Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Blaðsíða 21
FÓKUS 21
Áhrifavaldar sem hafa fengið
skammir frá Neytendastofu
Neytendastofa hefur eftirlit með
duldum auglýsingum á samfélags-
miðlum, ásamt öðru, og tekur við
ábendingum frá almenningi. Í nóv-
ember í fyrra greindi Neytenda-
stofa frá því að áhrifavaldarnir
Sólrún Diego og Tinna Alavis
hefðu brotið lög með duldum aug-
lýsingum á samfélagsmiðlum.
Neytendastofa birti tvær
ákvarðanir í fyrra er varða duldar
auglýsingar sem báðar voru
tengdar bílaumboðinu Heklu.
Í öðru tilvikinu var það áhrifa-
valdurinn og tónlistarmaðurinn
Emmsjé Gauti sem auglýsti fyrir
Heklu á sínum miðlum.
Árið 2018 voru áhrifavald-
arnir Fanney Ingvarsdóttir og
Svana Lovísa Kristjáns-
dóttir áminntir
fyrir að dylja
auglýsingar
á mynda-
vélum á
blogg-
síðunni
Trendnet.
Auglýsingar á tímum kórónuveirunnar
Eins og Davíð Lúther segir hafa
margir áhrifavaldar farið að aug-
lýsa þjónustu sem er hægt að nýta
heima.
Nýja streymisveitan Viaplay kom
á íslenskan markað fyrir stuttu og
hefur nýtt sér þjónustu nokkurra
íslenskra áhrifavalda til að koma
sér á framfæri.
Áhrifavaldarnir Manuela Ósk
Harðardóttir, Fanney Ingvarsdóttir,
Linda Ben og Brynjólfur Löve hafa
nýlega auglýst streymisveituna á
sínum miðlum.
Áhrifavaldurinn Tanja Ýr auglýsti á dögunum peysu úr netverslun.
Áhrifavaldurinn Fanney Dóra auglýsir jakka úr Vero Moda, sem býður einnig
upp á netverslun.
Sunneva Einarsdóttir, einn vinsælasti áhrifavaldur Íslands, auglýsti
hvítt nærfatasett úr erlendri netverslun.
Birgitta Líf hefur lengi verið í samstarfi með Nike. Hér auglýsir hún
útivistarfatnað frá merkinu.
DV 17. APRÍL 2020