Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júní 2020 55
Heildarmat fasteigna á Íslandi
hækkar um 2,1% frá yfir
standandi ári og verður 9.429
milljarðar króna, samkvæmt nýju
fasteignamati Þjóðskrár Íslands
fyrir árið 2021.
Þetta er umtalsvert minni hækkun
en tilkynnt var um fyrir ári síðan
þegar fasteignamat hækkaði um
6,1% á landinu öllu.
Hækkun á Vestfjörðum
Heildarfasteignamat á höfuðborgar
svæðinu hækkar um 2,2% en um
1,9% á landsbyggðinni. Þar af er
mest hækkun á Vestfjörðum eða
8,2%, um 6,5% á Norðurlandi vestra,
3,5% á Austurlandi og um 2,2%
á Suðurlandi, 1,9% á Norðurlandi
eystra, um 0,4% á Vesturlandi og
lækkun um 0,5% á Suðurnesjum.
Af einstaka bæjarfélögum
hækkar heildarfasteignamat
mest á Ísafirði, eða um 11,2%,
um 8,8% í Akrahreppi og 8,5% í
Tálknafjarðarhreppi og á Blönduósi.
Mest lækkun er í Skorradalshreppi
og Sveitarfélaginu Vogum þar sem
fasteignamatið lækkar um 3,6%.
Almennt eru litlar breytingar
á aðferðarfræði fasteignamats á
milli ára. Aðferð við lóðarmat var
endurskoðuð auk þess sem hætt
er að að nota sérstaka matsaðferð
á búgarða. Einnig er verið að
endurskoða hlunnindamat jarða og
færa það til nútímahorfs. Að öðru
leyti er helsta breytingin hagnýting
á gervigreind sem styrkir núverandi
aðferðarfræði og líkanagerð við
fasteignamat.
Íbúðarmat hækkar
mest í Akrahreppi
Samanlagt mat íbúða á öllu landinu
hækkar um 2,3% á milli ára og
verður alls 6.511 milljarðar króna,
þar af hækkar sérbýli um 2,2% á
meðan fjölbýli hækkar um 2,4%.
Almennt er hækkun á íbúðarmati á
höfuðborgarsvæðinu 2,4% en 2,1%
á landsbyggðinni.
Fasteignamat íbúða hækkar
mest í Akrahreppi en þar hækkar
íbúðarmatið um 17,8%, á Ísafirði um
15,5% og í sveitarfélaginu Ölfusi um
15,2%. Mestu lækkanir á íbúðamati
eru í sveitarfélaginu Vogum þar sem
fasteignamat íbúða lækkar um 5,2%,
Í Vopnafjarðarhreppi lækkar matið
um 3,6% og í Reykjanesbæ þar sem
fasteignamat íbúða lækkar um 3,3%.
Fasteignamat atvinnuhúsnæðis
hækkar um 1,7% á landinu öllu; um
1,6% á höfuðborgarsvæðinu en um
1,9% á landsbyggðinni. Þetta kemur
fram í frétt á vef Þjóðskrár Íslands.
/MÞÞ
BÝ TIL HVAÐ SEM ER - GERI VIÐ ALLT
Laghentur smiður ferðast um landið og tekur að sér verkefni.
• Kjarnaborun, allar stærðir af borum.
• Steypusögun, múrbrot. Fræsun fyrir gólfhita.
• Viðhald og viðgerðir á öllu, s.s. raftækjum.
• Geri við sumarbústaði, smíða hvað sem er inn í hús.
Drífandi ehf.
S. 777-8371 - Netfang: gunnariceman@gmail.com
Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is
OKKAR ÆR OG KÝR
— STARTARAR OG ALTERNATORAR —
Járnsmíðafyrirtæki er að
hætta og því er allt til sölu hjá
okkur, þar á meðal nafnið og
kennitala 1976, alls konar vélar,
líka fyrir tré, auk þess eru ýmsir
efnisafgangar til sölu.
Stálprýði
Sjá heimasíðuna okkar www.stalprydi.is/bunadur
Upplýsingar í s. 581-3050.
Viðgerðir og sala á alternatorum og startörum
í flestar gerðir bíla, báta og vinnuvéla.
Hjólastillingar, úrval af ljósum á kerrur og
eftirvagna, kerrutenglar, kaplar, perur og tengi.
Sendum um allt land.
www.pgs.is
pgs@pgs.is
s 586 1260
Viðarhöfði 1, 110 Reykjavík
Alternatorinn eða
startarinn bilaður?
Hvað er í boði fyrir ferðamenn?
Verið velkomin í viðskipti
Nýtt auglýsingapláss í Bændablaðinu beinir sjónum að fjölbreyttri
ferðaþjónustu innanlands. Býður þú upp á gistingu, mat eða
afþreyingu? Komdu þinni þjónustu á framfæri á auðveldan og
hagkvæman hátt í Bændablaðinu.
Auglýsingastjóri Bændablaðsins
gefur nánari upplýsingar um
birtingar í síma 563-0303 og
netfangið gudrunhulda@bondi.is
Þín auglýsing birtist í
32 þúsund eintökum
Bændablaðsins sem
kemur út á tveggja
vikna fresti.
Pakkatilboð:
Birtingar í þremur
tölublöðum
Bændablaðsins á kr.
30.000 + vsk.
Stærðin er 81 mm
(breidd) x 40 mm
(hæð). Við aðstoðum
við uppsetningu ef þarf
gegn vægu gjaldi.
Óska eftir
Er að leita mér að Ford Bronco,
ástand skiptir litlu máli. Uppl. í síma
842-0507.
Óska eftir vel með förnum lið-
léttingi. Helst MultiOne eða Avant
4x4. Aukahlutir mini digger/backhoe,
ámokstursskófla, gaffall. Skoða allt,
er á Norðurlandi. Uppl. í síma 899-
7013.
Óska eftir Cat hjólaskóflum til
útflutnings. Mjög hagstætt gengi
til útflutnings. Upplýsingar í síma
847-6628.
Óska eftir að kaupa Volvo
Lapplander í gangfæru ástandi
eða í pörtum. Einnig óskast orginal
Lapplander kerra. Hef áhuga á að
heyra sögu Lapplander á Íslandi
og annarra Volvo-fornbíla. Uppl. í
netfangið konrad@korabiewski.com
og síma 697-9389.
Atvinna
Enskur karlmaður, 34 ára, leit-
ar að fullri vinnu við sauðfjárbú.
Getur verið í fullri vinnu fram yf-
ir sauðburð árið 2021. Uppl. í s.
+4407980864926 eða á facebook.
com/S.Normannsson.Sherdding
Tuttugu og tveggja ára frönsk stúlka
óskar eftir vinnu á sveitabæ. Hefur
reynslu af bústörfum. Nánari uppl.
elea.nomine@gmail.com og síma
+33686479696.
Starfsmaður óskast á kúabú fram í
Eyjafirði. Um er að ræða fullt starf.
Reynsla af vinnu við bústörf æskileg,
ekki skilyrði. Upplýsingar á netfang:
vgs@vgs.is.
Einkamál
65 ára karlmaður sem býr á Akureyri,
óskar eftir að kynnast konu á
svipuðum aldri. Uppl. í síma 462-
1176 og 856-2269.
Jarðir
1,3 ha í Reykjalandi, Mosfellsbæ til
sölu á kr. 19,5 millj. Einnig 8 ha við
Sandsfjall í Kjós á kr. 14,9 millj. Uppl.
í síma 848-3377.
Þjónusta
Tek að mér viðgerðir á flestum
tegundum sjálfskiptinga. Hafið
samband í s. 663-9589 til að fá
uppl. og tilboð. HP transmission,
Akureyri. Netfang: einar.g9@gmail.
com, Einar G.
Tek að mér almenna girðingarvinnu
og viðhald á girðingum. Hreinn s.
866-9588, Sveitadurgur ehf.
Umtalsvert minni hækkun á
fasteignamati en ætlað var
– 2,2% hækkun á höfuðborgarsvæðinu
Bænda
2. júlí