Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júní 202040 Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum Hænsni hafa verið alin í sveitum landsins um aldaraðir og á seinni árum hefur hænsnahald í þéttbýli færst í vöxt. Samkvæmt upplýs- ingum frá Félagi eggjabænda er talið að um 250.000 varphænur séu á búum sem stunda eggja- framleiðslu á Íslandi. Til viðbótar eru hænur taldar vera á 300 til 400 heimilum, allt frá nokkrum fuglum upp í hátt í 100 hænsni á hverjum stað. Hér verður stuttlega fjallað um sníkjudýr hænsna á Íslandi. Annars vegar sníkjudýr sem fundust nýver- ið við rannsóknir á níu aðskildum hænsnahópum frá ýmsum stöðum á landinu, hins vegar tegundir sem eru taldar hafa fundist á Íslandi um og eftir miðja síðustu öld. Samtals eru þetta 22 tegundir sníkjudýra. Nýlega var fjallað um þetta efni í grein í opnum aðgangi í ritinu Icelandic Agricultural Sciences (sjá: https://doi.org/10.16886/ IAS.2020.01 ). Uppruni hænsnastofnsins Heimilishænsn hérlendis eru lit- skrúðug og margbreytileg í útliti. Ýmsir hafa viljað kenna þennan stofn við landnámsöldina og tala um landnámshænur. Þetta er þó rang- nefni. Það hefur nefnilega komið í ljós að heimilishænsnin hérlendis eru afsprengi ítrekaðs innflutnings hænsna frá ýmsum Evrópulöndum, ekki hvað síst á 19. og öndverðri 20. öld. Innfluttu fuglarnir blönduðust svo hænum sem fyrir voru í landinu. Fyrir nokkrum árum héldu sér- fræðingar við Landbúnaðarháskóla Íslands, þau Albína Hulda Pálsdóttir og Jón Hallsteinn Hallsson, erindi sem þau nefndu Landnámshænan - Er góð saga gögnum betri? Fóru þau yfir erfða-, sagn- og forn- leifafræðileg gögn um uppruna og þróun íslenska stofnsins og komust að þeirri niðurstöðu að það væri goðsögn að hér væri sérstakur land- námsstofn. Sama gildir vitaskuld hvað varðar sníkjudýr í stofninum, þau hafa ítrekað borist til landsins með hýslum sínum á liðnum öldum. Sníkjudýrafánan í dag segir því ekkert um sníkjudýr raunverulegu landnámshænsnanna. Margvíslegir lífshættir og mismunandi aðsetursstaðir Flest sníkjudýr fylgja hýslum sínum í gegnum súrt og sætt, einkum þó tegundir sem hafa beina lífsferla eins og til dæmis svipudýr og hníslar (einfrumungar) og flestir þráðormar (til dæmis spóluormar, hárormar, botnlangaormar) sem lifa í meltingarvegi hænsnfugla. Þessi sníkjudýr fjölga sér beint, án að- komu annarra lífvera (millihýsla), þeir smitast við að fá í sig þolhjúpa eða egg sem upprunin eru úr driti fuglanna (saurmengun). Og svipað á við um óværutegundir eins og nag- lýs og fjaðurstafamítla sem lifa ævi- langt í fjaðrahaminum. Lífsferillinn er beinn, sníkjudýrin berast milli fugla við beina snertingu, oft meðan hænurnar liggja á ungunum. Ein hárormategundin (Capillaria caudinflata) sem lifir í meltingar- vegi hefur þó flókinn lífsferil, egg ormsins þroskast ekki nema hafa farið í gegn um meltingarveginn á ánamaðki, hænan smitast svo við að éta ánamaðk með þroskuðu eggi. Ánamaðkar eru líka smituppspretta svipudýrsins Histomonas melea- gridis, einfrumungs sem hér fannst um miðbik síðustu aldar en virðist nú horfin og afskaplega stopular heimildir eru til um. Þetta frumdýr lifir í botnlöngum og lifur hænsna og það dreifði sér milli hænsna með því að búa um sig inni í eggjum botnlangaormsins Heterakis gall- inarum. Slík egg, með svipudýrið innanborðs, voru svo gjarnan innan í ánamöðkum sem hænsnin lögðu sér til munns. Naglýs og fjaðurstafamítlar lifa stöðugt á fuglunum og drepast fljót- lega ef hýsillinn er yfirgefinn. Öðru máli gegnir um óværu sem sjaldnast lifir á fuglunum sjálfum, tegundir sem halda að mestu til í námunda við fuglana inni í hænsnahúsunum. Þetta eru vel hreyfanlegar tegund- ir sem eiga það sammerkt að lifa á blóði og þurfa þær því að færa sig reglulega yfir á fuglana til að ná sér í næringu. Hér á landi eru tvær skordýrategundir í þessum hópi. Önnur þeirra er hænsnaflóin Ceratophyllus gallinae, sem heldur sig mest í hreiðurkössunum. Þar eru flóalirfurnar frítt lifandi og éta ýmsan úrgang, einungis blóðsjúg- andi fullorðinsstigið lifir sníkju- lífi. Hin er veggjalúsin Cimex lect- ularis sem stundum fannst á árum áður í upphituðum hænsnahúsum. Þriðja blóðsjúgandi óværutegundin hér á landi er hinn illræmdi rauði hænsnamítill, Dermanyssus gall- inae. Meira um hann hér neðar. Nýlegu rannsóknirnar Alls fundust 11 tegundir sníkjudýra í þessari litlu könnun. Fjórar voru í meltingarvegi, þrjár tegundir hnísla (Eimeria spp.) svo og botnlanga- ormurinn Heterakis gallinarum. Útvortis fundust sjö tegundir, þrjár mítlategundir og fjórar tegundir naglúsa. Skoðum lífshætti mítlategund- anna. Þeir eru mjög ólíkir enda hafa þessi sníkjudýr aðlagast afar ólíkum aðstæðum. Nefnum fyrst fjaður stafamítilinn Syringo phylus bipecti natus sem lifir inni í holrými fjaðurstafanna. Hann er með langan sograna sem rekinn er út í gegn um vegginn til að sjúga upp vökva úr slíðrinu sem umlykur fjaðurstafinn. Þessi tegund fannst nýver- ið í fyrsta sinn hér á landi. Önnur tegund er fótamít- illinn Knemidocoptes mutans. Hann lifir í húð- inni á fótum. Með tímanum valda mítlarnir áberandi hrúðurmyndun- um, þykknunum og jafnvel örkumli þannig að fuglarnir hætta að geta gengið eðlilega. Mest ber á þessu hjá gömlum fuglum því einkennin ágerast með auknum aldri fuglanna. Þriðja tegundin er rauði hænsnsnamítillinn Dermanyssus gallinae. Sá heldur sig mest í rifum í innréttingum eða á setstöð- um fuglanna milli þess sem hann skríður yfir á fuglana til að sjúga úr þeim blóð. Mítillinn sækir í að sjúga blóð úr hænum að nóttu til og þar sem mikið er af þessum mítlum innandyra hætta hænur oft við að vilja fara inn í hús að næt- urlagi. Í rannsókninni hafði rauði hænsnamítillinn náð sér svo vel á strik í litlum hænsnakofa í bak- garði á Reykjavíkursvæðinu að hann var talinn hafa drepið eina af fimm hænum í kofanum og jafn- framt orðið til þess að varp hinna snarminnkaði. Þegar að var gáð var gífurlegur fjöldi mítla í kofanum en hlýtt var innandyra því pera hafði verið notuð þar til upphitunar. Hér er um gamalgróna tegund að ræða. Frétt um tilvist rauða hænsnamít- ilsins hér á landi er til dæmis birt í Norðanfara árið 1879. Erlendis er þessi mítill vel þekktur vágestur í hænsnahúsum. Þegar smit nær sér á strik minnkar varp, fuglarnir verða órólegir og sumir geta drepist. Skyld tegund sem aldrei hefur samt fundist hér á landi, norræni fuglamítillinn Ornithonyssus sylviarum, lifir líka á blóði hænsna. Hann lifir að staðaldri á fuglunum sjálfum og er jafnan talinn vera eitt alvarlegasta sníkju- dýr sem herjað getur á hænur. Til mikils er að vinna að þessi tegund berist ekki til Íslands. Fjórar naglúsategundir fundust. Tvær þeirra (Goniocodes gallinae og Lipeurus caponis) lifa einvörðungu á fiðurpróteinum en hinar tvær (Menopon gallinae og Menacanthus stramineus) eru illskeyttari því þær geta einnig sært húðina (eru með bitkjálka) og lapið í framhaldinu upp vökva sem þar rennur út. Heilbrigðar hænur halda naglúsum í skefjum með því að plokka þær úr fjaðrahamnum með nefinu og drepa með því að kyngja þeim. En skaddist nefbroddurinn við slys eða misvöxt, eða þá að veikindi lama þrek fuglsins til að tína lýsnar í burtu - þá fjölgar naglúsunum hratt þannig að eftir tiltölulega stuttan tíma verða fuglarnir grálúsugir. Dæmi um slíkt fundust í rannsókninni, þar fundust upp í 5000 lýs á hænu sem fannst svo dauð. Eldri rannsóknir Ellefu aðrar tegundir eru á lista um sníkjudýr sem talið er að hafi fundist í hænsnum hér á landi. Þrjár þeirra eru frumdýr, gródýrið Cryptosporidium meleagritis og tvær svipudýrategundir: Trichomonas gallinarum sem lifir í koki og efri hluta öndunarvegar og áðurnefnda tegundin Histomonas melagritis sem orsakar veiki sem nefnd er svarthöfðasótt. Þessara tegunda var ekki leitað í áðurnefndri rannsókn þar sem fuglarnir höfðu verið frystir en það kemur í veg fyrir að hægt sé að leita þeirra (lifandi) með beinni skoðun. Slíkt mætti þó auðveldlega gera með sameindalíffræðilegum aðferðum. Fimm þráðormar sem lifa í meltingarvegi fundust ekki heldur við nýlegu athuganirnar. Þetta eru hænsnaspóluormurinn Ascaridia galli og hárormategundirnar Capillaria annulata, C. obsignata, C. contorta og C. caudinflata. Og naglúsin Goniodes dissimilis fannst ekki heldur en vitað er að sú lifði á hænum á Álftanesi fyrir um 30 árum. Líklegt er að hún leynist enn hérlendis, jafnvel fleiri tegundir. Fyrir tæpri hálfri öld var einnig þekkt að veggjalýs Cimex lectularius lifðu stundum í hænsnahúsum, síðast var vitað um hana á hænsnabúi í Kópavogi en fljótlega tókst að útrýma henni. Á seinni árum hefur veggjalús ítrekað borist til landsins með ferðalöngum en hvort hún hefur í framhaldinu tekið sér bólfestu í hænsnahúsum er óþekkt. Stundum sækir lúsflugan snípulodda Ornithomya chloropus á hænur. Hún sýgur blóð og er algeng að sumarlagi á sumum villtum fuglum en ekki er vitað til þær hafi orðið vandamál í hænsnaeldi. Annað eru uppi á teningnum varðandi hænsnaflóna Ceratophyllus gallinae sem stundum nær sér á strik. Fyrir nokkrum vikum – um hávetur – fundust hundruð flóa og flóalirfa í hreiðurkössum í litlu upphituðu hænsnahúsi á landsbyggðinni. Þessi tegund er algeng á spörfuglum og gæti flóin hafa borist með þeim í hænsahúsið. Vegna þess að þar var kynt og hlýtt innandyra getur flóin fjölgað sér á öllum árstímum en við náttúrulegar aðstæður eru fuglaflær yfirleitt ekki á ferli fyrr en í apríl. Og eru að mestu horfnar þegar kemur fram á sumar. Köldu mánuði ársins „þreyja þær þorrann og góuna“ á púpustigi í hreiðrum villtra fugla. Sníkjudýr sem lifa í blóðrás - og iðraormar sem allir hafa flókna lífsferla svo sem ögður (Digenea), bandormar (Cestoda) og krókhöfðar (Acantocephala) - hafa aldrei fundist í hænsnum hér á landi en finnast iðulega í hænsnum erlendis. Flestar tegundanna geta ekki fjölgað sér hérlendis þar sem nauðbundnir millihýslar þeirra eru ekki til staðar á Íslandi. Lokaorð Alls hafa 22 tegundir sníkjudýra verið staðfestar sem sníkjudýr heimilishænsna hér á landi. Margar tegundanna virðast sjaldgæfar, aðrar eru mjög algengar og geta sumar hverjar valdið verulegum skaða og jafnvel dauða hænsna. Í nýju rannsókninni vakti það sérstaka athygli að yfirleitt fundust sömu tegundir sníkjudýra í eða á öllum fuglum sem skoðaðir voru úr hverjum hópi. Í dag er lítið sem ekkert vitað um svipudýrin sem hér fundust um miðbik síðustu aldar. Sama á við um hnísla Eimeria spp. Þeir hafa aldrei verið rannsakaðir skipulega hérlendis. Fjöldi annarra sníkjudýra hrjáir hænur erlendis. Mörg hver eru hinir mestu skaðvaldar og kallar tilvist þeirra á stöðuga notkun eiturefna. Brýnt er að beita virku innflutningseftirliti til að stemma stigu við landnámi slíkra tegunda. Karl Skírnisson, dýrafræðingur Þeim sem hyggst stofna til hænsnaeldis í bakgörðum er bent á að hægt er að koma í veg fyrir að sníkjudýr eins og til dæmis rauði hænsnamítill- inn flytjist með lifandi fuglum yfir á nýja heimilið með því að kaupa egg sem komin eru að klaki og ljúka útungun þeirra á nýja staðnum. Sama má gera þegar skipta á um varpstofn í kofum sem verið hafa í notkun, svo fremi sem kofinn hafi áður verið rækilega þrifinn og sótt- hreinsaður. Rétt er þó að kaupa fleiri egg en færri því gera þarf ráð fyrir því að hanar skríði úr um helmingi eggjanna! Byrjendur í hænsnaeldi Fótamítillinn Knemidocoptes mutans lifir í húðinni á fótum. Smit leiðir til myndunar hrúðurs, húðin þykknar og langvarandi sýking getur leitt til örkumlunar. Gula löppin er laus við smit, hrúðraða löppin er mítlasmituð. Mítillinn virðist allalgengur hér á landi, hann fannst í fimm hænsnahópum af níu í nýlegri rannsókn. Vandaður, einangraður hænsnakofi í bakgarði í þéttbýli, hannaður fyrir fimm hænur. Rauði hænsnamítillinn Dermanyssus gallinae sýgur blóð úr hænsnum að næturlagi en felur sig annars í innréttingum í hænsnahúsinu þar sem hann liggur milli máltíða á meltunni, til dæmis undir setstöðum eða í varpkössum fuglanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.