Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Blaðsíða 37
DV 17. APRÍL 2020
FRÆGIR ÍSLENDINGAR Á LAUSU
Amor er ekki í sóttkví þó að ein-
hleypir Íslendingar geti ekki leyft
sér að stunda skemmtistaði.
Þ að hreinlega rýkur úr Tinder þessa dagana en fyrirtækið býður
notendum appsins upp á fría
uppfærslu í svokallað Pass
port, eða vegabréf, í viku til
að stytta sér stundir. Það
þýðir að notendur geta hlaðið
upp stefnumótum eftir mun
víðari staðsetningu en áður.
Þetta góða og eftirsótta fólk
hérna á listanum er allt statt
á Íslandi en skyldi það vera á
Tinder?
Jafet Máni Magnúsarson
Ungstirnið Jafet Máni er 22
ára upprennandi sjónvarps-
stjarna. Jafet hóf feril sinn í
Þjóðleikhúsinu þar sem hann
lék í Kardimommubænum
og er í dag með þættina
Framm á við á RÚV núll þar
sem hann ræðir við unga
frumkvöðla og viðskiptafólk.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna dómsmálaráðherra er ein eftir-
sóknarverðasta einhleypa kona Íslands í dag.
Hún þykir mikil stemmingsmanneskja og
hörkudugleg.
Friðrik Ómar Hjörleifsson
Söngvarinn sísæti er ástríðukokkur með góðan
húmor. Friðrik er ættaður að norðan, með stórt
hjarta og í toppformi.
Ritstjórar Stundarinnar
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjart-
ansdóttir, ritstjórar Stundarinnar, eru bæði ein-
hleyp. Vel skrifandi og sjarmerandi bæði tvö.
Björg Magnúsdóttir
Rithöfundurinn, sjónvarpskonan og gleði-
sprengjan Björg er sannkallað kosta búnt.
Landsmenn þekkja hana úr þættinum Kapps-
mál þar sem hún kippir reglulega í munnvik
áhorfenda með hnyttnum svörum og smitandi
hlátri. Björg er einnig einn af höfundum sjón-
varpsþáttarins Ráðherrann sem margir sjón-
varpsunnendur bíða eftir með óþreyju.
Bryndís Líf
Fyrirsætan og áhrifavaldur inn Bryndís Líf,
23 ára, greindi frá því í mars síðastliðnum
að hún væri komin aftur út á markaðinn.
Bryndís leggur stund á sálfræði og er þekkt
fyrir að birta af sér djarfar myndir. Hún er
með 27 þúsund fylgjendur á Insta gram svo
að það þýðir ekkert fyrir hana að krækja sér í
feiminn kærasta.
Sara Sigmundsdóttir
Íþróttakonan Sara Sig-
mundsdóttir er fyrirferðar-
mikil í CrossFit-heiminum og
með 1,7 milljónir fylgjenda
á Insta gram. Sara er ein-
staklega metnaðargjörn og
jákvæð.
Guðrún Sóley Gestsdóttir
Fjölmiðlakonan Guðrún Sóley Gestsdóttir
starfar á RÚV. Hún gaf á síðasta ári út mat-
reiðslubók og þykir fantagóður kokkur. Guðrún
státar af bjartasta brosi landsins og stundar
ræktina af kappi.
HÆTT SAMAN
Áhrifavaldaparið Brynjólfur Löve
Mogensson og Kristín Péturs-
dóttir eru hætt saman samkvæmt
öruggum heimildum DV.
Þau voru eit t vinsælasta par
Íslands og mjög dugleg að deila
myndum og myndskeiðum af hvort
öðru á samfélagsmiðlum. Brynj-
ólfur starfar sem markaðsstjóri
Kiwi og Kristín er leikkona.
Halldór Armand
Halldór er rithöfundur sem
slegið hefur í gegn með
bókum á borð við Drón og
Aftur og aftur en næsta bók
hans kemur út í haust. Hann
er hugsuður mikill, gullfal-
legur og hugmyndaríkur.
Halldór er einnig með fasta
pistla á Rás 1.
Tommi Lemarquis
Leikarinn franskættaði
Tómas Lemarquis hefur
slegið í gegn í erlendum
kvikmyndum á borð við
Blade Runner 2049 og X-
Men: Apocalypse.
STJÖRNUFRÉTTIR 37