Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Síða 4
4 13. mars 2020FRÉTTIR
H
vernig skal haga sér í
samfélagi þar sem far-
aldur geisar? Svarthöfði
hefur ekki svörin á reið-
um höndum en fagaðilar og
sérfræðingar virðast sjálfir
ekki öruggir með hvernig best
sé að svara þeirri spurningu.
Svarthöfði fær þau skilaboð dag-
lega að bæði þurfi hann að lifa
lífinu án þess að snerta neitt sem
aðrir gætu hafa snert, ekki faðma,
ekki heilsa með handabandi,
ekki fara í margmenni, vinna
heima ef hægt er. En á sama tíma
fær Svarthöfði líka þau skilaboð
að hann eigi að sýna stillingu
og yfirvegun og lifa lífinu eins
og vanalega. Svarthöfði var hálf-
slappur í gær og hringdi í 1700 en
var tilkynnt um hæl að hann væri
ekki með COVID-19 en skyldi
samt forðast heilsugæsluna eins
og heitan eldinn þegar hann
bað um að fá að koma í sýna-
töku. Kannski væri bara best fyrir
Svarthöfða að fara í sjálfskipaða
sóttkví, heima fyrir veit hann að
minnsta kosti hvernig hann á að
bera sig að. Svo er RÚV líka að
fara að senda út gömlu góðu eró-
bik-tímana og hver vill eiginlega
missa af því?
Svarthöfði getur sýnt stillingu.
En lífið er ekkert að ganga sinn
vanagang. Það er allt öðruvísi.
Það má varla slá inn PIN-númer
korta í búðum og enginn er mað-
ur með mönnum nema eiga að
minnsta kosti átta sprittbrúsa.
Svarthöfði heldur að það sem
yfirvöld vilja ekki segja berum
orðum sé að það sé í fínu lagi að
vera hræddur og eðlilegt í ljósi
aðstæðna. Hins vegar má ekki
láta óttann lama sig heldur láta
hann vera hvatningu til góðra
verka þegar kemur að hreinlæti
og hafa samfélagslega ábyrgð í
fyrirrúmi. Hræðslan hefur svo
margar leiðir til að brjótast
út hjá fólki þegar upplýs-
ingar eru misvísandi.
Nágrannar eru farnir að
horfa tortryggnisaug-
um hver til annars og
tilkynna fjölmiðlum
og yfirvöldum um
möguleg lögbrot því
„Jón nágranni var
á ferðalagi á Tene-
rife um daginn og
vappar nú um eins og
hann sé ekki gang-
andi veirusýk-
ing“, „Binni
nágranni á
frænku sem
á vinkonu
sem er í ein-
angrun en
mætti samt í
vinnuna – handtakið hann strax“.
Leyfum okkur að vera hrædd, en
leyfum hræðslunni samt ekki að
ræna okkur rænu og viti.
Það eina sem við höf-
um einhverja stjórn á
eru okkar eigin gerð-
ir, svo þvoum okkur
um hendurnar og
vonum það fokkin
besta. n
Svarthöfði
Svarthöfði er hræddur
Það er
staðreynd að…
Meðalmanneskja eyðir um sex þúsund
krónum á fyrsta stefnumótinu.
Bandaríkjamenn borða yfir 10 milljarða
kleinuhringja árlega.
Aðeins 10–15% jarðarbúa eru
örvhent.
Heilbrigt hjarta dælir um 2.000
lítrum af blóði á dag.
Meðaltími samfara er þrjár til sjö
mínútur.
Hver er
hún
n Hún er fædd í
ágúst árið 1959.
n Hún stundaði nám
við Menntaskólann í
Hamrahlíð og er með
BA-próf í lögfræði.
n Hún er fjögurra barna móðir frá
Ólafsfirði.
n Hún hefur verið lögblind frá
bernsku.
n Hún tók þátt í söngvakeppninni
X Factor árið 2007 og slasaðist
þegar upptökur stóðu yfir.
SVAR: INGA SÆLAND
„Það var komið fram við
mig eins og glæpamann“
B
andarískur blaðamaður
segist hafa orðið
fyrir alvarlegri
kynþáttamismunun
af hálfu starfsmanna á
Keflavíkurflugvelli í október
síðastliðnum. Maðurinn var
leiðinni heim til New York eftir
stutt frí á Íslandi. Fullyrðir hann að
hann hafi þurft að sæta yfirheyrslu
og niðurlægjandi rannsókn
eingöngu vegna kynþáttar síns,
en maðurinn er af rómönskum
uppruna. Málið er til rannsóknar
hjá Samgöngustofnun
Bandaríkjanna.
Í samtali við DV segist
maðurinn ekki vilja láta nafns
síns getið því mál hans sé enn til
meðferðar hjá Samgöngustofnun
Bandaríkjanna (DOT).
„Ég hafði verið í fríi á Íslandi,
ásamt föður mínum. Hann var
að fljúga frá Suður-Ameríku til
Spánar til að heimsækja ættingja
og við ákváðum að hittast á
miðri leið, á Íslandi, þar sem
við höfðum ekki hist í tvö ár. Við
hittumst á Keflavíkuflugvelli
og áttum fjóra daga saman á
Íslandi,“ segir maðurinn en hann
kveðst hafa verið búsettur í New
York síðan árið 2007. Hann hafi
ferðast víða um heim allt frá því
hann var barn og heimsótt allar
heimsálfur.
Óviðeigandi spurningar
Maðurinn átti bókað flug frá Ís-
landi til New York þann 4. október
síðastliðinn.
„Ég var að bíða eftir að inn-
rita mig í flug hjá United Airlines
á Keflavíkurflugvelli þegar karl-
maður kom upp að mér, án þess
að kynna sig nokkuð, en hann átti
víst að vera starfsmaður á vegum
United. Hann fór að spyrja mig
alls kyns spurninga, þar á meðal
„hvort ég væri ánægður í starfi.“
Algjörlega óviðeigandi, og þetta
átti sér stað fyrir framan aldraðan
föður minn, sem var á leið í flug
með öðru flugfélagi.
Eftir að hafa spurt mig
fjölmargra spurninga, sem
aðallega tengdust einkalífi mínu
og starfi leyfði starfsmaðurinn
mér loksins að tékka mig inn.“
Maðurinn segir að stuttu
seinna, við brottfararhliðið, hafi
síðan annar starfsmaður nálgast
hann og byrjað að yfirheyra hann
í návist annarra farþega.
„Síðan tjáði kvenkyns
starfsmaður mér að ég hefði verið
valinn af handahófi í nánara
eftirlit. Þetta var algjör lygi, þar
sem ég hafði séð hana og hinn
starfsmannninn benda í átt að
mér og gefa hvort öðru merki á
mjög augljósan hátt, beint fyrir
framan mig.“
Maðurinn segist því næst hafa
verið yfirheyrður í þriðja skiptið á
innan við klukkutíma.
„Ég var auk þess beðinn um að
tæma vasana og þá voru skórnir
mínir, sokkarnir, fartölvan mín,
jakkinn, beltið og hendurnar á
mér rannsakaðar, fyrir framan
hina farþegana. Það var komið
fram við mig eins og glæpamann,
af engri ástæðu. Eftir þessa
niðurlægingu fékk ég loksins að
fara um borð í vélina og ég tók
eftir því að sumir af farþegunum
voru tortryggnir í minn garð,“
segir maðurinn og bætir við
að flugferðin heim hafi verið
„hræðileg.“
Buðu 750 dollara í
sáttagreiðslu
Maðurinn kveðst hafa sent
kvörtunarbréf til United
Airlines um leið og hann var
kominn heim til New York.
Þá tilkynnti hann málið
einnig til Samgöngustofnunar
Bandaríkjanna og bandarískra
flugyfirvalda (TSA).
Í svarbréfi United Airlines,
sem DV hefur undir höndum,
kemur fram að starfsmennirnir
sem höfðu afskipti af manninum
þennan dag hafi ekki verið á
vegum flugfélagsins, heldur á
vegum samstarfsaðila þess á
Keflavíkurflugvelli.
Maðurinn segist þá hafa sent
tölvupóst á þjónustufulltrúa
Isavia og í kjölfarið fengið þau
svör að öryggiseftirlit við innritun
sé krafa af hálfu TSA, fyrir allt
flug til Bandaríkjanna. Í bréfinu
kemur einnig fram að rætt hafi
verið við stöðvarstjóra United
Airlines á Keflavíkurflugvelli sem
muni „ræða við starfsfólk sitt.“
Þá segir maðurinn að í janúar
síðastliðnum hafi United Airlines
boðist til að að greiða honum 750
dollara gegn því að loka málinu.
Hann hafi hafnað því boði.
Í tölvupósti United Airlines
til mannsins, frá 13. febrúar
síðastliðnum, kemur meðal
annars fram:
„… Við drögum það ekki
í efa að þetta hafi verið ekki
verið ánægjuleg reynsla og við
biðjumst enn og aftur afsökunar
…“
Þá kemur fram að rætt hafi
verið við viðkomandi starfsmenn
flugvallarins sem áttu samskipti
við manninn þennan dag.
Þá ritar fulltrúi flugfélagsins
að kvartanir mannsins séu teknar
til greina, en engu að síður sé
ekki talið að hann hafi „sætt
mismunun á grundvelli uppruna
síns.“ Þá kemur fram í bréfinu að
flugfélagið „geti ekki greitt bætur
í samræmi við persónulega
upplifun hvers og eins.“
Mál mannsins er enn til rann-
sóknar hjá Samgöngu stofnun
Bandaríkjanna. Maðurinn bendir
á að hann hafi ferðast um allan
heim fram til þessa og því ætti
ekki að vera erfitt fyrir flugfé-
lagið að nálgast upplýsingar um
hann. „Það er ekkert sem afsak-
ar þessa vanvirðingu í minn garð,
sem er eingöngu sprottin af því
að hvernig ég lít út, af rómönsk-
um uppruna og dökkur á hörund.
Ég vil deila minni sögu og ég vona
að við getum opnað á umræðuna
um kynþáttafordóma og mis-
munun. Þetta fallega land á ekki
að hafa þennan blett á sér.“ n
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is