Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Síða 2
Fólk sem hatar Kópavogsbúa Nú á endanlega að gera út af við Kópavogsbúa. Hafa þeir ekki þjáðst nóg? Aftur er komið verkfall og virðist hvorugur aðilinn við samningaborðið ætla sér að gefa neitt eftir. Svart- höfði sér ekki fram á að eiga einn einasta orlofsdag eftir í sumar, öllum varið heima með afkvæmunum í óvissu- ástandi sökum faraldurs eða verkfalls. Það er eins og hvorugur samningsaðila muni eftir því að það er skólaskylda á Ís- landi og að mennt sé máttur og allt það. Maður spyr sig hvort grunnskólamenntun sé kannski ekki eins merkileg og af er látið fyrst engum þykir tiltökumál að grunnskólabörn í Kópavogi hafa varla lært stakan staf í skólanum á þess- ari önn. Þegar grunnskólakennarar fóru í verkfall á sínum tíma voru sett lög á verkfallið með þeim rökum að það væri skóla- skylda hjá börnunum sem væri lögboðin og bla, bla, bla. En nú þegir löggjafinn, líklega þar sem honum er skítsama um sveitarfélög sem eru ekki Reykjavík. Nú á að styðja við hinn og þennan sem hafa farið illa út úr Covid-19 ástandinu, en hvað með þá sem hafa þar að auki beðið tjón vegna verk- falla, og hvað með Kópavogs- búa? Nú ætlar Svarthöfði ekki að taka afstöðu með eða á móti Sambandi íslenskra sveitar- félaga eða Eflingu en kemst þó ekki hjá því að annar aðil- inn virðist nota börnin okkar sem vopn í launabaráttu á meðan hinn aðilinn virðist telja börnin ásættanlegan fórnarkostnað. Síðan virðist gleymast að sumarfríið er fram undan og orlofsdagar launþega eru tak- markaðir, oftast um mánuður. Hins vegar fá grunnskólabörn þriggja mánaða sumarleyfi. Þó að það hafi þótt ásættan- legt fyrir tveimur áratugum að afhenda 6 ára barni lykl- ana að húsinu og skilja það eftir heima tímunum saman þá yrði Svarthöfði fljótlega tilkynntur til barnaverndar- nefndar ef hann ætlaði að leika það eftir í dag. Því sér Svarthöfði fram á að þurfa að eyða á annað hundrað þúsunda fyrir hvert afkvæmi í sumarnámskeið, því Svart- höfði á nánast enga orlofsdaga eftir og hefur, líkt og svo ótrú- lega margir, engin tök á því að taka sér ólaunað leyfi frá störfum. Hvað er Samband íslenskra sveitarfélaga að spá að halda að það geti fengið Eflingu til að semja verr en hún gerði við höfuðborgina? Svarthöfði væri til í að vita hvað þessi samninganefnd er að hugsa. Það er eins og nefndin hafi aldrei heyrt nafnið Sólveig Anna Jónsdóttir áður og viti ekki við hvern hún er að eiga. En Efling? Veit hún ekki að margir félagsmenn hennar eru komnir í ömurlega stöðu, sérstaklega þeir sem eru með börn í skólum og leikskólum í Kópavogi. Það eru jú einkum konur, sérstaklega einstæðar, í láglaunastörfum sem eiga erfiðast með að fá sumarið til að ganga upp. Og hvað með Svarthöfða? Og hvað með börnin hans? Hvers konar sumar eru þau að fara að fá? Ekki neitt, er svarið. Ekki. Fokking. Neitt. n SVART HÖFÐI UPPÁHALDS Að „láta“ berja sig Ó sjaldan hefur besta fólk misst út úr sér: „Af hverju er hún ennþá með honum?“ og vísar með hneykslan í meint ofbeldissambönd. Ég sjálf gerði það nú síðast í morgun. Stað- reyndin er sú að það er hættulega auðvelt að sogast inn í óheilbrigð sambönd. Jafnvel mestu töffarar Íslandssögunnar hafa búið við ofbeldi. 10% aukning hefur orðið á tilkynningum til lögreglu vegna heimilisofbeldis hér á landi undanfarið. Það er stríðsástand í næsta húsi. Ég var 17 ára í fyrsta skipti sem ég upplifði „sogið“. Þegar karlmaður reynir að soga mig inn í að það að beita konu ofbeldi sé eðlilegt ástand, sjálfskapað og verðskuldað. Ég skrifaði niður þessa upplifun mína á þeim tíma og minni mig stundum á hvað það er auð- velt að standa ekki með sjálfri sér. Ég kynntist myndarlegum manni. Hann var töluvert eldri en ég, smart til fara, með breitt bros og í eftirsóknarverðu starfi. Ég hafði heyrt einhverjar undarlegar sögur af honum og fannst frekar ömurlegt þegar hann sagði mér að halda kjafti í bíó einu sinni. En ég var ung, með lítið sjálfs- traust og hélt að þetta hefði kannski bara verið djók? Stuttu seinna biður hann mig um að sækja sig niður í bæ. Ég heyri á honum að hann er vel fullur en dríf mig af stað. Hann stekkur inn í bíl í miðbænum en ég kemst ekki lengra en að gamla Kolaportinu þegar hann er farinn að ausa yfir mig sví- virðingum. Ég stoppa bílinn og skipa honum að fara út. Hann rífur af mér lyklana og læsir bílnum. Situr svo glottandi og ég sé ein- hvern geðveikisglampa í augunum á honum sem ég hef ekki séð áður. Ég finn innilokunarkenndina magnast upp – ég er orðin dýr í búri úti í dimmum vegarkantinum. Mér hefur aldrei fundist ég eins lítil. Ég öskra á hann að láta mig hafa lyklana og finn hvernig ég fæ gæsahúð af hræðslu þegar hann reiðir hnefann til höggs. Ég stirðna upp og spyr hvort hann ætli að berja mig. Hann róast og lætur höndina síga og mig fá lyklana að bílnum. Ég keyri titrandi af stað en fljótlega byrjar hann aftur að öskra á mig. Ég segi ekki neitt en keyri hratt og er dauðfegin þegar ég beygi inn götuna hans. Í bræðiskasti rífur hann í stýrið og öskrar á mig: ERTU EKKI AÐ HLUSTA Á ÞAÐ SEM ÉG ER AÐ SEGJA? Það er hávetur og glerhálka. Bíllinn skautar yfir götuna og ég rétt næ að sveigja fram hjá ljósastaur og nauðhemla. Þarna tryllist ég og skipa honum að koma sér út úr bílnum. Sem hann til allrar hamingju gerði. Ég komst heil – en hrædd – heim og eftir nokkur sms frá honum slökkti ég á símanum. Daginn eftir hringdi maðurinn og vildi bjóða mér út að borða. Hann var mjög hissa á að ég væri ekki til í það. Sagðist ekkert muna eftir þessu „drama“ eins og hann kallaði frásögn mína. Eftir langt símtal endaði hann á þessum orðum: „Ef þú hefðir ekki verið svona erfið hefði ég ekki þurft að æsa mig eða dangla í þig!“ Já, einmitt! Þarna voru þau komin – orðin sem soga konur inn. Ég náði að losa mig við þennan mann en ef ég hefði verið aðeins meðvirkari hefði ég kannski fallið fyrir þessu. Lengi eftir þetta langaði mig að hjálpa honum – fá hann til að skilja. Hann átti víst erfiða æsku … Þarna skildi ég hversu auðvelt það er að sogast inn í ofbeldissamband. Stutt seinna fór hann í fangelsi fyrir að misþyrma tveimur ungum stúlkum sem ég þekki – hrottalega. Hann hefur sent mér vinabeiðnir á Facebook sem ég afþakka pent. Ég vil ekki þurfa að verða „erfið“ við hann aftur. n ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Ruth Bergsdóttir, ruth@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing | DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Pétur Krogh Ólafsson er aðstoðarmaður borgarstjóra. Þetta eru uppáhaldsstaðirnir hans í borginni: 1 Vitinn við Sæbraut Nýi, guli vitinn og um- hverfið í kringum hann er ótrúlega skemmtilegt, stutt frá heimilinu og þægilegt að renna sér þangað á hjólinu og anda að sér hafgolunni. Göngustígurinn með fram Sæbraut er reyndar fullur af litlum og skemmtilegum áfangastöðum fyrir alla fjöl- skylduna. 2 Hlemmur Hlemmur hefur alltaf verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér, heimilisleg borgar- stemmning í alveg magnaðri byggingu. Eftir að Hlemmi var breytt í mathöll er hann orðinn að sannkölluðu akkeri fyrir efri hluta Laugavegs og fram undan eru spennandi breytingar á umhverfinu í kring. 3 Laugavegur Mómentið þegar maður getur hætt að hafa áhyggjur af bílaumferð og bara sleppt takinu á börnunum sínum á göngugötunni Laugavegi er alveg ómetanlegt. Stemmn- ingin á Laugavegi á fallegum sumardegi er engri lík. 4 Laugarnesið Mér finnst gaman að hjóla á stígunum í borginni, sér- staklega með fram sjónum. Finnst oft þægilegt að taka stuttan hjólatúr um Laugar- nesið og enda í fjörunni við Skarfaklett. Mæli hiklaust með því. 5 Steinbryggjan Þegar borgin tók hluta Tryggvagötu í gegn kom gamla Steinbryggjan í ljós. Hún var gerð upp og núna er kominn nýr skjólgóður áfangastaður í borginni. Fínt að fara þangað í hádeginu í góðu veðri og setjast niður með kaffibolla eða eina pulsu af Bæjarins bestu. Ég er orðin dýr í búri. 2 8. MAÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.