Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Page 16
16 FÓKUS 13. mars 2020 VELDU ÚR MEÐ SÁL Karlpungar með kippur af Stellu í orlofi Kátínuna vantar ekki í Síðustu veiðiferðina E f það er eitthvað sem ekki hefur vantað í flóru ís- lenskra kvikmynda, eru það sögur úr sveit af mið- aldra, hvítum karlpungum sem hella sig blindfulla í miðjum kaflaskilum á æviskeiði þeirra. Útúrsnún- ingur Síðustu veiðiferðarinnar er annars vegar sá að Ís- lendingar fá sjaldnast að njóta slíkra sagna þar sem fram- setningin einkennist af yfirgnæfandi hressleika og glensi, ólíkt þeirri eymd sem er löngu orðin að móðurmáli okkar í sambandi við listaverk. Að mati undirritaðs er miður hversu lengi allsráðandi húmor hefur vantað í okkar bíómyndir og liggur við að hverjum sem býður upp á slíkt megi líkja við himnasendingu. Í Síðustu veiðiferðinni er lauslega sóttur innblástur í Stellu í orlofi með nokkrum skotum af bragðefnum frá The Hangover (eða jafnvel Grown Ups, ef út í það er farið). Sex einstaklingar leggja af stað í hina árlegu veiðiferð með það að markmiði að sinni að eiga sér hófstillt glens. Eins og ger- ist þó, þegar fáeinir vínkassar eru opnaðir og dólgurinn far- inn að gefa frá sér gleðismit í pylsupartíinu, siglir allt í ansi óútreiknanlega ferð framundan. Þó um aðeins eina helgi sé að ræða verður fljótlega orðið ljóst að allir úr hópnum munu skilja við ferðina gjörbreyttir menn, innan gefinna marka. Lítið um kjöt eða rembing Það ku vera alveg gildislaus staðreynd í augum neytand- ans að kvikmyndin hafi verið gerð án opinberra styrkja, en miðað við útkomuna, þekktu leikarana og slípuðu vinnu- brögðin eru engin auðsjáanleg merki um neinn „indí“ keim. Leikstjórarnir, Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson, eru reyndir í ýmsu (og gerðu meðal annars hina frábæru heimildamynd um HAM; Lifandi dauðir) og byggja efniviðinn á fjölda reynslusagna úr veiðiferðum. Annars vegar virkar húmor myndarinnar á blaði eins og ódýr tímaskekkja; allt frá kúk- og pissbröndurum til dýra- níðs- og „gay-panic“-brandara. Einhvern veginn tekst þó, með einhverjum töfrandi bræðingi, hjá leikstjórunum og leikhópnum að selja farsann og gera hann trúverðugan, sannfærandi og ofar öllu jarðbundinn. Persónusköpun er ekki alveg í fyrirrúmi og hefði myndin getað grætt óhemju mikið á aukinni mannúð, frekar en að gera helstu persónur að gríntýpum sem ein- kennast af hegðun þeirra og prófíl. Þá stendur eftir ein af þeim myndum þar sem áhorfandi tengir hvern karakter við annaðhvort nafn leikarans sem sér um túlkunina eða yfirborð hvers og eins. Allir félagarnir sem hér veiða og sumbla saman bera eflaust einhver skírnarnöfn en þykir ekki ólíklegt að yfirlitið samanstandi af yfirstéttarsnobb- inu (sem Þorsteinn Bachmann leikur), töffaranum góða (Hilmir Snær Guðnason), fátæka kæruleysingjanum (Þröstur Leó Gunnarsson), meðvirka pabbanum (Halldór Gylfason), hinum peningalausa manni (Hjálmar Hjálm- arsson) og óvænta gestinum með enn óvæntari fortíð (Jó- hann Sigurðarson, sem stundar það grimmt út myndina að hnupla hverri senu). Auk lykilhópsins, sem slær á allar réttu nóturnar, er hér að finna stórfínt hlaðborð af aukaleikurum, jafnvel þótt myndin dragi aðeins kraftinn úr fjörugri lokasenu með því að afhjúpa leynigest myndarinnar með nafni í upp- hafstextanum. Það leyndi sér þó alls ekki að bíósalurinn var í húrr- andi hláturskasti á sýningunni sem undirritaður sótti. Síð- asta veiðiferðin er gamanmynd sem leggur allt undir fyrir ákveðna stemningu og skilar hún sér með prýði. Myndin tikkar í þau box sem hún þarf og er það í raun aukaat- riði hvort hún sé skondin annað slagið eða sprenghlægi- leg. Brandararnir eru oftar en ekki í fyrirsjáanlegri kantin- um, en lykilatriðið er að framsetningin heldur flottu flugi, dýnamík leikaranna gefur frá sér gott stuð og rúllar fram- vindan frá A til B án nokkurrar fitu, tilgerðar eða rembings. Á meðan gamanið fær að halda sér í gamanmynd, sérstak- lega þegar hún rétt slagar í 80 mínútur, telst mest allt ann- að til of mikillar krufningar. Á óhressandi tímum má ým- islegt verra gera en að hlæja að fáeinum rasshausum. n Í stuttu máli: Brattur, hlægilegur og merkilega jarðbundinn farsagangur. Myndin kemur hressandi inn á óhressandi tímum. Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Sjáðu þessa ef þú kannt að meta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.