Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Blaðsíða 26
Við hvetjum lesendur til að senda spurningar og vangaveltur sínar til Kristínar í tölvupósti á: hjonabandssaela@gmail.com. Spurningunum verður svo svarað hér í fjölskylduhorninu, að sjálf- sögðu nafnlaust og undir fullum trúnaði. 26 FÓKUS 17. APRÍL 2020 DV U m daginn fékk ég spurningu frá vinkonu sem líklegt er að hafi kviknað hjá mörgum sem hafa reynslu af svipuðu. Ég ákvað því að nýta hana hér svo fleiri geti notið góðs af. Spurningin var eitthvað á þá leið að Gunna heldur framhjá maka sínum, Jóni. Þau skilja í kjölfarið og Gunna byrjar í nýju sambandi með Geir. Getur Geir treyst Gunnu al- mennilega eða er eitthvað til í staðhæfingunni: Einu sinni framhjáhaldari, ávallt fram- hjáhaldari? Stutta svarið Stutta svarið er: Sá sem held- ur framhjá gerir það ekki endilega aftur. Lengra svarið Lengra svarið er að þú getur ekki byggt upp traust þitt til maka út frá hegðun viðkom- andi í fyrra sambandi. Fólk er ekki hegðun þess heldur er hegðun birtingarmynd til dæmis líðanar og hugsana fólks og afsprengi aðstæðna. Sá sem heldur framhjá tekur á einhverjum tímapunkti ákvörðun, sem ég er ekki að réttlæta, en við þurfum að setja þetta val í samhengi við annað sem máli skiptir. Framhjáhald ekki bara í slæmum samböndum Framhjáhald á sér stað í góðum samböndum, veikum samböndum, löngum sam- böndum, samkynhneigðum samböndum og í menningar- heimum þar sem fólk getur lagt líf sitt í mikla hættu við að halda framhjá maka sínum. Sá sem heldur fram- hjá getur komið sjálfum sér á óvart. Áður hafði viðkomandi mögulega talið sig ólíklegan til slíkra verka og jafnvel for- dæmt aðra fyrir sambærilega framkomu. En ástæðurnar sem liggja að baki geta verið jafn marg- ar og við erum mörg og hvert framhjáhald er ólíkt öðru. Þá hefur það reynst vel að skoða og reyna að skilja hegðun fólks út frá aðstæðum þess, reynslu, kynslóðararfi og sjálfsbjargarráðum svo eitt- hvað sé nefnt. Stundum er ástæðan einfaldlega sú að fólk kann ekki önnur bjarg- ráð til þess að slíta sambandi. Stundum er framhjáhald það sem fyrir viðkomandi var haft í æsku á milli foreldra. Siðferðismörk okkar liggja á ólíkum brautum og svo vilja sumir fá meira frelsi en aðrir í samböndum. Margir hugsa „ef einhver heldur framhjá mér, þá er ég farin/n“. Hið eðlilegasta mál, enda vill enginn vera særður. En þegar á hólminn er komið þarf að taka tillit til fleiri breytna. Ég hef séð dæmi þess að framhjáhald hafi verið ákveðið „gæfu- spor“ í parsambandi og skapað upphafið að samtali og nýjum tímum sem annars hefðu ólíklega átt sér stað. Ég er ekki að réttlæta eða mæla með framhjáhaldi, en það er enginn framhjáhald. Sá sem heldur framhjá getur samt verið til staðar þegar á reynir, verið fyndinn og sjarmerandi, góður vinur, hugrakkur og uppátækja- samur. Sami aðili er kannski góður ferðafélagi og frábært foreldri. Viðkomandi gæti verið reiðubúin til að gang- ast við gjörðum sínum, bæta fyrir þær, læra af þeim og passa að þær endurtaki sig ekki. Slíkt höfum við margoft séð. Gunna er ekki framhjá- haldið. Hún er í dag í parsam- bandi við Geir, sem er byggt á allt öðrum grunni, við aðrar aðstæður og þar er líklega annað samskiptamynstur og ný tilfinningatengsl uppi á borðinu. Traust er lykillinn Traust er lykilforsenda í góðu sambandi, þar þarf fókusinn að vera frekar en að festast í atburðum sem við vorum ekki hluti af. Við breytum þeim ekki, en við þurfum að hlusta eftir því hversu mikið traust við sjálf skynjum. Ég myndi telja það afar ólíklegt til velfarnaðar að byggja upp traust til maka út frá sam- skiptum viðkomandi við fyrr- verandi maka. En það er vel hægt að bæta og byggja upp betra traust á öðrum forsend- um í núverandi sambandi ef vilji er fyrir því. Fjölskylduhornið EINU SINNI FRAMHJÁHALDARI ÁVALLT FRAMHJÁHALDARI Sérfræðingur svarar Kristín Tómasdóttir, hjónabandsráðgjafi með meiru, hefur gengið til liðs við DV og mun svara spurningum lesenda um málefni er varða fjöl- skylduna, börn og ástina í nýju fjölskylduhorni. Að þessu sinni beinir Kristín sjónum sínum að fram- hjáhaldi og svarar spurningunni: Hvað þýðir það fyrir framtíðarsambönd ef maki hefur áður gerst sekur um slíkan trúnaðarbrest? Sá sem heldur framhjá getur komið sjálfum sér á óvart.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.