Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Síða 31
FÓKUS 3113. mars 2020 EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI 10 leiðir til að koma auga á lygar 1 Komdu á óvartManneskja sem reynir að blekkja þig hefur að líkind- um reynt að undirbúa sig fyrir þær spurningar sem þú gætir spurt. Jafnvel gæti lygarinn hafa gengið svo langt að undirbúa svörin fyrirfram. Prófaðu að spyrja viðkomandi óvæntra spurn- inga og sjáðu hvernig þeim tekst að svara þeim. 2 Endurteknar spurningarEf viðmælandi þinn endurtekur spurninguna sem þú beindir til hans þá gæti það verið merki um að hann sé að vinna sér tíma á með- an hann semur svarið. 3 Hlustaðu meira en þú talarÞeir sem segja ósátt eiga það til að tala af sér. Það er tilhneiging hjá þeim til að tala meira en þeir sem segja satt í viðleitni til að selja lyg- ina. Þeir gætu líka notað óþarflega nákvæmar atvikalýsingar eða flóknari setningar. Hafðu huga að það hvernig fólk talar getur litast af andlegu ástandi þess. Streita lætur fólk tala hraðar og hærra og með hærri tíðni. 4 Ræskingar og hóstiEf viðmælandi þinn hóstar eftir að hann svarar spurningu þá er ekkert grunsam- legt við það. Hins vegar getur ræsking eða hósti ÁÐUR en spurningu er svarað verið merki um óþægindi, kvíða, og þar með mögulega lygi. 5 Hvernig er nei-iðEin góð leið til að bera kennsl á lygar er að veita því athygli hvernig viðkomandi seg- ir „nei“. Manneskja sem beitir blekk- ingum gæti sagt nei og litið undan, sagt nei en kinkað kolli, sagt mjög langt nei, hikað áður en hún segir nei eða hálf sungið nei-ið. 6 Já eða nei spurningJá eða nei spurningar kalla á já eða nei svör. Þegar fólk getur ekki eða vill ekki svara með já eða nei þá get- ur það gripið til málalenginga. Eins ef viðkomandi hefur svar við slíkri einfaldri spurningu með „sko“ þá getur það verið merki um að verið sé að gefa svar sem spyrjandi var ekki að búast við. 7 Af hverju ætti ég að trúa þér?Þegar fólk er að segja sannleikann þá á það í engum vandræðum með að svara þessari spurningu með „Vegna þess að ég er að segja satt“. Lygarar eiga aftur á móti erfiðara með slíkt svar og eru líklegri til að svara með setningum á borð við „Því ég er heiðarleg manneskja“, „Þú þarft ekki að trúa mér frekar en þú vilt“, „Ég græði ekkert á því að ljúga“ , „Til hvers ætti ég að ljúga?“. 8 Biddu um að fá söguna á afturábakÞeir sem segja satt eiga það til að bæta við smáatriðum og muna fleiri staðreyndir þegar þeir endurtaka sögu sína. Lygarar hins vegar hafa lagt tilbúna sögu á minnið og reyna að halda henni eins. Ef þig grunar að einhver sé að ljúga, biddu þá viðkomandi að rekja at- burðarásina í öfugri tímaröð. 9 AugnsambandiðÞað er útbreiddur misskiln- ingur að lygarar eigi erfiðara með að halda augnsambandi en aðrir. Þvert á móti reyna þeir sem eru að selja lygi oft alveg sérstaklega að viðhalda miklu augnsambandi til að virka sannfærandi. 10 Varirnar og háls-inn Þegar við þrýstum vörum okkar saman þá er það oft merki um að eitthvað neikvætt sé að eiga sér stað. Að snerta á sér hálsinn, sérstaklega miðjuna á viðbeininu, er merki um stress, kvíða eða hræðslu. Manneskjur eiga það til að fela þetta með því að laga á sér bindið eða fikta í hálsmeni. Er verið að ljúga að þér? M arga lesendur hefur eflaust dreymt um að geta lesið hugsanir eða hafa innbyggð- an lygamæli, þó svo sömu lesendur vonist efalaust líka til þess að aðrir búi ekki yfir þessum eiginleikum. Lygar eru hluti af lífinu og hafa sumir gert sér starfsferil úr því að reyna að bera kennsl á lygar eða blekkingar. Þá einkum aðilar á sviði löggæslu. Nokkrir fyrrver- andi starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, og alríkislögreglunnar, FBI, hafa tekið sig til og gefið út bækur um hvernig bera megi kennsl á lygar, sennilega vegna þess hversu marga dreymir um að geta það. DV tók saman nokkur ráð sem hafa birst í þeim ritum. Þó er vert að hafa í huga að sérfræðingum ber saman um að það sé engin 100% áreiðanleg leið til að bera kennsl á lygara. Eftirfarandi upptalning er því að- eins í dæmaskyni en ef viðmælandi þinn sýnir mörg af þessum einkennum þá máttu líklega með réttu efast um orð hans. Eins gætir þú, ef þú áformar að ljúga, nýtt þér þennan lista til að vita hvað þú ættir ekki að gera, þó svo við ráðum lesendum að sjálfsögðu frá því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.