Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júní 2020 25 BETRA START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Áreiðanlegir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir dráttarvéla. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. Ráðgjafar Olís og Rekstrarlands veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI L200 INTENSE FJÓRHJÓLADRIFINN HARÐJAXL 33" breyttur • Fjórhjóladrif • Sjálfskiptur • Breytingapakki • Dráttarbeisli • Heithúðun á palli Tilboðsverð 7.290.000 kr. 35" uppfærsla 1.300.000 kr. HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · hekla.is/mitsubishisalur 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is Cobalt 550 Max ltd Götuskráð tveggja manna Kr. 1.680.000 Iron 450 Max ltd Götuskráð tveggja manna Kr. 1.480.000 með vsk. með vsk. Mest seldu fjórhjól á Íslandi! Öflug viðspyrna í Skagafirði vegna COVID-19 – Sveitarfélagið og ríkið fjárfesta fyrir 3,2 milljarða króna í ár Á undanförnum vikum hefur Sveitarfélagið Skagafjörður unnið að tillögum til viðspyrnu fyrir samfélagið vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 veir- an hefur haft í för með sér. Tillögurnar hafa verið ræddar og mótaðar í góðri samvinnu allra flokka í byggðarráði sveitarfé- lagsins síðan í mars síðastliðn- um og hafa sumar þeirra þegar komið til framkvæmda. Um er að ræða umfangsmiklar aðgerðir sem snerta fjölmörg svið samfélagsins. Má þar nefna stuðn- ingsaðgerðir við heimili, fyrirtæki og félagasamtök, aðgerðir til örv- unar fasteignamarkaðar, fjölgun starfa – tímabundinna sem varan- legra, auknar fjárfestingar ásamt fjölda annarra uppbyggingaráforma á vegum sveitarfélagsins, ríkisins og einkaaðila á árunum 2020– 2021. Þá hafa á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra verið veittar 50 milljónir króna til sérstakra átaksverk efna vegna áhrifa COVID-19. Innspýting í hagkerfið Sveitarfélagið Skagafjörður hefur þegar samþykkt fjárveitingar til fjárfestinga og viðhalds á árinu 2020 að upphæð ríflega 500 millj- ónir króna. Að auki er sveitarfé- lagið reiðubúið að auka við þær framkvæmdir um allt að ríflega 180 milljónum sem innspýtingu inn í hagkerfið á svæðinu. Hluti þessara fjárfestinga er vegna hlutdeildar sveitarfélagsins í samvinnuver- kefnum með ríkinu en áætlaðar framkvæmdir ríkisins í Skagafirði á árinu 2020 nema um 2,5 millj- örðum króna. Stærstu verkefnin þar eru framkvæmdir á vegum Landsnets og Rarik í tengslum við Sauðárkrókslínu 2 og framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar í höfnum og sjóvörnum á Sauðárkróki og Hofsósi. Samtals nema fjár- festingar sveitarfélagsins og rík- isins á svæðinu á árinu 2020 því um 3,2 milljörðum króna. Byggja allt að 80 íbúðir Sem dæmi má nefna að til stendur að byggja upp koltrefjaframleiðslu í Skagafirði. Meðal mikilvægra framkvæmda sem fram undan eru má einnig nefna uppbyggingu íbúðar- og leiguhúsnæðis en fyr- irhuguð er uppbygging allt að 30 íbúða á Sauðárkróki og í Fljótum á næstu mánuðum, auk þess sem unnið er að undirbúningi 40–80 íbúða til viðbótar á komandi miss- erum. Sköpuð verða um 140 störf nú í sumar Á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar verða sköpuð um 140 störf nú í sumar en einnig munu verða auglýst um 20 ný sumarstörf í tengslum við ævin- týrabúðir Reykjadals í Háholti í Skagafirði. Þá hefur félags- og barnamálaráðherra tilkynnt 8 ný varanleg störf hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki. Með þessum aðgerðum til við- spyrnu vonast sveitarfélagið til þess að draga úr þeim áhrifum sem afleiðingar COVID-19 hafa haft á skagfirskt samfélag og snúa vörn í sókn með velferð íbúa að leiðarljósi og enn frekari styrk- ingu samkeppnisfærni þess þegar kemur að búsetu, atvinnu og vellíð- an íbúanna, segir í frétt á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. /MÞÞ LÍF&STARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.