Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Blaðsíða 4
1 Meintur bakvarðarsvindlari fór mikinn á samfélagsmiðlum
Kona var handtekin í Bolungarvík
grunuð um að hafa svindlað sér leið
inn í bakvarðarsveit.
2 Lyklar og snjallsími Söndru voru í bílnum Mikil leit var gerð
að Söndru Líf Long sem hvarf fyrir
páska. Hún fannst látin á þriðjudag.
3 Anna Aurora lýsir yfir sakleysi Var sökuð um að svindla sér inn í
bakvarðarsveit. Hún segir ásakanirn-
ar rangar og hafa frá upphafi greint
frá erlendu sjúkraliðaprófi.
4 Gróft framhjáhald David Beckham: „Ég veit að við ættum
ekki að gera þetta en ég get ekki
að því gert“ Tímavél íþróttadeildar
rifjaði upp þegar David Beckham var
sakaður um framhjáhald árið 2004.
5 Lýst eftir Söndru Líf – Frænka hennar birti myndband – „Hún
er bara pottþétt stelpa“ Frænka
Söndru Lífar biðlaði til almennings
um upplýsingar um Söndru.
6 Páskamartröð Ásdísar Olsen Rúmlega 800 þúsund krónur voru
teknar af bankareikning dagskrár-
gerðarkonunnar Ásdísar Olsen.
7 Lagði hálfa milljón inn á reikning Önnu Auroru Örvar
Friðriksson kærði hana fyrir fjársvik í
fyrra og sakar um að hafa þóst vera
lögfræðingur til að hafa af honum fé.
8 Gífurlega fjölbreytt starfsemi hjá bakverðinum Önnu Auroru
Réttarmeinafræðingur, lögfræðingur,
sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur, kenn-
ari, vörubílstjóri, endurskoðandi,
viðskiptafræðingur og fleira.
9 Sorgarsaga tánings: Einn hættu-legasti glæpamaður landsins
Ilija Jurkovic var knattspyrnumaður
í Svíþjóð en sleit krossband og snéri
sér þá að glæpum.
10 Verðmæti veskjasafns Birg-ittu Lífar hleypur á milljónum
króna Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifa-
valdur og markaðsstjóri World Class,
á rándýr veski frá lúxusmerkjum.
MEST LESIÐ
Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST...
Víðir fær besta hrósið
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og hluti af þríeyki almann-
varnadeildar Ríkislögreglustjóra, greindi frá því í vikunni
að hann hefði fengið sitt fallegasta hrós hingað til er 11 ára
aðdáandi hans sendi honum kveðju þar sem stóð: „Takk fyrir
að hjálpa mér, vinum mínum og fjölskyldu og takk fyrir að
passa upp á ömmu mína sem er 73 ára.“
Hlutaatvinnuleysisbætur misnotaðar
Hlutaatvinnuleysisbótum var komið á til að sporna við upp-
sögnum á íslenskum atvinnumarkaði vegna COVID-19 far-
aldursins. Þá gætu vinnuveitendur minnkað starfshlutfall
starfsmanna, frekar en að segja þeim alfarið upp störfum.
Nú hefur borið á því að vinnuveitendur segi starfsmönnum
upp og nýti sér einnig þetta úrræði til að spara sér kostnað
á uppsagnarfresti. Bæði ráðherrar og Vinnumálastofnun
hafa fordæmt þetta athæfi og sagt það ganga gegn tilgangi
úrræðisins. Grundvallarskilyrði fyrir nýtingu úrræðisins sé
gilt ráðningarsamband.
Atvinnulausir háskólanemar
Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands eru um 40
prósent stúdenta við HÍ ekki komin með vinnu í sumar. Stúd-
entaráð krefst þess að stúdentum verði tryggður réttur til at-
vinnuleysisbóta í sumar.
Ágúst vill tífalda listamannalaun
Þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson lagði til að fjöldi lista-
manna á listamannalaunum yrði tífaldaður. Sitt sýndist hverj-
um um þessa tillögu og sagði þingmaðurinn Brynjar Níelsson
til að mynda að Ágúst skorti veruleikatengingu.
Braggablús
Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður og endurskoð-
andi, sagði sig úr endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar
vegna óánægju með störf nefndarinnar. Meðal þeirra mála
sem hann gagnrýndi var skýrsla um braggamálið fræga sem
hann segir hafa verið sópað undir stól sem og hvernig Reykja-
víkurborg stóð að reikningsskilum vegna Félagsbústaða, en
Einar segir það engan veginn standast skoðun.
Vigdís 90 ára
Vigdís Finnbogadóttir varð
níræð á miðvikudaginn.
Sáust þá vel þau áhrif sem
hún hefur haft á íslenskt
samfélag en þennan dag
virtist Vigdísi fagnað í
hverju horni.
Útgerðin hneykslar
Kröfur sjö útgerðarfélaga um greiðslu á 10,2 milljörðum króna
úr ríkissjóði ollu töluverðri hneykslan, einkum þótti tímasetn-
ingin á kröfunum ósmekkleg í ljósi þeirrar stöðu sem efna-
hagur landsins horfist nú í augu við vegna COVID-19. Fjöldi
málsmetandi manna steig fram og gagnrýndi kröfurnar og
sagði þær merki um græðgi.
Þagnarskylda presta
Þagnar- og trúnaðarskylda presta kom til umræðu í vikunni
eftir að séra Skírnir Garðarsson greindi frá því opinberlega að
kona vænd um að svíkja sig inn í bakvarðarsveit heilbrigðis-
starfsfólks hefði þegið fjárhagsaðstoð frá kirkjunni. Grunaði
Skírni að hún hefði fengið aðstoðina með sviksamlegum hætti
og taldi sér skylt að greina frá því. Aðrir hafa bent á að í þeim
tilvikum sem brjóta má þagnarskyldu vegna gruns um sak-
næma háttsemi sé rétt að beina þeim tilkynningum til lög-
gæsluaðila, en ekki til fjölmiðla.
Ótrúlegar ásakanir á hendur bakverði
Kona var sökuð um að hafa svikið sér leið inn í bakvarðar-
sveit heilbrigðisstarfsmanna. Fleiri ásakanir hafa komið fram
í kjölfarið á hendur konunni og hún meðal annars verið sökuð
um að hafa villt ítrekað á sér heimildir. Hún hafi meðal ann-
ars þóst vera lögfræðingur og réttarmeinafræðingur og þegið
fyrir peninga fyrir þjónustu sína.
MI NOTE 10:
Mi Note 10 pakkar fimm
myndavélum sem hver og ein
hefur sitt fram á að færa - meðal
annars 108MP myndflögu. Ekki
nóg með það heldur kemur
síminn með risa stórri 5.260mAh
rafhlöðu sem endist auðveldlega
í 2 daga í mikilli notkun. Hvort
sem þú ert atvinnu ljósmyndari
eða að stíga inn í fullorðins árin,
þá viltu ekki láta þetta tryllitæki
framhjá þér fara!
Xiaomi á Íslandi | Síðumúli 23 bakatil, 108 Reykjavík | 537-1800 | www.mii.is
4 FRÉTTIR 17. APRÍL 2020 DV