Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Page 8
8. MAÍ 2020 DV8 FRÉTTIR ársbyrjun 2020. Fram kemur í auglýsingunni að umsækj- andi „þurfi að gera grein fyrir reynslu sinni af ferðaþjónustu, gera grein fyrir sýn sinni á rekstur tjaldsvæðisins, hafa reynslu af rekstri, vera reglu- samur, vera í skilum með op- inber gjöld og lífeyrisiðgjöld starfsmanna“. Því skal haldið til haga að Guðmundur hefur hlotið dóm fyrir fjárdrátt, skattalaga- og bókhaldsbrot. Sjö árum síðar tók síðan við rekstri í umboði sveitar- félagsins en samkvæmt fyrirspurnum blaðamanns er Guðmundur verktaki hjá sveitarfélaginu. Ekki er skýrt hvort Guð- mundur uppfyllir þær mennt- unar- og hæfniskröfur sem settar voru fram þegar sveitarstjórn Gríms nes- og Grafningshrepps auglýsti eftir rekstraraðila. Aðspurður um málið segir Guðmundur: „Fyrst þegar ég sótti um var ekki óskað eftir reynslu í ferðamennsku en svo var í ár og ég hef þá reynslu enda búinn að reka tjaldsvæðið í þrjú ár.“ Segir fólk þekkja sig Í fyrra skiptið var Guðmundur tekinn fram yfir einn um- sækjanda og í seinna skiptið var hann tekinn fram yfir tvo. Þegar leitað var eftir svörum hjá Ingibjörgu Harðardóttur sveitarstjóra, sem samdi við Guðmund í umboði sveitar- stjórnar, um hvernig staðið hefði verið að vali þess sem fengi að leigja svæðið og hvort til væru opinber gögn um hverjir aðrir sóttust eftir svæðinu svaraði hún: „Ekkert eitthvað sérstaklega. Skiptir það einhverju máli?“ Þegar Ingibjörg var spurð hvort óskað hefði verið eftir sakavottorði þeirra sem sótt- ust eftir rekstrinum svaraði hún: „Það voru sótt öll þau gögn sem sóst var eftir og þau stóðust þær kröfur sem við gerðum. Bókunin stendur bara eins og hún stendur.“ Aðspurð hvað Guðmundur hefði haft umfram hina um- sækjendurna svaraði hún: „Það skiptir bara engu máli, þetta var niðurstaða sveitar- félagsins.“ Ingibjörg kvaðst engar frekari upplýsingar myndu veita um málið með orðunum: „Þú getur gleymt því að ég gefi upp nokkrar upplýsingar um nokkuð til DV.“ Hún sleit síðan símtalinu fyrirvaralaust. Guðmundur sjálfur segist vera með hreint sakavottorð en lögum samkvæmt hverfa brot af sakaskrá eftir til- tekinn tíma, eftir alvarleika brots. Hins vegar fyrnist sakaskrá ekki. Aðspurður hvort hann hafi orðið fyrir aðkasti sökum fortíðar sinn- ar svarar Guðmundur: „Nei, aldrei.“ Spurður hvort hann telji að gestir svæðisins viti hver hann sé og þekki hans fortíð segir hann: „Það veit nákvæmlega hver ég er.“ Athygli vakti að viðtal birt- ist á vefsíðu Ríkisútvarpsins síðastliðinn sunnudag þar sem Guðmundur er spurður út í tjaldsvæðið og áhrif kóróna- veirunnar á starfsemina sök- um fjöldatakmarkana. „Hann hringdi hingað og spurði mig hvort hann mætti spyrja mig nokkurra spurn- inga um tjaldsvæðið og ég var svona óviss hvort ég ætti að vera að svara því. Hvort það færi þá ekki bara að koma einhverju enn og aftur af stað. Sem mér heyrist það vera að gera.“ Engin mynd birtist með en útlit Guðmundar hefur tölu- vert breyst frá Byrgisárunum. Guðmundur er nú með stutt hár og ýmist kallaður Gummi eða Mummi ef marka má um- sagnir á Facebook-síðu tjald- svæðisins. Hann segist ekki halda að bakgrunnur hans fæli fólk frá svæðinu enda sé þetta aðal- lega eldra fólk. „Yfirleitt er þetta fólk sem hingað kemur í eldri kantinum. Ekki ungar stúlkur sem þyrftu að ótt- ast það að ég myndi ráðast á þær. Enda nauðgaði ég engum konum,“ segir Guðmundur. Oddviti sveitarstjórnar seg- ist engar kvartanir hafa feng- ið undan Guðmundi. DV hafði ítrekað samband við oddvita sveitarstjórnar og óskaði eftir skýrari svörum og upplýsing- um um aðra umsækjendur. Við því var ekki orðið. n Frá tjaldsvæðinu á Borg í Grímsnesi. MYND/GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPUR:GOGG.IS Hann hringdi hingað og spurði mig hvort hann mætti spyrja mig nokkurra spurn- inga um tjaldsvæðið og ég var svona óviss hvort ég ætti að vera að svara því. Borg í Grímsnesi er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Þar er tjaldsvæði, sundlaug, íþróttahús og verslun. MYND/PJETUR Ég er með hreint sakavottorð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.