Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júní 2020 49 Prjónaðar buxur fyrir börn með axlaböndum úr DROPS Flora. Stykkið er prjónað með sléttu prjóni og í stroffprjóni. Stærðir: (<0) 0/1 (1/3) 6/9 (12/18) mánaða - (2 - 3/4) ára . Garn: Drops Flora (fæst í Handverkskúnst) - Gallabuxnablár nr 13: (100) 100 (100) 100 (100) g Prjónfesta; 24 lykkjur x 32 umferðir í sléttu prjóni = 10x10 cm. Prjónar: Sokka- og hringprónn 40 cm, nr 2,5 og 3 Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. Útaukning (á við um hliðar á skálmum): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir að prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttu prjóni. Úrtaka: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir að prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið órprjónuðu lykkjunni. Fækkið lykkjum svona við bæði prjónamerkin. BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Hvor skálm er prjónuð fyrir sig á sokkaprjóna áður en þær eru settar saman, fitjaðar eru upp lykkjur fyrir klofi og stykkið er síðan prjóna í hring á stuttan hringprjón. Framstykki og bakstykki er prjónað fram og til baka. SKÁLM: Fitjið upp (40) 44 (48) 48 (56) - (60-64) lykkjur á sokkaprjóna nr 2,5. Prjónið 1 umferð slétt og síðan stroff (= 2 slétt, 2 brugðið), þar til stykkið mælist 5 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3 og prjónið slétt í hring. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar, aukið er út sitthvoru megin við það. Þegar stykkið mælist 10 cm, er aukið út um (0) 1 (1) 1 (1) - (1-1) lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið þannig út með (0) 2 (2) 2 (3) - (5-7) cm millibili alls (0) 4 (7) 8 (7) - (6-5) sinnum = (40) 52 (62) 64 (70) - (72-74) lykkjur. Prjónið áfram slétt þar til stykkið mælist (16) 18 (25) 26 (31) - (39-42) cm. Færið prjónamerkið um (20) 26 (31) 32 (35) - (36-37) lykkjur (= ytri hlið á skálm). Prjónamerkið merkir ytri hlið á skálm, það á að fækka lykkjum hvoru megin við prjónamerkið síðar. Klippið frá. Prjónið hina skálmina alveg eins. BUXUR: Sameinið skálmarnar á hringprjón nr 3 þannig: Fitjið upp (8) 8 (8) 10 (10) - (12-12) lykkjur, prjónið yfir lykkjurnar frá annarri skálminni, fitjið upp (8) 8 (8) 10 (10) - (12-12) lykkjur, prjónið yfir lykkjurnar frá hinni skálminni = (96) 120 (140) 148 (160) - (168-172) lykkjur. Umferð byrjar fyrir miðju að aftan, mitt í fyrstu (8) 8 (8) 10 (10) - (12-12) lykkjunum, setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar. Haldið áfram í hring og prjónið slétt. Þegar stykkið mælist 2 cm frá þar sem stykkin voru sett saman, er fækkað um (0) 1 (1) 1 (1) - (1-1) lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki í hliðum – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með (0) 8 (3) 6 (4) - (8-10) cm millibili alls (0) 2 (5) 3 (4) - (3-2) sinnum = (96) 112 (120) 136 (144) - (156-164) lykkjur. Prjónið áfram slétt þar til stykkið mælist (11) 13 (14) 17 (18) - (19-20) cm frá sameiningu skálma. Prjónið nú upphækkun að aftan þannig: Prjónið (7) 7 (9) 9 (9) - (9-9) lykkjur slétt, snúið við, herðið á þræði, prjónið (14) 14 (18) 18 (18) - (18- 18) lykkjur brugðið, snúið við, herðið á þræði, prjónið (20) 20 (26) 26 (26) - (26-26) lykkjur slétt, snúið við, herðið á þræði, prjónið (26) 26 (34) 34 (34) - (34-34) lykkjur brugðið til baka. Haldið svona áfram með því að prjóna (6) 6 (8) 8 (8) - (8-8) lykkjum fleiri í hvert skipti sem snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls (50) 50 (66) 66 (82) - (82-82) lykkjur. Snúið. Prjónið 1 umferð slétt og jafnið lykkjufjöldan í (95) 115 (120) 140 (145) - (160-165) lykkjur. Skiptið yfir á stuttan hringprjón nr 2,5. Prjónið stroff (= 2, 3 slétt) út umferð. Þegar stroffið mælist 4 cm, fellið af þannig: Prjónið 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 1 lykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, fellið af næstu (19) 24 (24) 34 (34) - (39- 39) lykkjurnar, 2 lykkjur garðaprjón, haldið áfram með stroff yfir næstu (33) 38 (43) 43 (48) - (53-58) lykkjurnar, 2 lykkjur garðaprjón (= framstykki), fellið af næstu (19) 24 (24) 34 (34) - (39-39) lykkjurnar, 1 lykkja garðaprjón og prjónið stroff yfir þær (8) 13 (13) 13 (13) - (13-13) lykkjur sem eftir eru. BAKSTYKKI: = (20) 25 (25) 25 (25) - (25-25) lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með stroffprjóni og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið á stykki, þar til stykkið mælist (2) 3 (3) 4 (4) - (5-5) cm frá skiptingu. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 1 lykkju garðaprjón, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 1 lykkja garðaprjón, fellið af næstu (0) 5 (5) 5 (5) - (5-5) lykkjurnar, 1 lykkja garðaprjón, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt og 1 lykkja garðaprjón = 10 lykkjur eftir fyrir hvort axlaband. AXLABAND: Haldið áfram með stroff og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið, fram og til baka þar til axlabandið mælist ca 18-24 cm (eða að óskaðri lengd). Fellið af og endurtakið á hinni hliðinni. FRAMSTYKKI: = (37) 42 (47) 47 (52) - (57-62) lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með stroffi og 1 lykkju garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist (4) 6 (7) 9 (10) - (11-12) cm, fellið af fyrir 2 hnappagötum frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur garðaprjón, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið eins og áður þar til 10 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur garðaprjón. Þegar stykkið mælist (5) 7 (8) 10 (11) - (12-13) cm, skiptið yfir á hringprjón nr 2,5 og prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið lykkjurnar saman í klofi og gangið frá endum. Saumið 1 tölu í hvort axlaband. Prjónakveðja, Mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is Þægilegar smekkbuxur HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 9 8 1 3 4 1 4 5 6 5 4 7 8 1 4 6 2 1 7 9 7 3 1 5 3 8 4 4 7 9 2 3 6 3 5 7 8 2 4 6 5 Þyngst 8 2 9 6 1 5 7 4 7 4 6 9 7 9 2 8 2 3 6 5 1 9 3 7 5 3 6 4 1 6 4 8 2 5 1 3 8 3 4 5 6 2 6 7 1 8 6 2 5 9 2 6 9 3 4 1 5 3 9 2 8 6 4 1 3 8 5 1 9 5 4 2 6 7 9 1 8 3 8 4 2 9 6 Þegar ég fór fyrst á hestbak FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Sigurbjörg Inga býr í Stóru-Gröf syðri í Skagafirði ásamt foreldrum sínum og tveimur bræðrum. Nafn: Níu ára, að verða tíu. Aldur: Sigurbjörg Inga Sigfúsdóttir. Stjörnumerki: Ljón. Búseta: Stóra-Gröf syðri. Skóli: Varmahlíðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Allt, en langskemmtileg- ast í íþróttum og fimleikum. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundar og hestar. Uppáhaldsmatur: Hakk og spagettí. Uppáhaldshljómsveit: Billie Eilish. Uppáhaldskvikmynd: Zombies 1 og 2 og Descendants 1, 2 og 3. Fyrsta minning þín? Þegar ég fór fyrst á hestbak. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fimleika, körfu- bolta, fótbolta, djassballett, hesta- mennsku og spila á píanó. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Er ekki búin að ákveða það. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Veit ekki. Gerir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fer á reiðnámskeið, og æfi fimleika og júdó. Næst » Ég skora næst á Friðrik Loga Haukstein Knútsson, bekkjarbróður minn, að svara næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.