Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júní 202020
Raforkuneysla í heiminum óx
um 66% á árunum 2000 til 2017.
Langstærstum hluta þessarar
auknu eftirspurnar var mætt
með byggingu kolaorkuvera.
Alþjóðaorkumálastofnunin
(International Energy Agency -
IEA) gerir ráð fyrir um 2% árlegri
aukningu í eftirspurn eftir raforku
fram til ársins 2040.
Þessi áætlaða þróun er miðuð við
vaxandi mannfjölda á jörðinni og að
um fjórðungur mannkyns hafi ekki
aðgengi að rafmagni. Notkun raforku
á heimsvísu mun samkvæmt spám
IEA aukast úr 25.697 milljörðum
kílóvattstunda í 40.443 milljarða
kílóvattstunda árið 2040. Það er um
2% aukning á ári. Samkvæmt annarri
sviðsmynd Orkumálastofnunar
Bandaríkjanna, BP og Exxon Mobil
mun aukningin fara úr um 34.000 í
um 42.000 milljarða kílóvattstunda
á sama tímabili. Þessar spár munu
væntanlega eitthvað breytast í ljósi
sögulegs samdráttar í fjárfestingum
í orkuiðnaðinum á heimsvísu vegna
COVID-19.
Kolaorkuverin verða
lykilframleiðandi í raforku
næstu 40 árin
Í meira en tvo áratugi hefur
raforkukynslóð Evrópu haft á
stefnuskrá sinni að fjárfesta einkum
í endurnýjanlegum orkugjöfum
og gasorkuverum. Það er nokkur
breyting frá því á áttunda og
níunda áratug síðustu aldar þegar
meginþunginn var opinberlega á
hefðbundin kola- og kjarnorkuver.
Í skýrslu VGB Powertech um
raforkuframleiðslu 2019/2020
kemur fram að þessi áherslubreyting
hafi einkum verið drifin áfram
af fjárstuðningi í einstökum
Evrópuríkjum við uppbyggingu
raforkuvera sem nýta endurnýjanlega
orku. Þangað hafi tækniþróuninni
einkum verið beint sem komi niður á
hefðbundnum kolaorkuiðnaði. Hins
vegar er bent á að líftími hefðbundins
kolaorkuvers sé um 40 ár og enn er
verið að byggja slík ver og taka í
notkun í Evrópu. Spár gera ráð
fyrir aukinni raforkuframleiðslu í
kolaorkuverum allt til 2040. Eftir
það muni lítillega draga úr hlutdeild
kolaorkuveranna fram yfir 2060 eftir
því sem verin úreldast og hætta
starfsemi.
Skammlífustu orkuverin
eru vind- og sólarorkuver
Líftími kjarnorkuvera er talinn vera
á bilinu 60 til 80 ár og vatnsorkuvera
um 100 ár. Óhagstæðustu orku-
verin hvað líftíma áhrærir eru
vindorkuverin og sólarorkuverin.
Endingartími þeirra er ekki talinn
vera nema um 20 til 30 ár.
Þörf á endurnýjun um 80%
orkuvera í Evrópu fyrir 2050
Mikil endurnýjunarþörf verður í
orkugeiranum á næstu áratugum í
Evrópu. Þannig er áætlað í skýrslu
VGB Powertech að með hliðsjón
af líftíma mismunandi virkjana og
pólitískri stefnu þýskra stjórnvalda
að fara að taka kjarnorkuver smám
saman úr notkun eftir 2022, þá
þurfi að endurnýja 30% núverandi
orkuvera fyrir árið 2030. Þá þurfi að
endurnýja um 80% raforkuveranna
fyrir 2050. Vandséð er að vistvænir
og endurnýjanlegir orkukostir muni
nema að óverulegum hluta geta
leyst kola- og kjarnorkuverin af
hólmi. Fyrir því eru skipulagslegar,
landfræðilegar og tæknilegar
ástæður. Bent er á í því samhengi
að undirbúningur, hönnun og
bygging eins kjarnorkuvers með
öllum tilskildum leyfisveitingum
taki um 10 ár. Á Íslandi þekkjum
við vel að bygging vatnsorku- og
jarðhitaorkuvera, sem og ákvarðanir
um lagningu rafstrengja, geta jafnvel
tekið mun lengri tíma, ekki síst vegna
umhverfissjónarmiða. Fljótlegasta
leiðin í Evrópu hefur sýnt sig vera
að endurnýja einfaldlega búnað
í kolaorkuverum sem þegar eru í
rekstri og jafnvel stækka þau.
Aukin raforkueftirspurn
kallar á byggingu hundraða
kolaorkuvera
Bara í Kína er talað um að aukin
raforkuþörf kalli á hundruð nýrra
kolaorkuvera, vegna þess einfald-
lega að aðrir orkugjafar eins og
vatnsorka, vindorka og sólarorka
muni ekki geta annað eftirspurninni.
Raforkuyfirvöld í Kína gera
ráð fyrir verulegri aukningu í
raforkuframleiðslu með kolum á
næstu tíu árum.
Brennsla á kolum til raforku-
framleiðslu minnkaði mjög í febrúar
vegna lokana fyrirtækja í kjölfar
útbreiðslu kórónavírussins í Kína.
Kolanotkunin tók aftur kipp upp á
við um leið og farið var að slaka
á hömlum vegna COVID-19 og er
nú að komast í svipað horf og var
í ársbyrjun.
Samkvæmt frétt Reuters 26.
maí síðastliðinn hafa yfirvöld í
Kína hvatt orkufyrirtækin til að
hraða endurskipulagningu 40
kolaorkuvera í landinu. Það felur
m.a. í sér sameiningu orkufyrirtækja
innan héraða sem mun markvisst
draga úr samkeppni.
Metnaðarfull markmið
skrúfuð niður
Inna Evrópusambandsins gerðu
menn sér vonir um að endur-
nýjanlegir orkugjafar stæðu undir
um 34% af raforkuframleiðslu í
ESB-ríkjunum nú á árinu 2020.
Voru þær væntingar langt umfram
þau markmið í loftslagsstefnu
ESB sem innleidd var í desember
2008 og gjarnan kölluð 20-20-20
pakkinn. Þessar væntingar hafa þó
alls ekki gengið eftir því hlutdeild
endurnýjanlegra orkugjafa í ESB-
ríkjunum, sem var um 8,5% árið
2004, var komin í 17,5% árið
2017 samkvæmt tölum IEA. Það
var því ansi langt frá væntingum
um 34% hlutdeild, en markmiðið
frá 2008 um 20% hlutdeild gæti
þó náðst. Sér í lagi þar sem hægt
hefur verið á orkuframleiðslu, m.a.
í kolaorkuverum, vegna samdráttar
í iðnaði vegna COVID-19.
Nú hafa ESB-ríkin sett sér nýtt
og öllu metnaðarminna markmið og
gert samkomulag um að hlutdeild
endurnýjanlegra orkugjafa í
raforkuframleiðslu verði komið í
32% árið 2030. Líklegt er að vegna
minnkandi orkunotkunar í Evrópu
samfara samdrætti í rekstri vegna
COVID-19, þá muni hlutdeild
endurnýjanlegu orkunnar hífast
talsvert upp á þessu ári. Það mun
þó nær örugglega ganga til baka um
leið og hjól atvinnulífsins komast á
fullan snúning á nýjan leik.
Þjóðverjar opna sitt
stærsta kolaorkuver
Í þessu samhengi hefur vakið
athygli að Þjóðverjar mættu aukinni
eftirspurn eftir raforku nýlega
með opnun Datteln-4, stærsta
kolaorkuvers þar í landi, en það
er í eigu Uniper. Þetta orkuver er
með 1.100 megawött í uppsettu
afli og kostaði 1,5 milljarða evra.
Til samanburðar er stærsta virkjun
Íslendinga, Fljótsdalsvirkjun
(Kárahnjúkavirkjun), 690 megavött.
Samkvæmt frétt Bloomberg er það
talið ógna síðustu markmiðum
Angelu Merkel Þýskalandskanslara
í loftslagsmálum.
Staða Kínverja verður
stöðugt sterkari
Fólk ætti að fara varlega að
gera grín að Kínverjum þegar
kemur að orkumálum. Bandarísk
stjórnvöld hafa verið að sperra sitt
stél gagnvart Kínverjum í ljósi
yfirburðastöðu sem leiðandi þjóð
frá stríðslokum. Sú staða virðist þó
vera að breytast hröðum skrefum
Kínverjum í hag. Líklegt er að
mikill samdráttur í fjárfestingum í
orkugeiranum á heimsvísu vegna
COVID-19 muni auka á forskot
Kínverja í orkuuppbyggingu. Þeir
virðast halda ótrauðir áfram. Þó
áhættu- og fagfjárfestar á markaði
haldi að sér höndum. hafa þeir
fjármagnað byggingu kolaorkuvera
í að minnsta kosti 14 löndum.
Gríðarmikil kolaorkuframleiðsla
Mikið er talað um losun kol tví-
sýrings (CO2) og digurbarka-
legar yfir lýsingar settar fram um
að fækkun bifreiða sem brenna
jarðefnaeldsneyti breyti þar öllu.
Það er vissulega göfugt markmið,
en mengun frá bílum eru samt
smámunir í samanburði við
mengun af völdum kolabrennslu
í heiminum til framleiðslu á
rafmagni. Þessi kolabrennsla hefur
að verulegu leyti verið utan sviga
í alþjóðasamningum um viðleitni
við að draga úr losun á CO2.
Kaldhæðnin í þessu öllu saman
er að kolaorkuverin framleiða að
drjúgum hluta þá raforku sem m.a.
er notuð í yfirlýstum vistvænum
tilgangi eins og að hlaða rafbíla,
til rafhitunar húsa, til að keyra
kælikerfi húsa og fleira.
Kínverjar með yfir milljón
megavatta rafal í kolaorku
Kínverjar voru með í uppsettu afli
í kolaorkuverum sem nam samtals
1.004.948 megavött (um 1.005
gígavött) í janúar 2020, samkvæmt
tölum Statista. Til samanburðar
eru Bandaríkin í öðru sæti með
framleiðslugetu kolaorkuvera
upp á 246.187 megavött. Indland
kemur svo í þriðja sæti með uppsett
afl í sínum kolaorkuverum upp á
228.964 megavött. Rússar eru
í fjórða sæti með 46.862 MW,
Japan í fimmta sæti með 46.682
MW, Þýskaland í sjötta sæti
með 44.470 MW, Suður-Afríka
í sjöunda sæti með 41.435 MW,
Suður-Kórea er í áttunda sæti með
37.600 MW, Indonesía er í níunda
sæti með 32.272 MW og Pólland er
í tíunda sæti með 30.870 megavatta
framleiðslu í kolaorku.
Kjarnorkan ekki hálfdrættingur
á við kolaorkuna
Kjarnorkuframleiðslan í heiminum
er ekki hálfdrættingur á við
kolaorkuverin. Samkvæmt tölum
IAFA voru 451 kjarnorkuver
starfandi í 31 landi í heiminum
árið 2018 með framleiðslugetu upp
á 424.937 megavött. Þá voru 53
kjarnorkuver til viðbótar í byggingu
og önnur 200 á teikniborðinu
samkvæmt áætlun um byggingu
kjarnorkuvera til 2030. Bandaríkin
voru langöflugust í framleiðslu á
raforku í kjarnakljúfum árið 2018,
með samtals 101 kjarnorkuver og
þar af tvö í byggingu. Frakkland
var þá með 58 kjarnorkuver, en
höfðu lokað tveim og voru með
eitt nýtt í byggingu. Í þriðja sæti
á árinu 2018 voru Kínverjar með
46 starfandi kjarnorkuver og 11 í
byggingu heima fyrir og önnur 32
í byggingu m.a. í öðrum löndum.
Rússland var svo í fjórða sæti
með 36 starfandi kjarnorkuver og
6 ný í byggingu auk 16 í öðrum
löndum. Síðan kom Suður-Kórea,
Indland, Kanada, Úkraína, Svíþjóð
og Þýskaland.
FRÉTTASKÝRING
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Kaldur veruleikinn í orkumálum hefur sjaldnast haldist í hendur við væntingar og drauma um vistvænan heim:
Aukinni rafvæðingu í heiminum hefur verið
mætt með stórauknum bruna á kolum
– Kolaorkuverin munu samkvæmt spám gegna lykilhlutverki í raforkuframleiðslu Evrópu og alls heimsins næstu 30 til 40 árin
Spár gera ráð fyrir að hlutdeild kolaorkuvera í raforkuframleiðslu í heiminum haldi áfram að aukast fram til 2040.
Hið glænýja Datteln-4 kolaorkuverið í Þýskalandi. Það getur framleitt um 1,6
sinnum meiri raforku en Fljótsdalsvirkjun (Kárahnúkavirkjun).