Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Blaðsíða 36
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er jákvæður að eðlisfari en það hefur reynt á Pollýönnu-taktana upp á síð- kastið. Lúna Fírenza, spákona og tarotmeistari DV, lagði spilin á borðið fyrir forsetann. Guðni er Krabbi og það jákvæða við Krabba er að þeir eru mjög tryggir, gáfaðir og með mikla réttlætis- og samkennd. Krabbinn hefur ríka félagsgreind sem er klárlega mikill kostur fyrir forseta. Krabbinn á það líka til að vera tilfinningavera og líður yfirleitt best þegar öðrum líður vel. Hann vill alls ekki bregðast fólki þannig að þessir tímar reyna verulega á. Átta í sverðum Lykilorð: Ótti, kvíði, varnarleysi Þetta spil er lýsandi fyrir þá tilfinningu sem flest okkar hafa upplifað á þessum tímamótum. Eins jákvæður og þú átt það til að vera þá hefur þú fundið fyrir bæði kvíða og ótta undanfarið. Þú nýtur þín ekki þegar þú finnur fyrir óöryggi hjá öðrum. Þú vilt geta sagt fólkinu þínu að það sé allt á uppleið og bjart fram undan. Að allt verði í lagi. Þér finnst eins og völdin hafi vera tekin af þér. En það er ekkert að óttast, því þetta er bara staðfesting á tilfinningu sem hefur komið upp hjá þér, ekki það sem komið er til að vera. Mundu bara að það er allt í lagi að segja: Hei, mér líður ekki sérlega vel í dag. Jafnvel þótt maður sé forseti! 10 stafir Lykilorð: Erfiðisvinna, ábyrgð, byrði Tíu stafir eru til vitnis um að það er aukin ábyrgð á herðum þér, þyngri byrði en venjulega í starfi þínu. Þó að þú finnir fyrir þessum þyngslum þá hefur þú fullan skilning á því að þetta er tímabundið. Þú finnur fyrir nýjum krafti í þessari viku til að takast á við þetta krefjandi verkefni sem er fram undan. Spilin lofa þér að þú verður verðlaunaður fyrir erfiðisvinnuna og innsæi þitt veit það líka og þess vegna finnur þú fyrir nýjum krafti. Þú veist að þessi átök munu skilja eftir sig eitt- hvað einstakt og fallegt. Myntgosi Lykilorð: Nýir tímar, öryggi, stöðugleiki, gnægð Jæja, nú kemur allt heim og saman með þessu fallega og góða spili. Þú uppskerð eins og þú sáir, ert sannur leiðtogi og munt með þínu teymi koma þjóðfélaginu á bjartari braut mun fyrr en útlit var fyrir. Saman stöndum við sterk. Það er nýr kraftur sem fyllir sam- félagið af stöðugleika og fjármál verða jafnvel betri en þau voru áður. Fólkið í samfélaginu mun styðja hvert annað og lítil fyrirtæki fá að blómstra á ný. Þetta fyllir Krabbahjartað mikilli hugarró. Skilaboð frá spákonunni Ef það er einhvern tímann rétti tíminn til að draga fram skræpóttu sokkana, þá er það núna. Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli og bara það eitt að bæta aðeins í lita dýrðina í kringum sig, hvort sem það er í formi sokka eða jafnvel blóma, skiptir máli og því mæli ég með að þú bætir við litum í líf þitt. STJÖRNU SPÁLESIÐ Í TAROT Forseti Íslands Svona eiga þau saman Hrútur 21.03. – 19.04. Þú nennir ekki þessu hangsi lengur og í staðinn fyrir að detta í sjálfsvorkunn þá er núna tíminn til að hugsa í lausnum! Ekki bugast því það er eitthvað magnað handan við hornið og þú finnur að eitthvað kraumar innra með þér. Naut 20.04. – 20.05. Þú varst svoleiðis búin/n að sjá fyrir þér ákveðið frí, sem er ekki að fara eins og planað var! Þótt það taki aðeins fleiri kokteila eða kaffibolla þá er það að tjalda inni eða að henda sér í sjósund ekki svo vitlaus hugmynd. Stjörnurnar hvetja þig til að gefa þér lausan tauminn og leyfa þér að vera smá skrítin/n! Tvíburar 21.05. – 21.06. Þú finnur fyrir smá viðkvæmni þessa dagana ekki vera smeyk/ur við þá tilfinningu. Taktu upp tólið og segðu systkinum þínum hvað þú kannt að meta þau. Hringdu í þennan vin sem þreif einu sinni upp eftir þig ælu og sýndu þakk- lætið. Skrifaðu ástarbréf til maka þíns, það eru engin takmörk! Þessi ást og umhyggja mun blessa þig margfalt til baka. Krabbi 22.06. – 22.07. Þessa vikuna þarftu að nota sannfæringarkraft þinn. Þú þarft að fá einhvern í lið með þér til þess að planið gangi upp. Pass- aðu bara tóninn, elsku Krabbi, þú átt það til að hljóma of grimmur sem skilar öfugum árangri. Og ef það tengist unglingum, þá er gott ráð að lofa þeim að halda að það hafi verið þeirra hugmynd. Ljón 23.07. – 22.08. Þér líður eins og þú eigir að vera að gera eitthvað merkilegt og mikilvægt en þig langar bara að leika þér. Stjörnurnar hvetja þig áfram í leiknum, þannig nærðu þessu út úr kerfinu og kemur jafnvægi á það sem er mikilvægt að sinna og það sem er bara skemmtilegt að gera! Það getur alveg verið tilgangur í því að föndra eitthvað fallegt! Meyja 23.08. – 22.09. Nú er tími til að krydda rómantík- ina. Ef það eru ekki börnin, þá er það jafnvel bara hugurinn sem er að gera þig vitlausa/n sem skilur ekki mikla orku eftir. Dragðu fram tantrabókina sem þú pantaðir á eBay og lestu hana. Vog 23.09. – 22.10. Jæja, nú er boltinn farinn að rúlla og þú getur andað á ný. Þú sérð heiminn í gegnum rósrauð gler- augu eins og þér er einni/einum lagið. Þessi vika fer í að festa rætur fyrir komandi tíma, tengjast nýjum böndum. Samstarfsverk- efni er í fæðingu! Sporðdreki 23.10. – 21.11. Hmm. Þú ert ekki alveg sammála einhverjum í vinnunni. Þetta gæti verið tíminn til að vera sammála um að vera ósammála. Stress getur verið ósjarmerandi og þessi vinnufélagi er kannski ekki upp á sitt besta. Prófaðu að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni og veldu þínar orustur vel. Bogmaður 22.11. – 21.12. Það er flippkisi hlaupinn í þig og þú finnur löngun til að kaupa eitt- hvað fáránlegt á veraldarvefnum eða jafnvel bjóða í lítið partí sem þú veist að má ekki! Þú verður að hemja þessar tilfinningar og gætir nýtt tímann frekar í að plana þessa veislu á meðan það er samkomubann. Steingeit 22.12. – 19.01. Spennandi tímar í kortunum. Þú þarf að taka einhverja mikilvæga ákvörðun og átt mjööööög erfitt með það, þetta gæti verið stór breyting fyrir þig. Ef það er ein- hvern tíma tími til að hringja í vin þá er það núna. Hugsaðu upphátt og svarið mun koma til þín. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Líkt og Steingeitin þá stendur þú líka á krossgötum og þarf að taka ákvörðun. Þú reyndar veist þegar hvert svarið er en átt í erfiðleikum með að treysta innsæinu. Það getur verið auðvelt að misskilja hnút í maga sem kvíða þegar það er einfaldlega bara spenna. Breytingar eru spennandi! Fiskur 19.02. – 20.03. Þú veist ekki hvort það er bara því að þér leiðist en allt í einu langar þig að breyta öllu heima hjá þér og fá nýtt „lúkk”. Það getur verið mjög gefandi bara ekki vera ein/n af þeim sem klippa skakkan topp og sérð eftir því áður en þú hefur lagt frá þér skærin! Vikan 17.04. – 23.04. Nú er tíminn fyrir skræpóttu sokkana Tæplega hálfs metra munur MYND/EYÞÓR stjörnurnarSPÁÐ Í Hafþór Júlíus Björnsson, einnig þekkt-ur sem Fjallið, og eiginkona hans Kel-sey Henson greindu frá því í vikunni að þau ættu von á dreng í október. DV lék forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef horft er í stjörnumerkin. Hafþór Júlíus er Bogmaður en Kelsey er Fiskur. Þessi merki eru algjörar andstæður en ef þau gefa sér tíma til að sinna samband- inu getur það blómstrað á heilbrigðan hátt. Bogmaður er hugsuður, heimspekingur og fer auðveldlega úr einu í annað. Fiskurinn horfir meira inn á við og er í sífelldri sjálfs- skoðun. Bæði Fiskurinn og Bogmaðurinn hafa mikla aðlögunarhæfni og eiga auðvelt með að gefa hvor öðrum rými til að vera og njóta. Einn styrkleiki þeirra er að þau eru bæði mjög jákvæð og bjartsýn á framtíðina. Þau eru líka bæði frekar slök. Hvorugt þeirra tekur sig of alvarlega. Það er stutt í hláturinn og þeim finnst gaman að verja tíma saman. Meðal veikleika parsins er skortur á trausti og það getur tekið tíma að byggja upp traustið í sambandinu. Hafþór Júlíus Björnsson 26. nóvember 1988 Bogmaður n Örlátur n Hugmyndaríkur n Húmoristi n Heiðvirður n Lofar upp í ermina á sér n Óþolinmóður Kelsey Henson 5. mars 1990 Fiskur n Píslarvottur n Gáfuð n Blíð n Listræn n Samúðarfull n Langar stundum að flýja raunveruleikann 36 STJÖRNUFRÉTTIR 17. APRÍL 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.