Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Blaðsíða 14
erfitt og það kom dagur sem
ég brotnaði algjörlega niður.
Ég er ákaflega þakklát sam-
starfsfólki mínu í Ráðherr-
anum sem hélt þétt utan um
mig á þessum tíma.“
Aðspurð um hvort hún hafi
upplifað óvild í garð þeirra
hjóna eftir að fréttir um meint
skattsvik hljómsveitarinnar
komust í fjölmiðla árið 2016
segir hún svo ekki vera. „Ég
upplifði bara ótrúlega mikla
velvild. Þegar við komumst
að þessu greiddum við þessa
vangoldnu skatta ásamt vöxt-
um og þetta eru rosalegar
fjárhæðir sem við áttu ekki
til en sem betur fer eigum
við ótrúlegt fólk að. Tengda-
móðir mín seldi sumarbústað-
inn sinn og lánaði okkur fyrir
þessu. Allar okkar eignir, það
er að segja húsið okkar, voru
frystar svo við gátum ekkert
selt og það vildi enginn banki
lána okkur í þessari stöðu.“
Georg og Svanhvít borguðu
skuldina sem hljóp á tugum
milljóna. Þau héldu að með því
lyki málinu en svo var ekki.
Þá fór dómsmál í gang þar
sem lágmarks sekt er 200%
ef þau verða fundin sek. Þetta
hefur oftar en einu sinni verið
dæmt ólöglegt af Mannrétt-
indadómstóli Evrópu. Er þá
lagt upp með að þau hafi vís-
vitandi stungið undan skatti
og þá með saknæmum hætti.
Um það snýst dómsmálið sem
í dag hefur flakkað á milli
Landsréttar og héraðsdóms
og nú í febrúar vísaði Lands-
réttur málinu aftur í hérað.
„Við stöndum með snöruna
utan um hálsinn uppi á kolli
og vonum að það verði ekki
sparkað í kollinn.
Burt séð frá því hvernig
þetta mál fer þá erum við að
safna upp lögfræðikostnaði
upp á tugi milljóna króna. Þó
að þetta fari á besta veg þá
erum við alltaf að tapa. Við
gætum tapað öllu. Mér líður
eins og það sé búið að dæma
okkur sek áður en málið hefur
verið tekið fyrir. Það er allt
fryst og allt okkar líf sett í
biðstöðu.“
Ævintýraleg áætlun
og stórkostleg ást
Fjölskyldan dó þó ekki ráða-
laus og fljótlega eftir að í ljós
kom að þau gætu tapað heim-
ili sínu fóru hugmyndirnar
að koma. „Við hugsuðum að
við sem fjölskylda yrðum að
tækla þetta sem eining. Og
þá kviknaði þessi hugmynd
um að kaupa litla skútu og
ferðast um heiminn og búa á
henni. Við fengjum litla íbúð-
arkytru fyrir sama pening og
skútu.“ Lífið sem fylgir skútu-
draumnum er þó óneitanlega
ævintýralegra.
„Ævintýraþráin tók yfir.
Við höfum búið á Íslandi frá
2004 og ákváðum að gera bara
ævin týri úr þessu. Nýtt upp-
haf.“ Stelpurnar voru til í að
fylgja ævintýralegum áætl-
unum foreldra sinna og síð-
astliðið ár hefur farið í undir-
búning. Georg tók pungapróf
og fjölskyldan byrjaði að selja
hluti af heimilinu og leggja
fyrir í skútusjóð. Þau ætla
að lágmarka eigur fjölskyld-
unnar við það sem kemst með
á skútuna litlu. „Við ætluðum
að leggja af stað í september
en það mun dragast eitthvað
sökum faraldursins en við
förum þegar við getum. Þó að
það verði í janúar. Við tökum
þetta bara á flæðinu, en við
ætlum að fara.“
Svanhvít og Georg hafa
vakið athygli á samfélags-
miðlum fyrir skemmtilegar
hugmyndir í samkomubanni
og það er nokkuð ljóst að þau
geta skemmt sér vel saman og
fjölskyldan hefur mikið hug-
myndaflug. Þau hafa verið
að streyma í beinni löngum
púlstundum sínum, stýrt
spurningakeppnum fyrir stór-
fjölskylduna í gegnum fjar-
fundabúnað, verið með fjar-
saumaklúbba og danspartí í
eldhúsinu.
„Þetta ástand hefur í
raun undirbúið okkur vel
undir ferðalagið. Stelpurnar
eru búnar að vera í heima-
kennslu og við höfum þurft
að skemmta hvert öðru og
blessunarlega finnst mér þau
geggjaðslega skemmtileg. Ég
hef satt besta að segja sjaldan
verið eins félagslega virk og
í þessu samkomubanni. Við
erum með öll þessi fjarfunda-
forrit, Zoom, Houseparty,
Whereby, Bluejeans og allt
þetta. Þetta er bara eins og
að velja bar. Hvar eigum við
að hittast? Ég hef bara engar
áhyggjur af okkur fjölskyld-
unni saman á báti.“
Aðspurð um hvort hjóna-
bandið hafi aldrei verið komið
að þolmörkum í því álagi sem
þau hafa búið við í bland við
fjarlægð og veikindi. „Nei, alls
ekki. Aldrei. Við erum bara
sterkari. Við giftum okkur
eiginlega þrisvar. Fyrst var ég
í kjól úr Kolaportinu hjá sýslu-
manni, svo vorum við með
ásatrúarbrúðkaup, mjög „low
budget“ og gestirnir komu með
veitingar en algjörlega dásam-
legt. Og nú síðast endurnýjuð-
um við heitin erlendis. Þetta er
alveg neglt. Við verðum sam-
an,“ segir hún og brosir.
Framtíðin er, þrátt fyrir
kvíðablandna bið eftir örlög-
unum, björt hjá fjölskyldunni.
„Við erum öll hraust og okkur
líður vel saman. Vonandi verð-
ur bara enginn sjóveikur.“ n
Við fengjum litla
íbúðarkytru fyrir
sama pening og
skútu.
Svanhvít er fljót að koma auga á jákvæðu hliðarnar hverju sinni. Því skal ekki undra að félagslífið blómstri hjá henni í samkomubanni.
14 FRÉTTIR 17. APRÍL 2020 DV