Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Page 2
2 13. mars 2020FRÉTTIR
Á þessum degi,
13. mars
1610 – Galileo Galilei gaf út niðurstöð
ur fyrstu athugana sinna með sjónauka
í ritinu Sidereus Nuncius.
1876 – Alexander Graham Bell hóf
fyrstu tilraunina til úthringingar með
símanum.
1922 – Mahatma Gandhi var handtek
inn á Indlandi fyrir uppreisnaráróður.
1942 –Bandaríski söngvarinn Scat
man John fæddist.
1979 – Maurice Bishop framdi valda
rán á Grenada.
snertilausar leiðir til að heilsast í veirufaraldri
Fótabandið fræga
Íbúar í Wuhanhéraði tóku
fljótt upp á því að heilsast með
því að slá saman skóm enda í
miðpunkti veirufaraldursins. Sú
aðferð kallast „Wuhanhanda
bandið“ og hefur vakið athygli
og lukku á veraldarvefnum.
Loftfimman
Þessi nálgun hefur löngum
þótt sígild. Loftfimman telst
þó ekki með ef fjarlægð milli
einstaklinganna er meiri en
níu metrar.
Allt með látbragði
Það er hægt að gefa knús
án þess að knúsast, takast í
hendur án snertingar, en þú
þarft að finna látbragðsleik
arann í þér og vona að
manneskjan á móti sé í sama
gír. Það getur brugðið til
beggja vona.
Heilsaðu eins og Vúlkani
Nú kemur sér vel að vera Trekkari
og kunna rétt táknmál. Þetta er
merki sem án nokkurra orða seg
ir: Lifðu vel og lengi. Persónu
legra getur það ekki orðið.
Segðu bara hæ
Stundum þarf ekkert flækja hlutina.
Þarna er best og áhættuminnst að
nota munninn frekar en faðmlag
eða handaband. En sé spennan
óbærileg eða viðkomandi ekki sést í
háa herrans tíð, er mælt með hoppi.
Fleyg orð
„Ég hef gengið í gegnum
margt skelfilegt í mínu lífi,
sumt af því gerðist í raun
og veru.“
– Mark Twain
Uppistand fyrir einn
n Þórhallur Þórhallsson býður upp á uppistand í gegnum Skype
n Gleður fólk í sóttkví
Þ
órhallur Þórhallsson, uppistandari
með meiru, auglýsti þjónustu sína á
samfélagsmiðlum á dögunum og býðst
til þess að vera með uppistand í gegn-
um veraldarvefinn, sérstaklega ætlað þeim
sem eru í sóttkví. „Það eru allir uppistandar-
ar búnir að lenda í því að uppistandi sé frestað
og samkomur settar á ís,“ segir Þórhallur í
samtali við DV.
„Það er um að gera að nýta tæknina og
reyna að gleðja einhvern í gegnum tölvuskjá-
inn, hvort sem það er Skype eða FaceTime.
Það hlýtur að vera hundleiðinlegt til lengdar
að vera fastur heima í sóttkví.“
Á undanförnum dögum hafa skemmti-
kraftar verið afbókaðir í hrönnum vegna þess
að hætt hefur verið við ýmsa viðburði og
skemmtanir. Á meðal þeirra sem hafa lent í
slíku eru Margrét Erla Maack, Björk Jakobs-
dóttir, Svavar Knútur og Atli Viðar Þorsteins-
son. Um er að ræða gríðarlegt tekjutap fyrir
suma en Margrét Erla vakti athygli á mikil-
vægi þess að skipuleggjendur og skemmti-
kraftar næðu einhvers konar samkomulagi
við skyndilega afbókun viðburða, til dæmis
að borgað væri inn á laun skemmtikraftsins
og hóað í hann þegar að COVID-19 faraldur-
inn væri afstaðinn. Í þræði Margrétar Erlu
sagðist söngkonan Kristjana Stefánsdóttir
hafa misst mánaðartekjur vegna faraldursins
og tónlistar maðurinn Svavar Knútur tók í
sama streng. Rithöfundurinn Gunnar Helga-
son blandaði sér einnig í umræðurnar og
hrósaði HS Orku, sem greiddi laun eiginkonu
hans, skemmtikraftsins Bjarkar Jakobsdóttur,
að fullu vegna veislu sem átti að halda næst-
komandi laugardag en var aflýst.
„Til hreinnar fyrirmyndar! Björk lofaði að
vera til taks þegar kallið kæmi seinna,“ skrif-
aði Gunnar.
Beðið eftir bókun
Þórhallur segist ekki enn vera kominn með
uppistandspantanir gegnum netið, en hann
bíður spenntur eftir vendingu í þeim málum.
„Það gæti verið pínu vandræðalegt að vera
með uppistand fyrir einhvern einn á skjánum.
Það er yfirleitt betra að hafa stærri áhorfenda-
hóp,“ segir Þórhallur hress, en hann þiggur
allar áskoranir.
Í lok nóvember á síðasta ári fór Þórhall-
ur ásamt þeim Helga Steinari Gunnlaugssyni
og Bjarna Baldvinssyni til Kína með það að
markmiði að skemmta fólki. Ein af borgunum
sem þremenningarnir heimsóttu var Wuhan
þar sem COVID-19 veiran, sem nú skekur
heimsbyggðina, er talin eiga upptök sín. Þór-
hallur fullyrðir að hann sé ekki smitaður, enn
sem komið er, og að stemningin í Wuhan hafi
verið þrælgóð.
„Þegar við vorum með sýninguna voru íbú-
ar í Wuhan allavega enn í góðu skapi. Við vor-
um þarna bara korteri áður en veiran fór að
breiðast út, liggur við. Ég hef oft talað um það
hvað ég er kvíðinn og það fór að sjálfsögðu allt
á flug í mínu kerfi þegar fréttirnar byrjuðu að
berast af faraldrinum, en ég virðist hafa slopp-
ið,“ segir Þórhallur. n
Tómas Valgeirsson
tomas@dv.is
Erfiður tími
Margrét Erla er
vinsæll skemmti
kraftur en nú hefur
mörgum viðburðum
verið aflýst vegna
COVID19.