Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júní 202036 Drekaávöxtur var nánast óþekkt- ur í Evrópu fyrir 1990 en vinsæld- ir hans hafa aukist talsvert síðan þá, þrátt fyrir að aldinið sé frem- ur sjaldséð hér á landi. Plantan sem ber aldinið er kaktus sem blómstrar á nóttinni og gefur frá sér sterkan ilm. Talið er að um sé að ræða ræktunartegund sem ekki þekkist í náttúrunni nema þar sem hún hefur dreift sér frá ræktun og þykir víða mikil plága. Upplýsingar um ræktun dreka- ávaxtar í heiminum eru takmark- aðar en samkvæmt mati Alþjóða matvæla- og landbúnaðar stofnunar Sameinuðu þjóðanna er ræktun aldinsins vaxandi. Mest er rækt- unin í Víetnam, Kína, Mexíkó, Kólumbíu, Níkaragva, Ekvador Malasíu, Ástralíu og í suðurríkjum Bandaríkjanna Norður-Ameríku. Víetnam er stærsti rækt- andi drekaaldina í heiminum en Bandaríki Norður-Ameríku stærsti innflytjandinn. Ekki fundust upplýsingar um inn- flutning á drekaávöxtum til Íslands enda líklegt að aldinið sé flokkað með öðrum ávöxtum vegna tak- markaðs innflutnings. Ættkvíslin Hylocereus og tegundin undatus Ættkvíslin Hylocereus tilheyrir ætt kaktusa og er upprunnin í Mið- og Suður-Ameríku. Talsverður ruglingur er um hversu margar tegundir tilheyra ættkvíslinni og hefur þeim fremur fækkað en fjölgað á síðustu árum. Samkvæmt International Organization for Succulent Plant Study voru tegund- irnar ellefu árið 2019. Allar tegundir ættkvíslarinnar eru stórar ásætur í náttúrulegu umhverfi sínu sem hanga eða klifra á öðrum gróðri og taka til sín vatn og næringu úr loftinu eða jarðvegi sem safnast í kringum hana. Vöxtur greinanna er frjálslegur og oftast þrístrendur og geta þær náð tíu metrum að lengd og vaxa loftrætur út frá þeim. Plönturnar eru næturblómstrandi og gefa frá sér sterka lykt til að laða að sér frjóbera. Aldin allra tegundanna eru æt en sú sem er þekktust kallast H. unda- tus á latínu en drekahrísi á íslensku og aldinið drekaaldin. Uppruni drekahrísis er óþekktur en margt bendir til að um sé að ræða ræktun- artegund, hugsanlega blending af H. ocamponis og H. escuintlensis, sem ekki finnst villtur í náttúrunni nema sem slæðingur frá ræktun. Drekahrísi er stórvaxinn klifur- kaktus sem er jarðlægur eða klifrar upp eftir trjám og grjóti eða öðru sem fyrir er. Greinarnar oftast fjórar til sjö og ná yfir tíu metrum að lengd en eru styttri í ræktun. Eiginlegar rætur er litlar og út frá greinunum vex fjöldi loftróta. Hver grein er þrístrend og samsett úr 10 til 120 sentímetra löngum og 10 til 12 sentímetra breiðum vaxtarhlutum. Greinarnar verða brúnar, harðar og hornkenndar með aldrinum. Þyrnar á fullvaxta plöntu grábrún- ar eða svartar, einn til fjórir sentí- metrar að lengd og tveir að þver- máli þar sem þeir eru þykkastir en mjókka í nálarodd við endana. Yfirleitt einn sér eða þrír í knippi. Næturblómstrandi og standa blóm- in sem eru stór, hvít eða grængul og ilmsterk eina nótt. Tvíkrýnd og bjöllulaga, 25 til 30 sentímetrar að lengd í fyrstu en 15 til 25 sentímetr- ar að þvermáli eftir að þau opna sig að fullu. Fræflar margir og 5 til 10 sentímetrar að lengd, fræv- urnar eru styttri og margar saman í blómbotninum. Aldinið safaríkt og mjúkt, rautt, gult eða rauðbleikt eftir afbrigðum, ílangt eða egglaga, sex til tólf sentímetrar að lengd og fjórir til níu sentímetrar að þver- máli og með rauðum og grænum utanáliggjandi flipum. Yfirleitt 150 til 600 grömm að þyngd en til eru afbrigði sem bera aldin sem eru um HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Drekahrísi þykir víða plága Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Aldinið er til í mismunandi lit. Aldinið er ílangt eða egglaga, sex til tólf sentímetrar að lengd og fjórir til níu sentímetrar að þvermáli og með utanáliggjandi flipum. Fullvaxið drekahrísi með aldinum í ræktun. Drekahrísi er harðgerð planta sem hefur mikla aðlögunargetu og þykir plága þar sem hún hefur dreift sér út í náttúruna og flokkast víða sem ágeng tegund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.