Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júní 202044 Í Bændablaðinu, 03. tölublaði, 14.02.2019, blaði nr. 532, á síðu 41, hefur verið fjallað um vinnuskil­ yrði undir LED ljósum. Ályktun úr þessari grein var dregin úr tilraun með jarðarberjum, þar sem jarðar­ ber voru annaðhvort lýst með HPS ljósum eða með LED ljósum. Í tilraunahúsi Landbúnaðar­ háskólans á Reykjum hefur líka verið framkvæmd tómatatilraun með mismunandi LED meðferðum sem topplýsingu (eingöngu LED ljós) eða hybrid lýsingu sem topplýsingu (LED ljós og HPS ljós) án eða með LED millilýsingu í samanburði við HPS topplýsingu á dimmasta tíma ársins. Ítalegar upplýsingar um tilraunauppsetningu er að finna í Bændablaðsgrein, „Tómatatilraun með mismunandi LED meðferðum er farin af stað“, sem var birt í 23. tölublaði, 05.12.2019, blaði nr. 552, á síðu 45. Ofannefndir höfundar telja sér því skylt að setja upplýsingarnar við tómataræktun í samanburð við jarðarberjagrein. Litamismunur Undir HPS ljósum er auðvelt að greina rétta litinn og þroska tó mat­ anna (mynd 1). Hins vegar þegar ræktað er undir LED þá er rauða birtan sem ljósin gefa frá sér mjög afgerandi (mynd 2). Ef lítil eða engin náttúruleg lýsing er utandyra þá virkar það sem litaðir fletir verði dekkri (blöð) og hvítir (hvít beð, hitarör, vökvunarslangir) eða ljósari fletir (tómata) endurkasti rauða litnum. Það gerir það að verkum að erfitt er að greina á milli hvort aldin séu tilbúin til uppskeru. Hins vegar er eðlismunur milli tómata og jarðarberja: Á meðan það þarf að uppskera jarðarber full lituð og dökkrauð, þá eru tómatarnir tilbúnir þegar þeir eru ljósrauðir. Eins og hjá jarðarberjum þarf við vinnu undir LED ljós að kaupa sérhæfð gleraugu sem draga úr áhrifum rauða ljóssins. Það tekur 15–20 mín. fyrir augun að venjast ljósinu með þessum gleraugum. Gleraugu gera það að verkum að auðveldara er að meta þroska aldina. Með grænmeti er ekki eins nauðsynlegt að sjá „rétta“ litinn eins og hjá jarðarberjum. Vegna þess að það lítur út fyrir að allt sé dekkra er líka erfitt að vinna við plönturnar sjálfar. En þar sem það þarf bara að taka þjófar og blöð, og ekki sýna eins nákvæmlega vinnu eins og hjá jarðarberjum (t.d. draga fram klasa), hefur litamunurinn hjá tómötum og greinilega grænmeti almennt (t.d. agúrkur og papriku) minni áhrif við þessa vinnu. Af þessum orsökum má því álykta að aldin sem ræktuð eru með LED lýsingu krefjist ekki meiri tíma og athygli en í hefðbundinni lýsingu sem er því vinnuséð ólíkt jarðarberjaræktun. Ef LED ljós er notað í bland við aðra lýsingu (hybrid lýsing) minnka auðvitað áhrif LED ljóssins á sjónina (bera saman LED topplýsingu (mynd 2) við hybrid topplýsingu + LED millilýsingu (mynd 3). Hins vegar voru tómatarnir mislitir (rauðir að ofan og neðan litlausir á hliðum) sem gerði það erfitt að ákveða í samspili við LED lýsingu hvenær tómatarnir væru tilbúnir til að uppskera. Hins vegar minnka áhrifin frá LED ljósunum á sjónina eftir því sem náttúruleg birta eykst og litamismunurinn verður skýrari (bera mynd 1, 2, 3 saman við mynd 4, 5, 6) sem var eins og hjá jarðarberjum. Því gætu ræktendur á suðlægum slóðum upplifað áhrif LED ljósa minna en ræktendur á Íslandi. Mismunur á vexti Undir LED ljósum er millibil blaðanna styttra í samanburði við ræktun undir HPS ljósum. Meindýr og sjúkdómar Erfiðara er að sjá hvort meindýr og sjúkdómar séu á plöntunum. Ályktun Eins og kom fram í grein eru vinnuskilyrði undir LED ljósum með tómata og líklega paprikur og agúrkur ekki eins erfið eins og með jarðarber eða ber almennt. LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS Christina Stadler auðlinda- og umhverfisdeild LbhÍ christina@lbhi.is Vinnuskilyrði undir LED ljósum – tómatar Mynd 1: Tómataplöntur með HPS topplýsingu. Mynd er tekin um kl. 8.00. Mynd 2: Tómataplöntur með LED topplýsingu. Mynd er tekin um kl. 8.00. Mynd 3: Tómataplöntur með Hybrid topplýsingu + LED millilýsingu. Mynd er tekin um kl. 8.00. Mynd 4: Tómataplöntur með HPS topplýsingu. Mynd er tekin um kl. 14.00. Mynd 5: Tómataplöntur með LED topplýsingu. Mynd er tekin um kl. 14.00. Mynd 6: Tómataplöntur með Hybrid topplýsingu + LED millilýsingu. Mynd er tekin um kl. 14.00. Gróður- og jarðvegsauðlindirnar Gróður og jarðvegur eru undir­ staða alls þess sem lífsanda dregur á jörðinni. Allt sem við þekkjum byggir á því að þessar einstöku auðlindir verði ekki fyrir skakkaföllum. Auðlindir landsins hnigna ef gengið er of nærri þeim og það er hagur allra að tryggja að nýting okkar á gróður­ og jarðvegsauðlindum landsins sé sjálfbær. Hvert er ástand auðlindanna? Forsenda sjálfbærrar landnýtingar er að við fylgjumst náið með gróðri og jarðvegi. Þetta verður að gerast á skipulagðan og heildstæðan hátt á landsvísu. Einungis þannig er hægt að meta hvort og þá hvaða breytingar eru að eiga sér stað og hvers vegna. Nákvæmt eftirlit gerir okkur kleift að kippa í taumana og gera nauðsynlegar breytingar áður en það er um seinan. Þar til nú hefur heildstæð vöktun ekki verið á gróður­ og jarðvegsauðlindum hér á landi þó vissulega hafa landnotendur fylgst með ástandi og breytingum sinna svæða og hagað landnýtingu í samræmi við það. Víða erlendis hefur heildstæð vöktun á landi átt sér stað svo áratugum skiptir og Íslendingar hafa um árabil vaktað auðlindir hafsins með góðum árangri. Með verkefninu GróLind er verið að koma á slíku vöktunarkerfi fyrir gróður­ og jarðvegsauðlindirnar. GróLind GróLind er samstarfsverkefni Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands, atvinnu­ og nýsköpunarráðuneytisins og Landgræðslunnar. GróLindar­ verkefnið hófst árið 2017 og er fjármagnað í gegnum gildandi búvörusamning og af Landgræðslunni. Samkvæmt samningi þessara aðila eru markmið verkefnisins að: (a) meta með reglubundnum hætti ástand gróður­ og jarðvegsauðlinda landsins og (b) þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu gróður­ og jarðvegsauðlinda landsins. Verkefninu er því ætlað að koma fram með gögn og yfirsýn sem landnotendur og aðrir geta notað sem verkfæri við skipulagningu á nýtingu lands. Verkefnið er unnið í náinni samvinnu við landnotendur og aðra hagsmunaaðila. Einnig er mikið lagt upp úr því að öll vinna innan verkefnisins byggi á sterkum faglegum grunni og að öll vinnubrögð séu gagnsæ. Vöktun á auðlindunum Uppsetning fastra vöktunarreita hófst sumarið 2019 víðs vegar um land, þar sem áætlað er að meta ástand og breytingar á ástandi gróðurs og jarðvegs á fimm ára fresti. Gert er ráð fyrir að vöktunarreitirnir verði um 1000. Auk vöktunarreitanna er verið að þróa aðferðir sem gera landnotendum og öðrum kleift að vakta ástand lands með einföldum hætti með því að nota snjalltæki. Gögnin úr þeirri vöktun munu nýtast landnotendum beint en þau fara líka í gagnagrunn GróLindar og nýtast þannig til að fá heildaryfirlit yfir ástand lands. Stöðumat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlindanna Niðurstöður úr vöktun á vegum GróLindar munu ekki liggja fyrir fyrr en að nokkrum árum liðnum. Til þess að brúa bilið var ákveðið að gefa út stöðumat á ástandi auðlindanna byggt á þeim gögnum sem þegar liggja fyrir. Stöðumati GróLindar er ætlað að sýna, á grófum kvarða, stöðu gróður­ og jarðvegsauðlinda landsins eins og hún er í dag. Við val á gögnum og þróun á aðferðafræði við stöðumatið var stuðst við vísindalega þekkingu á vistfræðilegum ferlum auk þess sem að þekktar aðferðir við mat á landi, bæði innlendar og erlendar, voru hafðar til hliðsjónar. Stöðumatið var unnið upp úr kortlagningu vistgerða frá Náttúrufræðistofnun Íslands 2016 og kortlagningu á jarðvegsrofi á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (Rala) og Landgræðslunnar frá 1997. Út frá þessum upplýsingum var hverju vistkerfi gefin ástandseinkunn sem endurspeglar virkni þess. Þar sem vistgerðargögnin eru nýlegri og nákvæmari fá þau meira vægi í stöðumatinu, en þau gilda 2/3 af heildareinkunn en jarðvegsrofsgögnin gilda 1/3 af heildareinkunn. Vistgerðargögnin byggja á meðaltalsmælingum fyrir hverja vistgerð en kortlagningin á jarðvegsrofi endurspeglar þann breytileika sem finnst innan hverrar vistgerðar. Niðurstöður stöðumatsins verða aðgengilegar í kortasjá GróLindar. Þær sýna að um þriðjungur vistkerfa landsins er með mikla vistfræðilega virkni og mikinn stöðugleika á meðan um helmingur vistkerfa landsins er með litla vistfræðilega virkni og lítinn stöðugleika. Í stöðumatinu er ekki gerður greinarmunur á því hvort að lítil virkni sé vegna náttúrulegra aðstæðna eða vegna hnignunar vistkerfisins af mannavöldum. Beitarsvæði Íslands kortlögð í fyrsta sinn Það er ekki nóg að vakta land heldur verður einnig að hafa upplýsingar um hvernig verið er að nýta landið. Síðustu tvö ár hefur GróLind unnið að því að kortleggja beitarsvæði landsins, en það er í fyrsta skipti sem slíkt hefur verið gert á landsvísu. Kortlagningin var unnin af starfsmönnum Landgræðslunnar, en útlínur einstakra beitarsvæða voru fengnar frá heimafólki sem þekkti vel til í sínu nærumhverfi. Við kortlagninguna var gerður greinarmunur á beitarsvæðum og svæðum sem hafa verið friðuð eða þar sem lítið sem ekkert fé gengur. Kortlagningin sýnir að um 61% Íslands er nýtt til beitar sauðfjár og jafnframt að töluvert land á mörgum afréttum á gosbeltinu hefur verið friðað, ýmist í gegnum gæðastýringu í sauðfjárrækt eða með öðrum aðgerðum. Kortlagningin verður aðgengileg í kortasjá GróLindar, en gert er ráð fyrir því að kortið verði uppfært a.m.k. einu sinni á ári og er fólk hvatt til að senda inn ábendingar um hvað betur megi fara. Öflugt verkfæri Kortasjá GróLindar mun opna í dag, fimmtudaginn 18. júní, að loknum kynningarfundi sem hefst kl. 13. Það er von okkar sem að verkefninu standa að þær upplýsingar sem verkefnið gefur, verði notaðar til að stuðla að sjálfbærri landnýtingu sem og að auðvelda og efla vinnu við skipulag mismunandi landnýtingar. Nánari upplýsingar um verkefnið, niðurstöður þess og kynningu á fyrstu niðurstöðum má finna á www.grolind.is Bryndís Marteinsdóttir, verkefnastjóri GróLindar Jóhann Helgi Stefánsson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni LANDGRÆÐSLAN Niðurstöður stöðumats af ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda Íslands þar sem ástand svæða var metið út frá stöðuleika þeirra og virkni vistkerfa. Stöðumatið var unnið upp úr kortlagningu vistgerða frá Náttúrufræðistofnun Íslands og kortlagningu á jarðvegsrofi á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (Rala) og Landgræðslunnar. Börkur Halldór Bl Hrafnkelsson rekstrarsvið LbhÍ borkur@lbhi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.