Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júní 20208
FRÉTTIR
MAST kærir meinta sölu á
heimaslátruðu lambakjöti
– Afurðir markaðssettar á Facebook-síðum
Matvælastofnun hefur óskað
eftir lögreglurannsókn á meintri
ólögmætri dreifingu lambakjöts,
af gripum sem slátrað var heima
á bæ á Norðurlandi síðastliðinn
vetur. Tveir einstaklingar búsett
ir þar buðu lambakjöt til sölu á
samfélagsmiðli. Grunur leikur á
að kjötið komi úr heimaslátruðu
sauðfé.
Samkvæmt lögum um slátr-
un og sláturafurðir má einungis
dreifa og selja kjöt sem hefur
verið slátrað í löggiltu sláturhúsi
og heilbrigðisskoðað af dýra-
lækni á vegum Matvælastofnunar.
„Meint brot felst í því að taka til
slátrunar sauðfé utan sláturhúss
og setja á markað afurðirnar af
því fé án þess að það hafi verið
heilbrigðisskoðað í samræmi við
gildandi löggjöf. Einungis má
nýta afurðir af heimaslátruðu fé
til einkaneyslu,“ segir í tilkynn-
ingunni.
Tvö sauðfjárbú
Einar Thorlacius, lögfræðingur
hjá Matvælastofnun, segir málið
nú í höndum lögreglu að meta
hvort hún gefur út ákæru eða
fellir málið niður. „Um er að
ræða tvö sauðfjárbú. Það eina
sem við höfum í höndunum eru
auglýsingar á Facebook-síðum og
svör umræddra aðila eftir bréfa-
skriftir Matvælastofnunar við þá.
Við töldum svörin ófullnægjandi.
Rannsóknarheimildir okkar eru
hins vegar takmarkaðar – við
getum t.d. ekki kallað fólk til
yfirheyrslu – og því töldum við
eðlilegt að vísa málinu til lögreglu
til frekari rannsóknar.
Við getum ekki upplýst um
hvaða bæi er að ræða,“ segir
Einar. Hann vekur athygli á
fundargerð heilbrigðisnefndar
Norðurlands vestra frá 20. nóv-
ember 2019 þar sem bókað var
að úrgangur í gámum gefi til
kynna að talsvert sé um sölu og
heimavinnslu á kjöti í umdæminu.
Heilbrigðiseftirliti er þar falið að
reyna að áætla magn og meðferð
úrgangs í samráði við MAST
og sveitarfélögin sem koma að
rekstri Heilbrigðiseftirlitsins. „Ef
um er að ræða heimaslátraðar
afurðir sem reynt er að selja án
þess að það hafi tekist er væntan-
lega um að ræða tilraun til brots á
þágildandi löggjöf um slátrun og
sláturafurðir (þessi ákvæði eru nú
komin inn í lög um matvæli). En
þetta mun lögreglan væntanlega
rannsaka nánar,“ segir Einar.
/smh
Útskriftarhópur garðyrkjunema 2020. Mynd
Brautskráning af garðyrkjubrautum Landbúnaðarháskóla Íslands:
Tuttugu og átta garðyrkjunemar
útskrifuðust af sex brautum
– Stefnir í metaðsókn að Garðyrkjuskólanum í haust
Brautskráning 28 nemenda af
garð yrkjubrautum Landbúnaðar
háskóla Íslands fór fram í Hvera
gerðiskirkju laugardaginn 30. júní
2020. Stór hópur fagnaði tímamót
unum þótt hafa þurfti takmörk
á fjölda gesta og hugað var að
sóttvörnum.
Björgvin Örn Eggertsson
brautarstjóri stýrði athöfninni og
fluttu Ragnheiður I. Þórarinsdóttir
rektor og Guðríður Helgadóttir
starfsmenntanámsstjóri ávarp.
Vel menntað fagfólk
Nemendum er óskað góðs gengis
og velfarnaðar og einkar ánægjulegt
að sjá þennan glæsilega hóp sem
á framtíðina fyrir sér í garðyrkju
á Íslandi enda tækifærin mörg og
rík þörf fyrir vel menntað fagfólk
í greininni.
Við athöfnina söng Einar Clausen
nokkur vel valin lög við undirleik
Jóns Kristófers Arnarsonar kennara,
á gítar og Ingólfs Guðnasonar braut-
arstjóra, á bassa.
Útskrift af sex brautum
Nemendur útskrifuðust af sex
brautum og voru veitt verðlaun
fyrir bestan árangur á hverri braut
fyrir sig. Af blómaskreytinga-
braut hlaut Íris Hildur Eiríksdóttir
verðlaun fyrir bestan árangur.
Steinunn Gunnlaugsdóttir af garð-
og skógarplöntuframleiðslubraut.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir af braut
lífrænnar ræktunar matjurta. Linda
María Traustadóttir af ylræktarbraut.
Níels Magnús Magnússon af skóg-
og náttúrubraut og Benedikt Örvar
Smárason af skrúðgarðyrkjubraut.
Dúx Garðyrkjuskólans að þessu
sinni var Elínborg Erla Ásgeirsdóttir
með einkunnina 9,64 og hlaut hún
bókagjöf frá skólanum. /VH
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, dúx, ásamt Guðríði Helgadóttur starfs
menntanámsstjóra.
480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is
Rúllugreipar, taðklær, skóflur og gaflar
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
STÝRISENDAR í flestar
gerðir dráttarvéla
Bætiefnið Vistbót frá Líflandi:
Dregur úr metanlosun
og bætir fóðurnýtingu
Lífland kynnir Vistbót sem er
fyrsta bætiefni sinnar tegundar
á Íslandi. Bætiefnið dregur úr
metanlosun og eykur nýtingu
fóðurs hjá nautgripum.
Helgi Eyleifur Þorvaldsson,
fóðurráðgjafi hjá Líflandi, segir
að Lífland hafi unnið að því í sam-
starfi við Trouw Nutrition, sem er
alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki á sviði
fóðurfræða, að kynna bætiefnið
Vistbót á íslenska markaðnum en
efnið dregur úr metanlosun, CH4,
hjá nautgripum. Auk þess sem bæti-
efnið bætir nýtingu fóðurs.
Metan sem myndast vegna
iðragerjunar er í raun orka sem
gæti nýst jórturdýrum en tapast
sem gastegund út í andrúmsloftið
sökum líffræðilegs ferlis í meltingu
dýranna sem miðar að því að losa
meltingarkerfið við umfram vetni.
Hvernig virkar Vistbót?
„Bætiefnið sem kallast Vistbót er
einstakt að því leyti að það dregur
úr metanlosun að lágmarki um 10%
og bætir nýtingu fóðurs um 6% hjá
nautgripum og er því skref í átt að
kolefnisjöfnun í nautgriparækt á
Íslandi.
Árangur Vistbótar næst með
samspili notkunar náttúrulegra
kjarnaolía og lifandi góðgerils.
Bætiefnið breytir samsetningu
örveruflórunnar í vömbinni svo
minni virkni verður meðal frum-
dýra sem mynda tvívetni sem er
önnur af byggingareiningum met-
ans.“
Að sögn Helga má lýsa virkni
efnisins á eftirfarandi hátt.
„Bætiefnið er samsett úr nokkrum
gerðum af náttúrulegum ilmkjarna-
olíum sem eru að stærstum hluta
unnar úr kóríanderfræjum, gulrót
og fleiri plöntum. Náttúrulegar
kjarnaolíur draga úr starfsemi frum-
dýra í vömb sem mynda vetni svo
minna magn af byggingarefni fyrir
metan verður í boði. Örverur sem
þurfa á vetni að halda keppa meira
um það sem í boði er og minnka
þannig vetni sem þarf að losa út
sem metan.
Samhliða þessu heldur lifandi
góðgerill, Saccharomyces cerevisi-
ae, sýrustiginu í vömbinni stöðugu
og við þannig aðstæður dafna best
þær örverur sem melta tréni og
mynda úr því ediksýru í stað met-
ans. Því meira tréni sem meltist án
metanmyndunar, því betri orkunýt-
ing verður á hverju kílói fóðurs sem
skilar sér í aukinni nyt.
Virka efnið í Vistbót dregur úr
starfsemi frumdýra, protozoa, sem
gerja sellósa og skilja eftir mikið
magn af vetni sem fornbakteríur,
archea, nota til að mynda metan, en
vetni er annað tveggja byggingar-
efna metans, hitt er kolefni.
Lifandi gerilinn ýtir hins vegar
undir starfsemi ediksýrubakter-
ía sem einnig vinna á sellulósa.
Ediksýrubakteríur nota vetni hins
vegar til að búa til ediksýru sem
nýtist til að mynda mjólk og mjólk-
urfitu.“
10 til 13% minni metanlosun
Vegna metanlosunar jórturdýra tap-
ast um 7 til 8% af þeirri orku sem
þau innbyrða. Helgi segir að fjöldi
óháðra og ritrýndra rannsókna á
Vistbót sýni að með notkun þess
megi minnka metanlosun um 10%
til 13% á kú á dag og á sama tíma
búast við skilvirkari nýtingu fóðurs
um 6%. „Þá má búast við að naut-
gripir í eldi sýni fram á allt að 8,5%
betri fóðurnýtingu og 5,7% meiri
þyngingu með notkun Vistbótar.
The Carbon Trust Assurance Ltd.
hefur vottað virkni efnisins.“
Helgi segir að til þess að bæti-
efnið virki sem skyldi þurfi að gefa
það í að minnsta kosti fjórar vikur
en það er sá tími sem þarf til að
breyta örverustarfsemi í vömb.
Efnið er fáanlegt hjá Líflandi,
bæði eitt og sér og sem bætiefni á
duftformi og í steinefnablöndunni
Búkollu Hámark. /VH