Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Blaðsíða 2
Og allir missa sig Alveg er það týpískt ís-lenskt að kunna fótum sínum ekki forráð. Hvort sem það er ný verslun sem ver- ið er að opna, nýir lánamögu- leikar, tilboð á frystikistum eða möguleiki á ársbirgðum af kleinuhringjum – treystu þá Íslendingi til að kasta öllu frá sér til að verða með þeim fyrstu til að stökkva til, bíða í röð eða skuldsetja sig í drasl. Að sjálfsögðu varð tilkynning stjórnvalda um fyrirhugaðar tilslakanir í aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins tilefni til enn eins uppþotsins. Svart- höfði skal alveg viðurkenna að hann missti sig líka í til- hlökkun og gleði. Það skipti ekki máli að um vægar tilslakanir var að ræða. Svarthöfði heyrði bara orðið tilslökun. Restin skipti ekki máli. Og að sjálfsögðu ætlaði Svarthöfði sér að grípa gæsina. Bara til að gera sér grein fyrir því að hann væri alls ekki fyrsti eða síðasti Ís- lendingurinn til að hugsa á þennan veg. Svarthöfði þurfti ítrekað að hafa samband við hárgreiðslustofu sína, því alltaf var á tali og þegar hann náði loksins inn var að sjálf- sögðu búið að panta alla tíma frá maíbyrjun fram yfir næstu aldamót. Þetta var álíka erfitt og að panta tíma fyrir jólin. Svarthöfði ákvað líka að leyfa sér loksins að kaupa nýjar nærbuxur, það slítur nefnilega nærbuxum hratt að vera stöðugt með hjartað í þeim af heimsendastressi. En viti menn. Í búðinni voru líklega allir Íslendingar og amma þeirra líka og tveggja metra fjarlægðarmörkin virt- ust heyra sögunni til. Kannski er Svarthöfði ekki alveg sann- gjarn þarna en er þó tilbúinn að fullyrða að fólk hafði ómeð- vitað minnkað bilið niður í einn metra. Tilslökun, skiljið þið? Þetta óðagot var líka vel sjáanlegt í umferðinni sem hefur verið merkilega bæri- leg undanfarnar vikur sökum þess hve margir dvelja heima. Svarthöfði sá ekki betur en að merkjanlega fleiri bílar væru á ferð, ferjandi Íslendinga sem eins og hauslausar hænur gátu vart haldið í sér að komast aft- ur á neyslufyllerí, og án tillits til þess að tilslakanirnar eiga ekki að taka gildi fyrr en eftir hálfan mánuð. Þessi viðbrögð Íslendinga hafa valdið Svarthöfða heila- brotum. Fyrst aðgerðir stjórn- valda hafa tekist vel, er þá lausnin að tapa sér alveg í gleðinni líkt og folald að vori? Eða er þetta fyrsta skýra merki þess að Íslendingar geta ekki sagt bless við COVID-19 alveg strax? Eru nærbuxur og flott hár mikilvægari en lýð- heilsa? Gefum okkur áfram rými til að virða sóttvarnir og missum okkur ekki alveg. Getum við ekki sammælst um að það sé ógeðslega plebbalegt að þurfa alltaf að vera fyrstur í hitt og þetta? Er pakki af þremur nærbuxum þess virði að hanga í röð tímunum saman til að fá að vera meðal fyrstu viðskiptavina? Eða er þessi manía einhvern veginn greypt í erfðaefni okkar þannig að við fáum í reynd ekkert við það ráðið? Gefið að minnsta kosti Svarthöfða rými til að komast í klippingu og hreinar nær- buxur. Svarthöfði þolir nefni- lega ekki að bíða. Það er ekki í eðli hans. ■ SVART HÖFÐI FIMM ÞÆTTIR SEM ERNA KRISTÍN ER AÐ HORFA Á Samhengislaus tryllingur J æja. Það er janúar og þú hefur hlaupið í undravert spik á stuttum tíma. Líkami þinn er farinn að gefa sig. Þig verkjar víða um líkamann, lífslíkur þínar eru mun óhagstæðari en áður og lífsgæði þín á hraðri niðurleið. Þú sérð ekki fram á að leiða barnabörnin þín í skólann með þessu áfram- haldi. Það skilar engu að örvænta. Þú ert metnaðar- gjarn einstaklingur og veist hvað þú þarft að gera. Setur undir þig hausinn, leggur spilin á borðið og gerir áætlun. Verkefnið er afmarkað, skýrt og kollur- inn innstilltur. Fólk hvetur þig áfram. Þér gengur vel. Þú færð fleiri með þér í lið og fyllir aðra innblæstri. Allt lítur betur út og líðanin er eftir því. Upp, upp, mín sál. Þetta er það eina rétta í stöðunni. Ég skal, ég get, ég vil. Nú snýst allt um úthaldið. Þetta er langhlaup. Fyrir þig og fyrir þá sem þú elskar. Að halda sér í lagi. Dagarnir hrúgast inn réttum megin við línuna. Og svo búmm. Páskaegg. Í fleirtölu. Kolvetnisþoka og sykurlegin sírópsvíma. Það sem var áður svo áríðandi og skýrt lekur nú burt í þykkri þoku sem lyktar eins og ný- steiktar franskar. Þú flýtur áfram á feitu skýi niður í átt að þrengri æðum. Þú sem varst svo ákveðinn. Þetta var á tæru. Skýr rammi. Þetta átti að takast núna. Janúarmegr- unin. Fokk. Að springa á limminu er nefnilega svo auðvelt, og svo nálægt. En þó að það komi einn dagur þar sem maður dettur í það, eða dettur úr því, það er að segja samkomubanninu, sprittinu, rammanum, þá má ekki leyfa sér að dvelja þar. Í ósigrinum. Við verðum að halda áfram. Íslendingar eru heimsmeistarar í rykkjum. Allir að hjóla sig niður um 15 kíló. Hætta að borða sykur. Hlaupa sig upp í 21 kílómetra. Hætta að borða brauð. Gíra sig upp í yfirvinnu. Telja hitaeiningar, spor, kílómetra eða hvað það nú er sem við hendum okkur í hópmaníu í þá vikuna. En nú reynir á úthaldið. Getum við ekki gírað okkur upp í að gíra okkur niður? Saman? Það er stutt eftir en það er svo mikilvægt að springa ekki. Halda þetta út. Ekki enda þetta eins og hverja aðra megrun. Ofsafengið kálát í mánuð og svo fleiri, fleiri dagar í sundlandi sykursvita. Ég tala nú bara fyrir mig sjálfa með þrútnar kynnar af „trít“ neyslu. Það er nefnilega aðeins verið að leyfa sér meira. Fínt að vera alltaf með hálft páskaegg í veskinu því maður á svo bágt að geta ekki gert allt sem manni dettur í hug. Auðvitað er sárt að geta ekki hitt fólkið sitt en setjum hlutina í samhengi. Forsíðuviðtalið við Svanhvíti Tryggvadóttur gerir það. Setur hlutina í samhengi. Fjögurra mánaða gamalt barn með krabbamein. Eitt ár í sóttkví. Yfir- vofandi dómsmál og hugsanlegur heimilismissir. En hvað gerðu Svanhvít og eiginmaður hennar Georg? Þau tókust í hendur og settu saman sína eigin áætlun um ævintýralega framtíð. Notum tímann vel. Gerum ævintýralegar áætlanir heima fyrir og látum okkur ganga vel. Einn handþvott í einu. ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is 1 Tiger King Ég hef ekki haft mikinn tíma til þess að horfa á sjónvarpið en þegar tími gefst þá hef ég verið að kíkja á Tiger King á Netflix, mér finnst flest sem er sannsögulegt mjög skemmtilegt! 2 All the Bright Places Einnig er mynd á Netflix sem ég horfði á sem heitir: All the Bright Places. Ég mæli með henni, það hjálpar manni svolítið að muna að á erfiðum tímum má alltaf finna ljósið ef vel er leitað, og ef við finnum það ekki, þá getum við verið ljósið. 3 Grey’s Anatomy Svo hef ég verið að grípa í Grey’s Anatomy en það eru mínir uppáhaldsþættir. 4 This is Us og Modern Family This is Us og Modern family eru einnig skemmtilegir „feel good“ þættir. 5 Brooklyn Nine-Nine Svo er nauðsynlegt finnst mér á svona tímum að sækja í smá grín og hafa Brooklyn Nine-Nine gefið sálarlífinu mikið, það er svo gott að hlæja. Erna Kristín Stefánsdóttir er guðfræðinemi, áhrifa- valdur og ötul talskona fyrir jákvæða líkamsvirðingu. En hvað er hún að horfa á um þessar mundir? 2 EYJAN 17. APRÍL 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.