Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Blaðsíða 10
Þorbjörg
Marínósdóttir
tobba@dv.is
Svanhvít er alin upp alls staðar að eigin sögn þó að hún líti helst til Breið-
holtsins sem síns hverfis í
æsku. Hún ólst upp til sjö
ára aldurs hjá móður sinni
og fluttu þær mæðgur mjög
oft. Sjö ára fór hún á fóstur-
heimili fyrir norðan, á Grund í
Eyjafirði, í eitt ár áður en hún
flutti til föður síns. Rótleysið
var því mikið og Svanhvít
varð mjög snemma ábyrg og
fullorðnaðist fljótt.
„Ég varð ófrísk 18 ára og
átti Sölku dóttur mína 19 ára
og var þá í námi í hárgreiðslu.
Fjölskylda Þorra, barnsföður
míns, er dásamleg og hann
var alveg með barnið til móts
við mig þótt við höfum ekki
verið saman,“ segir Svanhvít
en hana hefur aldrei skort gott
fólk í kringum sig þó að blóð-
skylt baklandið hafi verið tak-
markað. „Ég bjó með Hrönn
vinkonu minni og Árna, þá-
verandi kærasta mínum og
bróður hennar, þegar Salka
fæddist. Þarna bjuggum við
unglingarnir þrír saman,“
segir Svanhvít og hlær og á þá
við systkinin Hrönn Sveins-
dóttur, framkvæmdastýru Bíó
Paradísar, og Árna Sveinsson
kvikmyndagerðarmann.
„Þetta var náttúrlega al-
gjört djók á þessum tíma. Ég
var að reyna að halda heimili
en það var ekkert vinsælt hjá
hinum unglingunum að ég
væri að ryksuga á morgnana.
Við vorum í raun meira eins
og systkini,“ segir Svanhvít
sem kynntist svo eiginmanni
sínum Georg rúmu ári síðar.
Í dag eru þau fimm manna
fjölskylda, elsta dóttirin býr í
Bretlandi en hin fjögur í mið-
borginni.
Laumaði sófanum inn
„Við Georg kynntumst á
skemmtistaðnum Thomsen
og dönsuðum þar fram undir
morgun. Ég var þó ekki tilbú-
in að hleypa neinum inn í mitt
líf verandi með lítið barn. En
hann var þrjóskur og ég þakka
honum í dag fyrir það,“ segir
Svanhvít sem þvertók fyrir að
kærastinn gisti þegar dóttirin
var heima.
„Ég bjó á þessum tíma með
tveimur vinkonum mínum.
Önnur þeirra átti barn á sama
aldri og Salka svo það var dá-
samlegt að fá að búa saman.
En þegar ég flutti í eigin íbúð
fór Georg að koma sér betur
fyrir. Hann hægt og rólega
bara flutti inn. Hann fór að
koma með dót og skilja það
eftir. Smám saman urðu þetta
stærri hlutir, eins og dj-græj-
urnar og einn sófi sem þurfti
að geyma. Ég tók eiginlega
bara ekki eftir því þegar hann
flutti inn,“ segir Svanhvít og
hlær innilega.
Ævintýraþráin togaði hjóna-
leysin fljótlega til útlanda en
þau bjuggu um tíma í Bret-
landi og á Spáni þar sem
Svanhvít vann bæði sem hár-
greiðslukona og enskukenn-
ari á meðan Georg flaug út og
suður við upptökur á plötum
og í hljómleikaferðalög og
kom svo heim inni á milli
þegar færi gafst. „Þetta er
bara hans vinna og ég vand-
ist þessu fljótt að hann væri
að fara og koma. Ég er alveg
sjálfri mér næg þó að lífið
sé alltaf skemmtilegra með
honum.“
Gátu ekki hætt að hafa
áhyggjur
„Við bjuggum um tíma í Gi-
rona á Spáni sem er stórkost-
legur staður. Við vorum að
keyra um Spán og enduðum
einhvern veginn alltaf þarna.
Þetta var æðislegt. Við vor-
um þarna í tvö og hálft ár og
bjuggum um tíma í kringlóttu
húsi sem var gömul vatns-
mylla.“
Ævintýrið tók þó snarpan
enda fjórum mánuðum eftir
að dóttir þeirra Elena kom í
heiminn. „Elena verður lasin
fljótlega eftir að hún fæðist.
Fær vanvirkan skjaldkirtil
og gulu. Það er fylgst vel með
henni þarna úti en hún fær
kýli á gagnaugað sem fer ekki.
Ég fékk á tilfinninguna að það
væri eitthvað meira að þrátt
fyrir að okkur væri ítrekað
sagt að hún hlyti að hafa rekið
sig í og að þetta ætti bara að
jafna sig.
Við tókum strax þá ákvörð-
un að flytja heim og vera nær
fjölskyldunni okkar. Hún er
bara fjögurra mánaða og þetta
kýli fer ekki. Hérna heima
er okkur sagt af þremur ís-
lenskum læknum að þetta séu
bara hausamótin að jafna sig,
þetta sé bara fituhnúður og
að við þurfum ekki að hafa
áhyggjur. En við gátum ekki
hætt að hafa áhyggjur. Þetta
er barnið okkar.“
Eftir ítrekaðar læknisheim-
sóknir er Elena sett í segulóm-
skanna og í ljós kemur að
hnúðurinn er æxli. „Hún var
með æxli úti um allan líkam-
ann. Í rifbeinunum, mjöðm-
unum, úti um allt höfuðið.
Þarna er hún rúmlega fimm
mánaða. Krabbameinið sem
hún greindist með heitir his-
tiocytosis og við tók krabba-
meinsmeðferð. Hálft ár í
lyfjameðferð og svo stanslaus
tékk. Ég er í raun í sóttkví
með hana heima í heilt ár því
svona lítið barn er ekki komið
með ónæmiskerfi. Spritt í for-
stofunni og Georg fór bara út
í búð og ég hékk úti í glugga.
Þetta var mjög erfitt fyrir
Sölku, sem var þá sex ára.
Hún fór í skólann en gat ekki
fengið neina vini í heimsókn.
Það voru örfáir sem fengu að
koma inn á heimilið. Georg
var mikið í burtu vegna vinnu
og Adda vinkona mín hélt
mér gangandi. Hún mætti,
þvoði sér og sprittaði og kom
og skemmti mér. Við gátum
fíflast saman. Það var nauð-
synlegt.“
Aðspurð um andlega líðan
á þessum erfiða tíma segist
hún ekki hafa leyft sér að
hugsa um veikindin og hvað
gæti gerst. „Þetta var bara
normið. Ég sé það núna þegar
ég horfi til baka hvað þetta
var erfitt. En sem betur fer er
gerð þessa sjúkdóms þannig
að þetta krabbamein kemur
ekki aftur. Þetta er mjög sjald-
gæft.“
Brunuðu í bæinn eftir ár
Við tóku rólegri tímar heima
á Íslandi. Svanhvít fór aftur
að vinna þegar sú stutta náði
Eru með ævin-
týralega áætlun
Svanhvít Tryggvadóttir og Georg Holm,
bassaleikari Sigur Rósar, eru einstaklega jákvæð
og kraftmikil hjón. Dóttir þeirra greindist með
krabbamein aðeins fjögurra mánaða gömul svo að
heimilið var sett í sóttkví í heilt ár. Í dag standa
hjónin í erfiðum málaferlum og vita í raun ekki
hvort þau verða heimilislaus þegar yfir lýkur.
Svanhvít og Georg eru einstaklega lunkin við að skemmta hvort
öðru í samkomubanni. Hann litaði t.d. á henni hárið á milli þess sem
þau sinntu fjöldamörgum fjarklúbbum sínum. MYNDIR/ SIGTRYGGUR ARI
10 FRÉTTIR 17. APRÍL 2020 DV