Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júní 202018 HROSS&HESTAMENNSKA Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR í flestar gerðir dráttarvéla FRÉTTIR Íslendingar hafa tekið vel við þeirri hvatningu að ferðast innanlands í sumar. Á tjaldstæðinu á Minni-Borg í Grímsnesi, þar sem þessi mynd var tekin, gat t.d. að líta mikinn fjölda hjólhýsa, tjaldvagna, fellihýsa og húsbíla um síðustu helgi. Ljóst er þó að fólk er farið að bera saman bækur sínar varðandi verðlagningu á tjaldstæðum og lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Virðist þegar vera tilhneiging til að fólk forðist þau tjaldstæði sem verðleggja sig hæst. Mikill munur getur verið þar á og ekki síður ef fólk kýs að nýta sér rafmagnstengingar á tjaldstæðum. Mynd / HKr. Bríet Anja Birgisdóttir, 10 ára, með „Speslúða“. Lúðóttur hrútur á bænum Sporði Óvenjulegur litur er á hrútnum sem kom nýleg í heiminn á bænum Sporði í Húnaþingi vestra en hann er lúðóttur. Á bænum búa Oddný Jósefsdóttir og Þorbjörn Ágústsson með um 160 ær. „Ég kalla hann Speslúða,“ segir Oddný og hlær. Á annarri myndinni er Bríet Anja Birgisdóttir, 10 ára, barnabarn Oddnýjar og Þorbjörns, með hrútinn og á hinni er „Speslúði“ í öllu sínu veldi með sitt sérstaka höfuð. /MHH Þokkalegur rekstur hjá Norðlenska í fyrra og fór batnandi – Forgangsverkefni að komast úr óhagstæðu leiguhúsnæði og hlúa að kjarnarekstri Rekstrarumhverfi afurða- stöðva hefur verið nokkuð bág- borið undanfarin ár og hefur Norðlenska ekki farið varhluta af því. Ytri aðstæður hafa verið grein­ inni erfiðar en framleiðslukostnaður hefur hækkað jafnt og þétt undanfar­ in ár og ræður þar miklu að launa­ kostnaður og kostnaður við flutn­ inga hefur hækkað verulega umfram almennt verðlag. Þetta kemur fram í fréttabréfi sem Norðlenska hefur gefið út. Þar segir einnig að til að bregðast við og eins því að afkoma félagsins hafi verið óviðunandi hafi verið ráð­ ist í margvíslegar hagræðingarað­ gerðir innan fyrirtækisins. Lokun á Höfn stærsta hagræðingaraðgerðin Stærsta einstaka hagræðingar­ aðgerðin var lokun starfsstöðv­ arinnar á Höfn í Hornafirði sem lokað var um mitt síðasta sumar, 2019. Sláturhúsið á Höfn er í sameign Norðlenska (30%) og Sláturfélagsins Búa (70%) og er nú unnið að því með Búa að selja fasteignina eða koma henni í önnur not. Framlegð fyrirtækisins, afkoma fyrir afskriftir og skatta, var jákvæð um 175 milljónir króna í fyrra sam­ anborið við 139 milljónir króna árið þar á undan. Starfsstöð Norðlenska á Akureyri er í leiguhúsnæði og kemur fram að framlegðin fyrir liðið ár nemi 278 milljónum króna sé leiðrétt fyrir húsnæðisliðnum, en það er um 5,3% af veltu. Rekstrarkostnaður fyrirtækisins, annar en kjötkaup, lækkaði um 96 milljónir króna milli ára þrátt fyrir launa­ og aðrar kostn­ aðarhækkanir og lækkaði þar með um rúm 2% af veltu miðað við 2018. Óhagstætt húsnæði dregur niður afkomu Afkoma félagsins að teknu tilliti til afskrifta, fjármagnsgjalda og skatta var hins vegar neikvæð um 35millj­ ónir króna á liðnu ári samanborið við 66 milljónir króna árið 2018. „Það má því segja að undir­ liggjandi rekstur félagsins sé þokkalegur og batnandi en félagið er talsvert skuldsett og starfsemin á Akureyri í óhagstæðu húsnæði, bæði hvað varðar gæði húsnæðis og leiguverð, sem dregur afkomu þess niður. Það er forgangsver­ kefni stjórnenda og stjórnar að finna á þessum málum farsæla lausn samhliða því að hlúa áfram að kjarnarekstri félagsins,“ segir í frétt um rekstur og afkomu Norðlenska. /MÞÞ Starfsemi Norðlenska á Akureyri er í óhagstæðu leiguhúsnæði, bæði hvað varðar gæði húsnæðis og leiguverð, sem dregur afkomu þess niður. Höfuðstöðvarnar á Akureyri eru við Grímseyjargötu. Mynd / MÞÞ Sláturtíð hjá Norðlenska hefst örlítið síðar en vant er – Í auknum mæli leitað eftir innlendum starfsmönnum Sláturtíð hjá Norðlenska verður með svipuðu sniði nú í haust og verið hefur undanfarin ár. Slátrun hefst þó nokkrum dögum síðar þetta haustið og er gert ráð fyrir að byrjað verði 1. september. „Við ráðgerum einnig að leita í auknum mæli að innlendum starfsmönnum í sláturhúsið en slíkt hefur verið nær ómögulegt undanfarin ár,“ segir í fréttabréfi Norðlenska, sem nýverið kom út. Þar kemur líka fram að stjórn félagsins hafi ákveðið á síðasta fundi sínum að greiða 3,4% uppbót á sauðfjárinnlegg haustsins 2019. Uppbótin verður til greiðslu í júlí­ mánuði. Sala á lambakjöti hefur geng­ ið ágætlega frá síðustu sláturtíð en sem fyrr hefur Norðlenska selt meira lambakjöt en fellur til við slátrun hjá félaginu og brúað bilið með því að kaupa kjöt af öðrum sláturleyfishöfum. Kjötkaup hafa verið þyngri þetta árið en mörg hin fyrri sem hefur valdið nokkrum vandræðum en áhugi kaupenda á framleiðsluvörum félagsins er mikill. Fyrirkomulagi varðandi heimtöku breytt Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi varðandi sjálfkrafa heimtöku og lækka þyngdarmörk. Fyrirkomulagið nú verður þannig að allt undir 10 kg í DO1 og DP1 fer heim. Gert er ráð fyrir því að byrja að hringja út sláturfjárloforð seinni hluta júnímánaðar. Bændur geta einnig sent inn sláturfjárloforð með því að fara inn á heimasíðu Norðlenska. Fram kemur einnig að sláturtíð í fyrra hafi gengið vel og aldrei verið slátrað fleira fé í sláturhúsi félagsins á Húsavík, samtals um 100.500. Æskilegt að framleiðsla minnki ekki umfram það sem nú er Hraustlega hefur dregið úr sauðfjár­ rækt hin síðari ár og féll framleitt magn á landinu um rúm 7% milli áranna 2018 og 2019. Norðlenska hefur sem fyrr einbeitt sér að mestu að innanlandsmarkaði fyrir lamba­ kjöt auk útflutnings til Færeyja. Ljóst er að þegar framleiðsla dregst jafn mikið saman og raun ber vitni þá minnkar þörf á útflutningi. „Raunar er svo komið nú að æskilegt væri að framleiðsla minnki ekki mikið umfram það sem nú er svo tryggja megi hráefni fyrir innanlandsmarkað og þá erlendu markaði sem skást verðið greiða,“ segir í fréttabréfi Norðlenska. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.