Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júní 202022 Komið hefur í ljós að bankar og fjárfestingafyrirtæki sem staðsett eru á Bretlandseyjum hafa fjárfest gríðarlega í þremur brasilískum kjötvinnslufyrirtækjum sem sökuð eru um mikla skógar­ eyðingu í Amason undan farin ár. Rannsóknin var gerð af Guardian, Unearthed og the Bureau of Investigative Journalism. Upphæðin sem um ræðir er sögð vera 1,5 milljarðar Bandaríkjadala sem jafngildir tæpum 199 milljörðum íslenskra króna. Í kjölfar fjár­ festinganna hafa þúsundir hektara af skóglendi verið felldir í Brasilíu til að ryðja land til nautgripaeldis og er stór hluti afurðanna fluttur út. Bankar og skógareyðing Meðal fjármálafyrirtækja sem nefnd eru í þessu sambandi eru Crédit Agricole, Deutsche Bank og Santander og eru fyrirtæki sögð hafa fjárfest í brasilísku fyrirtækjunum Marfrig, sem er annar stærsti kjötframleiðandi í Brasilíu, og Minerva, sem er næststærsti kjötútflytjandi landsins. Auk þess sem bresk fjármálafyrirtæki eru sögð eiga tugmilljóna hlut í JBS sem er stærsta kjötframleiðslufyrirtæki í heimi. Öll þessi kjötvinnslufyrirtæki hafa verið tengd við ólöglegt skógar­ högg í Brasilíuhluta Amason­ skóganna. Talsmenn brasilísku fyrir­ tækjanna þvertaka fyrir að eiga nokkurn þátt í skógareyðingu í Amason en segja á sama tíma að ekki sé nokkur leið að fylgjast með því hvaðan kjötið er upprunnið. Háar upphæðir Samkvæmt upplýsingum Guardian, Unearthed og the Bureau of Investigative Journalism fjárfesti HSBC banki í Manefrig og Minerva fyrir 1,1 milljarð bandaríkjadali á árunum 2013 til 2019 en það jafngildir tæpum 145 milljörðum íslenskra króna. Auk þess sem bankinn á hlutabréf í JBS fyrir þrjár milljónir dali, eða tæpar 400 milljónir króna. Af öðrum fjármálafyrirtækjum sem sögð eru hafa fjárfest mikið í brasilískum kjötframleiðslu­ fyrirtækjum sem hafa tengsl við skógareyðingu eru fjár festinga­ fyrirtækin Schroders, Standard Life Aberdeen og Lífeyrissjóðurinn Prudential UK. Reglur um fjárfestingar og umhverfisáhrif Nýjar reglur sem eru í vinnslu hjá Evrópusambandinu gera ráð fyrir að fjármálafyrirtæki sem starfa innan sambandsins verði í framtíðinni að gera grein fyrir þeim umhverfisáhrifum sem fjárfestingar þeirra geti haft. /VH TÆKNI&VÍSINDI UTAN ÚR HEIMI Sólarorkuverin leggja undir sig dýrmætt ræktarland Hoa Hoi-sólarorkuverið í Hoa Hoi-kommúnu í Phu Yen-héraði miðsvæðis í Víetnam. Mynd / vir.com.vn Hoa Hoi­sólarorkuverið í Hoa Hoi­kommúnu í Phu Yen­héraði miðsvæðis í Víetnam hóf raforku­ framleiðslu 10. júní 2019. Þetta risastóra raforkuver sýnir glöggt að sólarorkuver eru langt frá því að geta talist náttúruvæn. Sólarorkuverið í Hoa Hoi er engin smásmíði og kostaði 214,35 milljónir dollara í byggingu. Hún er með framleiðslugetu upp á 257 megavött, en til samanburðar við einingu sem við þekkjum vel er Fljótsdalsstöð (Kárahnjúkavirkjun) 690 megavött. Í orkuverinu eru 752.640 PV sólarspeglar og undir þá fór dýr­ mætt ræktunarland sem svarar til 250 hektara. Sólarorkuverið er hið stærsta sinnar tegundar á miðsvæði Víetnam. Það tók aðalverktaka fram­ kvæmdanna, Shanxi Electric Power Engineering Co Ltd, sem er í eigu China Energy Engineering Group, marga mánuði að finna stað undir orkuverið og að semja við heimamenn. Það olli líka nokkrum áhyggjum að aðalverk­ takinn við framkvæmdina kemur frá einu mesta kolahéraði í Kína. Þá er endingartími sólarsella í slíkum sólarorkuverum og vindorkuverum ekki sagður vera nema 20–30 ár á meðan starfstími vatnsaflsstöðva er 100 ár. /HKr. Bankar og fjármálastofnanir: Fjárfest í skógareyðingu Í kjölfar fjárfestinga breskra og evrópskra fjármálafyrirtækja hafa þúsundir hektarar af skóglendi verið felldir í Brasilíu til að ryðja land til nautgripaeldis. Gripaflutningar til sjós: Dóp og dýraníð Undir lok maí var gripaflutninga­ skipið Neameh, sem var að flytja nautgripi frá Kólumbíu til Egypta lands, stoppað af spænsk­ um fíkni efna lögreglumönnum skömmu eftir að skipið sigldi inn í Miðjarðar hafið. Um borð í skipinu, sem siglir undir panömsku flaggi, voru 4000 nautgripir og lék grunur á að um borð væru einnig nokkur tonn af kókaíni sem ætti að smygla til Egyptalands. Að sögn þeirra sem tóku þátt í aðgerðinni voru aðstæður um borð hræðilegar, mykja og dýrahræ um allt og lyktin svo slæm að ekki var hægt að nota fíkniefnahunda við leitina. Að sögn lögreglunnar voru allt of margir gripir um borð miðað við stærð skipsins og aðstæður um borð eins og í helvíti og engu líkara en að gripirnir hefðu þurft að líða illa meðferð til að magna upp óþrifnað­ inn og þannig gera leit að kókaíninu óframkvæmanlega. Kannast ekki við illa meðferð Eigendur skipsins, sem eiga nokkur skip sem eru í reglulegum gripa­ flutningum milli landa, þvertaka fyrir að meðferð á dýrunum hafi verið á nokkurn hátt ábótavant og fullyrða að vandamál með dýrin hafi ekki komið upp fyrr en lögreglan kom um borð. Þeir segja að spænsk yfirvöld hafi bannað að nokkrir lifandi né dauðir gripir yrðu fluttir í land, tafið ferðina og komið í veg fyrr að skipverjar fengju að sinna gripunum eðlilega. Lögreglan á öðru máli Talsmenn lögreglunnar segja hins vegar að fnykurinn frá mykjunni og rotnandi hræjum hafi fundist langa leið frá skipinu og að þeir hafi þurft að notast við öndunarbúnað til að geta sinnt leitinni í lestum þess þar sem allt flaut í mykju og innan um rotnandi hræ nautgripa sem höfðu drepist á leiðinni yfir hafið. Að sögn lögreglunnar var einnig auðséð að margir gripanna voru veikir og það vannærðir að þeir gátu ekki staðið í fæturna. Leit hætt Eftir nokkra daga var leit hætt um borð í skipinu og því leyft að sigla áfram á áfangastað í Egyptalandi. Samkvæmt skýrslu skipstjórans drápust 34 gripir við flutningana en enginn dauður gripur fannst um borð og því líklegt að þeim hafi verið varpað fyrir borð eftir að leit lögreglunnar lauk. Samkvæmt lögum er bannað að varpa hræjum í Miðjarðarhafið. Samkvæmt skýrslu landbún­ aðar ráðuneytis Egyptalands, sem kannaði ástand gripanna eftir að þeir komu til landsins, var ástand þeirra hræðilegt, rými of lítið og dýrin bæði skítug og vannærð. / VH Gripaflutningaskipið Neameh, sem stoppað var við Spán vegna gruns um að smygla kókaíni innan um lifandi en illa hirta nautgripi sem var verið að flytja frá Kólumbíu til Egyptalands. Rotþrær við svínabú. Heilsa og matvælaframleiðsla: Úrgangur frá fæðustöðvum mengar grunnvatn Með auknum verksmiðjubúskap færist sífellt í aukana að kjúkling­ ar, svín og nautgripir hafa ekki aðgang að landi og dýrin alin upp í lokuðum húsum eða við fóður­ stöðvar. Heilbrigðisyfirvöld í Minnesota­ ríki í Norður­Ameríku segja fulla ástæðu til að hafa áhyggj­ ur af úrgangi frá fæðustöðvum, feedloads, í ríkinu og víðar í Bandaríkjunum. Í Minnesota er talið að yfir 3.000 vatnslindir séu alvarlega mengaðar og að vatnsgæði þeirra séu 85% yfir þeim mörkum sem eðlilegt þykir fyrir drykkjarvatn, sé litið til saurgerlamengunar og mengunar af völdum niturs og fosfór. 18.000 fæðustöðvar með safnþróm Víða í Minnesota safnast upp mikið magn af búfjárskít í uppistöðu­ lónum frá búfjárrækt og er nú svo komið að afrennsli frá lónunum er farið að menga grunnvatn með þeim afleiðingum að það verður ódrykkjarhæft. Samkvæmt tölum heilbrigðisyfirvalda eru um 80 milljónir gripa í ríkinu, aðallega kjúklingar, svín og nautgripir, sem losa frá sér milljónir tonna af skít og menga bæði ár og vötn með ni­ tri og fosfór. Um 18.000 fóðrunar­ stöðvar með safnþróm eru skráðar í ríkinu og er sú stærsta sögð hýsa um 125.000 kjúklinga á dag. Heilbrigðisyfirvöld í Minnesota segja að aukin saurgerla­, nitur­ og fosfórmengun í grunn­ og drykkj­ arvatni haldist í hendur við fjölgun fæðustöðva í ríkinu. Einnig er bent á að notkun á tilbúnum niturríkum áburði hafi aukist samfara minni notkun á búfjáráburði við kornrækt. Minna súrefnisflæði Samkvæmt Alþjóða heilbrigðis­ stofnuninni getur niturmengað vatn valdið krabbameini og því sem kallast blue baby syndrom vegna minni súrefnisflæðis í blóði ungbarna. Mikið magn niturs og fosfór veldur einnig auknum þörunga­ blóma í ám og vötnum sem getur verið skaðlegt heilsu bæði manna og dýra. /VH Nýsmíði rotþrór við fóðrunarstöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.