Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2020, Blaðsíða 19
Geimverur hafa boðað komu sína til Íslands þann 5. nóvember næstkomandi og munu þær lenda fari sínu á Snæfells- jökli. Svo virðist sem tilgang- urinn með ferð þeirra hingað til lands sé fyrst og fremst að sýna sig opinberlega. Þannig hófst frétt sem birtist í Tímanum þann 31. ágúst 1993. Nokkrum dögum áður hafði Snæfellsás, félag áhugamanna um geimverur, staðið fyrir fjölsóttri ráð- stefnu hér á landi um geim- verur og fljúgandi furðuhluti. Vikurnar á undan hafði kvikmyndin Fire in the sky verið til sýninga í bíóhúsum í Reykjavík en myndin byggir á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað í Arizona árið 1975, þegar maður full- yrti að hann hefði verið num- inn á brott af geimverum og síðan skilað aftur. Á ráðstefnunni var meðal annars greint frá sögum fólks sem kvaðst hafa séð geimskip og geimverur, bæði hérlendis og erlendis. Það sem stóð þó hvað mest upp úr var þegar greint var frá því að geim- verur hefðu boðað komu sína til Íslands. Fullyrt var að þær myndu lenda á Snæfells- jökli þann 5. nóvember 1993, klukkan 21.07. Var það haft eftir fjölda fólks víðs vegar um heim sem sagðist vera í beinu sambandi við verur frá öðrum hnöttum. Fullyrt var að geimver- urnar hefðu valið Snæfells- jökul vegna þess hversu gott orkusvið er frá jöklinum. „Ég held að geimverurnar hafi valið Ísland, því það er ekki hernaðarland. Það verða ekki skriðdrekar eða fallbyssur sem bíða þeirra þegar þær lenda,“ sagði Guðrún Berg- mann, formaður Snæfellsáss, í samtali við DV á sínum tíma en í sömu grein var bent á að þessi atburður gæti aukið ferðamannastrauminn hingað til lands. „Eitthvað verulega mikið í aðsigi“ Degi áður en geimverurnar áttu að lenda ræddi Pressan við breska geimverusér- fræðinginn Michael Dillon sem sagðist hafa „beðið eftir þessari stundu í sautján ár“, og fullyrti að í sexgang hefðu geimverur haft samband við hann. Hann sagði Ísland einstak- lega vel í sveit sett fyrir geim- verur en kvaðst þó aldrei hafa séð fljúgandi furðuhluti yfir eða á Íslandi, heldur hefði hann aðeins haft samskipti við verurnar í Bretlandi. „Á undanförnum vikum hefur verið óvenjumikið um að fólk hafi séð til fljúgandi furðu- hluta, einkum yfir Bretlandi og Norður-Atlantshafi. Það er dagljóst að það er eitthvað verulega mikið í aðsigi,“ sagði Michael meðal annars. Aðspurður sagðist hann reyndar ekki vita hvað geim- verurnar væru að vilja hing- að til lands. „En ég tel mig hafa nokkuð góða hugmynd um það. Þær eru með mikil- væg skilaboð til mannkyns. Stóra stundin nálgast óðum og óneitanlega er ég mjög spenntur.“ DV ræddi einnig við Mic- hael Dillon um svipað leyti og í því viðtali sagði Michael að gáfur geimveranna væru langtum meiri en jarðarbúa. Verurnar væru vinveittar. „Við vitum um níu tegundir. Ein tegundin er 2,17 m á hæð og ljós yfirlitum en önnur tegund er 1,20 m, með gráa húð og stór svört augu. Ver- urnar settu sig fyrst í sam- band við yfirvöld í Ameríku árið 1943.“ Það voru þó ekki allir sem tóku þessari væntanlegu heimsókn utan úr geimnum fagnandi. Snorri Óskarsson, safnaðarhirðir hjá Betelsöfn- uðinum í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Tímann að geimverurnar væru „út- sendarar djöfulsins“. „Ég kalla þetta tækni- væddan draugagang. Það er svo lítið hægt að byggja á þessu. Menn þurfa helst að vera miðlar til þess að ná sambandi og það er akkúrat það sem heitir á daglegu máli spíritismi og biblían stendur gegn. Þetta eru andar blekk- ingarinnar. Höfðingi þess- ara geimvera heitir nú bara djöfullinn og satan.“ Magnþrungið andrúmsloft Þegar stóri dagurinn rann upp var mikill viðbúnaður við Snæfellsjökul. Skúli Alex andersson, fyrrverandi alþingismaður stjórnaði móttökuundirbúningi og lög- regla og björgunarsveitar- menn gerðu sig klára. Þá var Ómari Lúðvíkssyni, oddvita Neshrepps, falið að taka á móti gestunum utan úr geimnum og bjóða þá vel- komna. Yfir 500 manns komu sam- an til að taka á móti geim- verunum. Blaðamaður DV var á staðnum þetta kvöld og ræddi meðal annars við fyrrnefndan Michael Dillon. „Hvernig sem allt fer verður þetta heimssögulegur atburð- ur sem minnst mun verða lengi og víða. Það er ekki útilokað að Snæfellsjökull og nágrenni verði framvegis samskiptastaður fyrir geim- verur og jarðarbúa,“ sagði Michael. Þá ræddi blaðamað- ur við eina úr hópnum, konu frá Grundarfirði sem sagðist ekki vilja mæta verunum: „Maður getur átt á hættu að vera numinn á brott. Ég er hálfhrædd.“ Fullbókað var á Hótel Búðum þetta kvöld og á veit- ingastaðnum var boðið upp á sérstakan „geimvænan mat- seðil“. „Við höfum orðið vör við mikil teikn á lofti. Það liggur eitthvað í loftinu,“ sagði Sigríður Gísladóttir hótelstýra í samtali við DV og varpaði um leið fram þeirri hugmynd sem hafði heyrst dagana á undan: að sjálfur Snæfellsjökull væri geimskip sem myndi brjóta utan af sér ísinn er kvölda tæki og takast á loft. Fólkið kom að jöklinum fyrir ofan Hellissand og hímdi mannskapurinn í fjósi á Hellnum þegar kólna tók. Eftir ljósaskiptin safnaðist fólkið saman og spennan jókst með hverri mínútu. Andrúmsloftið var magn- þrungið. Með öllu fylgdist hópur frétta- og blaðamanna, þar á meðal myndatökulið frá sjónvarpsstöðinni CNN. Nokkrir úr hópnum sögðust sjá „einhver ljós á himnum“ en þegar klukkan sló 21.07 bólaði þó ekkert á geimver- unum. Fólkið beið um stund og sumir leituðu víðar við jökulinn. Björgunarsveitar- menn skutu upp flugeldum, í von um að leiðbeina geim- verunum á réttan stað. En allt kom fyrir ekki: „grænu mennirnir“ höfðu augljóslega hætt við Íslandsheimsóknina. „Fólkið fór að tínast heim þegar líða tók á kvöldið og allir höfðu gaman af uppá- komunni þrátt fyrir kulda og éljagang,“ kom fram í frétt Morgunblaðsins á sínum tíma. n Þegar geimverur áttu að lenda á Snæfellsjökli Kvöld eitt í byrjun nóvem- ber árið 1993 kom hópur fólks saman á Hellis- sandi. Þar á meðal var erlent sjónvarps- og kvik- myndatökulið. Lögregla og björgunarsveit voru í viðbragðsstöðu, andrúms- loftið var þrungið spennu og allir biðu eftir því að klukkan myndi slá sjö mínútur yfir níu. Þá var nefnilega von á heimsókn utan úr geimnum. TÍMA VÉLIN Hópurinn lét það ekki aftra sér að bíða eftir geimverunum í kulda og éljagangi. Sumir héldu því fram að sjálfur Snæfells- jökull væri geimskip sem myndi brjóta utan af sér ísinn er kvölda tæki og takast á loft. Fólk kom að jöklinum fyrir ofan Hellissand og hímdi mannskapurinn í fjósi á Hellnum. MYNDIR/TIMARIT.IS Færri komust að en vildu þegar Snæ- fellsás, félag áhugamanna um geim- verur, stóð fyrir ráð- stefnu um geimverur og fljúgandi furðuhluti. FÓKUS 19DV 17. APRÍL 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.