Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Blaðsíða 30
30 MATUR
Vanillubollakökur
250 g hveiti
300 g sykur
3 tsk. lyftiduft
1½ tsk. vanilludropar
½ tsk. salt
4 stk. egg
100 g smjör, mjúkt
2½ dl mjólk
Hitið ofninn í 180 gráður. Blandið
saman hveiti, sykri, salti, lyftidufti,
smjöri, mjólk og vanilludropum,
þeytið í hrærivél í nokkrar mínút-
ur. Bætið eggjunum út í og þeytið
saman við. Setjið í pappaform og
bakið í um 17-20 mínútur. Leyfið
kökunum að kólna áður en kremið
er sett á þær.
Hindberjakrem með rjómaosti
200 g rjómaostur
200 g hindber fersk
60 g flórsykur
½ tsk. vanilludropar
Þeytið saman rjómaost, flórsykur
og vanilludropa.
Takið fersk hindber, stappið þau
og þeytið saman við rjómaosta-
blönduna.
Setjið kremið á kökurnar og kælið
aðeins áður en þær eru bornar
fram.
Verði ykkur að góðu.
Una í eldhúsinu
Hvítlaukskjúklingur með spínati og beikoni
Einfaldur og góður kjúklingaréttur
sem er fljótlegur í undirbúningi.
Fyrir 4-5 manns
6 stk. kjúklingabringur
1 stk. hvítlaukur
20-25 stk. ólífur
4-5 stk. beikonsneiðar
5-6 stk. sólþurrkaðir tómatar (má
vera meira ef fólk vill)
Handfylli af spínati
½ dl rjómi
Rifinn ostur að vild
1 tsk. smjör
Byrjað er á að skera mjög smátt
niður ólífur, hvítlauk, beikonsneið-
ar og sólþurrkaða tómata. Steikið
ásamt spínatinu á pönnu. Gott er
að setja ca. 1 tsk. smjör saman við.
Kjúklingabringurnar kryddaðar
með salti og pipar, steiktar á pönnu
2-3 mínútur á hvorri hlið til að loka
þeim. Setjið bringurnar í eldfast
mót og inn í ofn í 25 mínútur á um
180 gráður, undir- og yfirhita.
Takið kjúklinginn úr ofninum og
hellið hráefnunum (ólífu- og spínat-
blöndunni) sem búið var að steikja
á pönnu yfir bringurnar ásamt því
að hella rjóma yfir þær. Stráið svo
rifnum osti yfir.
Setjið aftur í ofninn og eldið í um
15-20 mínútur í viðbót eða þar til
kjúklingabringurnar eru tilbúnar.
Á meðan kjúklingabringurnar eld-
ast er tilvalið að sjóða hrísgrjón
eða setja hvítlauksbrauð í ofninn.
Gott salat klikkar einnig seint.
Nú er tími til að eiga samverustundir við eldhús-
borðið og ekki er verra ef væn sletta af rjóma og
lúka af beikoni koma þar við sögu. Mjúk lending
eftir páskaátið er svo toppuð með bollakökum.
17. APRÍL 2020 DV