Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Page 19
Iðnaður um allt land
13. mars 2020
KYNNINGARBLAÐ
Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is
GARÐAÞJÓNUSTA ÍSLANDS:
Rótgróið garðaþjónustu-
fyrirtæki í Garðabænum
Garðaþjónusta Íslands er rótgróið alhliða skrúðgarðyrkjufyrirtæki
og hefur verið starfandi í ellefu
ár. „Við sjáum um allt sem
viðkemur garðyrkju, umhirðu og
garðaþjónustu. Við erum mikið í
almennum garðstörfum svo sem
garðslætti, áburðardreifingu,
trjáklippingum o.fl. Einnig erum við
stórir í viðameiri garðlausnum svo
sem hellulagningu, pallasmíði og
skjólveggjum. Svo tökum við líka
í gegn lóðir af öllum stærðum og
gerðum frá grunni,“ segir Róbert
Bjargarson, sem rekur fyrirtækið.
„Ég er með fjölda starfsmanna
sem eru hoknir af reynslu í ýmiss
konar garðyrkjustörfum og
búnir að starfa með fyrirtækinu
til fjölda ára og sjálfur er ég
garðyrkjumenntaður,“ segir Róbert.
Komdu í áskrift í árstíðabundinni
umhirðu
Garðaþjónusta Íslands veitir
alhliða þjónustu í garðaþjónustu
fyrir einstaklinga, fyrirtæki og
húsfélög. „Þá erum við með stóran
hóp fastra viðskiptavina sem
við sinnum árlegu viðhaldi fyrir.
Margir hverjir hafa verið hjá okkur
frá upphafi. Starfsmenn okkar
mæta þá á staðinn og sinna öllum
árstíðarbundnum garðverkum. Núna
er til dæmis nauðsynlegt að huga
að trjáklippingum, grisjun og formun.
Í vor fara starfsmenn fyrirtækisins
í áburðardreifingu og í lok vors og
snemma í sumar fer garðslátturinn
í gang. Við sinnum garðverkum allt
árið og á veturna sjáum við t.d. um
hálkueyðingu og snjómokstur.“
Tökum á móti tilboðum núna
Það er alltaf mikið að gera í
garðyrkjubransanum og mælir
Róbert með að fólk hafi samband
sem fyrst. „Það er æskilegt að panta
skoðun hjá okkur sem allra fyrst
sérstaklega þeir einstaklingar sem
eru að huga að framkvæmdum,
þ.e. minni eða stærri breytingum.
Eftirspurnin er mikil eftir góðum
garðyrkjumönnum og við tökum á
móti tilboðum núna.“
Garðaþjónusta Íslands er staðsett
að Norðurtún 7, 225 Garðabæ.
Sími: 866-9767
Nánari upplýsingar má nálgast á
gardathjonustaislands.is