bæst við frá 2008 til þess tíma sem nýrri myndir sýna. Með þessari nýju hnitun er myndin vonandi orðin skýrari og nær okkur í tíma en eldri hnitunin,“ segir Jón. Auðveldar okkur að standa við alþjóðlegar skuldbindingar „Verkefnið mun vonandi skila skurðaþekju sem gefur betri mynd af skurðakerfi landsins en eldri þekja. Einnig gefur hún færi á að meta betur þær breytingar sem orðið hafa á skurðakerfinu, heldur en hægt hefur verið hingað til. Verkefnið mun því draga úr óvissu varðandi losun úr framræstu landi og bæta mat á árlegum breytingum á því landi. Verkefnið mun auðvelda okkur að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um mat á losun frá landi og auðvelda okkur að benda á þá staði þar sem breytingar hafa átt sér stað,“ segir Jón, spurður um vægi verkefnisins varðandi losunarbókhald Íslands um kolefni í jarðvegi. /smh Léttar bryggjur við vötn Auðveld uppsetning – úrval fylgihluta. KrÓli ehf. Strandvegur 2, 210 Garðabæ s. 690 1155 koh@kroli.is www.kroli.is ,,Þingvallavatn 2020” Jón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Mynd / smh Afrakstur endurhnitunar á skurða­ kerfi landsins hefur verið gerður aðgengilegur. Mynd / skjáskot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.