Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júní 2020 31 ÍSLAND ER LAND ÞITT Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ZETOR VARAHLUTIR Uppfyllir staðalinn EN 20345: 2011 S5 CI SRC Stærðir: 38-48 NoraMax S5 öryggisstígvél Verð: kr. 10.990,- KH Vinnuföt • Nethyl 2a • 110 Reykjavík • Sími: 577 1000 • info@khvinnufot.is • www.khvinnufot.is Einstaklega létt og lipur öryggisstígvél með tá- og naglavörn. Stígvélin eru framleidd úr pólýúretan sem gerir þau létt og slitsterk. Mjúk innlegg fylgja með. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi: Ný og óvenjuleg sumarsýning opnuð Sumaropnun Heimilis iðnaðar­ safnsins á Blönduósi hefur nú tekið gildi og er opið alla daga frá kl. 10 til 17 fram til 31. ágúst en eftir það er opnað fyrir hópa eftir samkomulagi. Við sumaropnun er ævinlega boðið upp á nýja sérsýningu og í þetta sinn er það Arkir bókverkahópur sem stendur að sumarsýningunni. Innan hans eru 11 listakonur, nokkrar erlendar listakonur eiga einnig verk á sýningunni en þær eiga það sameiginlegt að hafa dvalið á Textíllistamiðstöðinni í Kvennaskólanum á Blönduósi. Bóklist og textíllist tvinnast saman Nafn sýningarinnar vísar til nýrra „Spora“ sem má ef til vill rekja til troðinna slóða, rótgróinna aðferða og leiða í íslensku textílhandverki að fornu og nýju. Nokkur verkanna hafa beina skírskotun til muna Heimilisiðnaðarsafnsins, vísa til minninga fyrri kynslóða, textílhefða, útsaums, vefnaðar, jurtalitunar, auk þess að vera innblásin af náttúru Íslands, menningu kvenna og sögu. Sjaldgæft er að listgreinar á borð við bóklist og textíllist tvinnist saman en hér ná listakonurnar að nýta sér tækni og aðferðir textíllista við bókverkagerð og sameina þannig myndlist, hönnun og handverk. Fram kemur á vef Heimilis­ iðnaðarsafnsins að sýningin sé einstaklega falleg og muni veita safngestum nýja og fjölbreytta sýn á margs konar handíð „og hve óendanlega er hægt að nýta safnkostinn sem uppsprettu hugmynda að nýrri nálgun til ólíkra verka“. Vegna sérstakra aðstæðna voru ekki tök á að opna sýninguna formlega en vonir standa til að það verði gert síðar í sumar. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Eigum á lager nýja kynslóð af MultiOne EZ-7 liðléttingum sem eru 100% rafknúnir með góða endingu á rafhlöðunni. Frábær fjölnotavél með 1600 kg lyftigetu og möguleika á ýmsum aukahlutum. Vélarnar afhendast með skóflu og taðgreip. Hafðu samband við Ívar Atla í síma 590 5116 eða sendu línu á iab@klettur.is. Ný kynslóð 100% rafmagn! Arkir, bókmenntahópur stendur að sumarsýningu Heimilisiðnaðarsafnsins í ár. er að gera mjaltir hagkvæmari. „Þetta kemur allt saman, við lærum eitthvað nýtt í hvert sinn sem við mjólkum.“ Fetaostur og konfekt Hún frystir mjólkina og segir hana ekki tapa eiginleikum sínum við það. „Sauðamjólk er ein næringar­ ríkasta mjólk í heimi og hefur marga kosti aðra, það er til að mynda hægt að búa til þrisvar sinnum meira af osti úr sama magni af sauðamjólk heldur en kúamjólk. Nýtingin er mun betri,“ segir Ann­Marie, sem sinnir framleiðslunni að haustinu. Í fyrra gerði hún m.a. fetaost sem kall­ aðist Kubbur. Hann var til með mis­ munandi kryddlegi en Ann­Marie notaði meðal annars chili, rósmarín og hvítlauk. Viðtökur neytenda voru mjög góðar. „Það var mikil eftir­ spurn eftir þessum osti og fólki þótti hann góður,“ segir hún. Vöruþróun er í gangi og telur hún ekki ólíklegt að bjóða upp á fleiri vörur úr sauðamjólk þegar fram líða stundir. Þegar framleiðir hún gæðakonfekt þar sem hún nýtir mysu sem til fellur við ostagerðina. Konfektið var selt í viðarkössum sem framleiddir voru úr lerki úr Fljótsdalnum. „Konfektið sló í gegn, fólk var mjög hrifið af því og það var mjög vinsælt. Það skiptir líka miklu máli að geta nýtt mysuna og gert úr henni verðmæti.“ Ann­Marie hefur farið með vörur sínar á markaði, meðal annars REKO og jólamarkað austfirskra skógarbænda þar sem vörur hennar hafa gengið mjög vel. Þá hefur hún einnig framleitt upp í pantanir frá fólki. „Ég var einkum og sér í lagi með mínar vörur á Austurlandi í fyrra og það var aðalmarkaðssvæðið, en ef til vill mun ég horfa til fleiri landshluta og þá kannski höfuðborgarsvæðisins þegar framleiðslan er komin á rekspöl.“ Sjálfbærni og matargerð Ann­Marie hefur búið á Íslandi frá árinu 2016, en hún ólst upp í norðurhluta Þýskalands. Hún er með meistaragráðu í menningarlegri mannfræði frá Johannes­Gutenberg Universität í Mainz. Áhugamál hennar eru m.a. sjálfbærni og matargerð en hún hefur sótt fjölmörg námskeið á þeim sviðum, m.a. hjá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, ostagerðarnámskeið á Erpsstöðum og setið ísgerðar­ námskeið í útlöndum. „Ég er einnig í sambandi við fólk hér og hvar í heiminum sem er að framleiða vörur úr sauðamjólk og afla mér þannig þekkingar. Ég hef nýtt fríin mín til að heimsækja erlend bú sem vinna úr sauðamjólk. Áhuginn er mikill og ég geri ráð fyrir að fleiri vörur líti dagsins ljós í fyllingu tímans,“ segir Ann­Marie. /MÞÞ Konfekt úr gæðasúkkulaði með fyllingu úr sauðamjólk og/eða mysu. Kassarn- ir voru framleiddir úr lerki úr Fljótsdal, Hörður Már Guðmundsson smíðaði þá. Í kössunum eru upp lýsingar um félagið Sauðagull og um lerkikassann sjálfan. Í staðinn eru spjöld með upplýsingum um félagið Sauðagull og um lerkikassa. Viðskiptavinir geta fengið áfyllingu á kassann í haust eða vetur, nú eða notað hann áfram í annað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.