Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Page 14
8. MAÍ 2020 DV H eimilisofbeldi er of-beldi sem einstakl-ingur verður fyrir af hálfu einhvers sem er honum nákominn, skyldur eða tengdur, eins og maki, barn, foreldri, barnsfaðir, systkini eða forráðamaður. Í umfjöllun hér á síðunni sem er byggð á efni frá Kvennaat- hvarfinu er talað um „maka” en það getur verið núverandi eða fyrrverandi eiginmaður/ eiginkona, kærasti/kærasta eða sambúðaraðili. Þolandi og gerandi þurfa hvorki að búa saman né vera gift til að ofbeldið flokkist sem heimil- isofbeldi. Heimilisofbeldi þarf heldur ekki að vera bundið við heimili geranda eða þolanda. Sérstaða heimilisofbeldis felst í því að gerandi og þol- andi tengjast nánum böndum sem gerir ofbeldið enn sárs- aukafyllra en ella, auk þess að gera þolanda erfiðara um vik að slíta tengslum við ofbeldis- manninn. „Heimilisofbeldi getur verið af margvíslegum toga og í hverju tilfelli er oft er um fleiri en eina tegund ofbeldis að ræða. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðis- legt, fjárhagslegt og stafrænt auk ýmiss konar hegðunar sem felur í sér ógn, hótun, stjórnun og/eða þvinganir. Formi og aðdraganda of- beldisins má oft lýsa sem ákveðnum ofbeldishring, þar sem spennan í sambandinu magnast upp, endar með ein- hvers konar sprengingu, svo fellur allt í dúnalogn og allt er frábært. Síðan byrjar spennan aftur að byggjast upp,” segir á vef Kvennaathvarfsins. n ERTU Í OFBELDISSAMBANDI? NEYÐARTILFELLI Í neyðartilfellum skal alltaf hafa samband við 112 AÐSTOÐ FYRIR ÞOL- ENDUR OG GERENDUR HEIMILISOFBELDIS Kvennaathvarfið Athvarf fyrir konur og börn sem geta ekki dvalið á eigin heimili vegna ofbeldis. Kvennaathvarf.is Stígamót Grasrótarsamtök sem veita að- stoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Stigamot.is Drekaslóð Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Drekaslod.is Heimilisfriður Meðferðar- og þekkingarmiðstöð sem veitir gerendum sérhæfða meðferð. Heimilisfridur.is Bjarmahlíð - Akureyri Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Bjarmahlid.is Bjarkarhlíð Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Bjarkarhlid.is Hjálparsími Rauða krossins Sími 1717 Einnig boðið upp á netspjall á 1717.is LÍKAMLEGT OFBELDI Dæmi um líkamlegt ofbeldi í nánu sambandi er ef maki þinn: • Heldur þér í gíslingu. • Kemur í veg fyrir að þú nærir þig. • Kemur í veg fyrir að þú náir almennilegum svefni. • Skaðar þig með t.d. hnífi, belti, byssu eða barefli. • Sparkar/kýlir í hluti, hendir og/eða skemmir hluti. • Kemur í veg fyrir að þú getir farið og/eða komið þegar þú vilt. • Slær, kýlir, lemur, klórar, bítur, skallar, klípur, sparkar í, rífur í hár, hrindir, brennir, drekkir, kæfir, eða tekur þig kverkataki. ANDLEGT OFBELDI Dæmi um andlegt ofbeldi í nánu sambandi er ef maki þinn: • Öskrar á þig. • Uppnefnir þig. • Gerir lítið úr þér. • Hótar og/eða ógnar þér. • Segir þig ruglaða(n)/geðveika(n). • Einangrar þig frá vinum og fjölskyldu. • Treystir þér ekki í kringum aðila af hinu kyninu. • Fylgist með ferðum þínum – hefur eftirlit með þér. • Gagnrýnir þig og/eða gerir l í t ið úr af- rekum þínum eða vinnu. • Er móðgandi/ særandi þegar hann er undir áhrifum áfengis/fíkniefna. • Áreitir þig stanslaust t.d. með skilaboðum, símhring- ingum og/eða heimsóknum. STAFRÆNT OFBELDI Dæmi um stafrænt ofbeldi í nánu sambandi getur verið ef maki þinn: • Skráir sig inn á samfélagsmiðla á þínu nafni. • Stýrir því hver má vera vinur þinn t.d. á facebook og hver ekki. • Er með upplýsingar um stað- setningu þína, t.d. í gegnum símann. • Stýrir því hverja þú mátt tala við gegnum samfélagsmiðla eða í síma. • Þrýstir á þig að senda sér nekt- ar/kynlífsmyndir og/eða mynd- bönd af þér. • Skoðar símann þinn reglulega. • Sendir þér nektar/kynlífsmyndir og/eða myndbönd af sér, gegn þínum vilja. • Heimtar að fá lykilorð þín til að geta skráð sig inn á samfélags- miðla eða bankareikninga. • Hótar að bir ta opinberlega nektar/kynlífsmyndir og/eða myndbönd af þér, eða senda til ættingja, vina eða vinnufélaga. KYNFERÐISLEGT OFBELDI Ofbeldið getur birst sem: • Kynferðisleg árás; eins og að þvinga viðkomandi til að stunda með sér einhvers konar kynmök, hvort sem um er að ræða varin eða óvarin. • Kynferðislegt áreiti; getur verið bæði andlegt og lík- amlegt áreiti af kynferðis- legum toga. Dæmi um kynferðislegt ofbeldi í nánu sambandi getur verið ef maki þinn: • Gerir þig út í vændi. • Krefst kynlífsathafna sem þú kýst ekki. • Lætur þig stunda kynlíf með (mörgum) öðrum. • Notar líkamlegt afl, vald, samvisku eða neyð þína til að eiga við þig kynmök. FJÁRHAGSLEGT OFBELDI Dæmi um fjárhagslegt ofbeldi í nánu sambandi getur verið ef maki þinn: • Bannar þér að vinna. • Tekur launin þín af þér. • Skammtar þér peninga. • Skráir skuldir á þig en eignir á sig. • Kemur í veg fyrir að þú veljir þér starfsframa. • Eyðileggur persónulega muni þína viljandi. • Heldur upp- lýsingum um stöðu fjármála frá þér. • Ráðstafar sam- eiginlegum fjár- munum í óþarfa eins og áfengi/ fíkniefni eða eigin áhugamál án þess að ráðfæra sig við þig. ÖRYGGISÁÆTLUN Afleiðingar heimilisofbeldis geta verið mjög hættulegt og þá mikilvægt að vera með öryggisáætlun. • Hvert er öryggisnet mitt – stuðn- ingur frá fjölskyldu eða vinum – gæti ég forðað mér þangað? • Ákveða „leyniorð“ sem börnin, fjölskylda og vinir vita að þýðir að hringt sé á lögreglu. • Kenna börnunum hringja í 112. • Segja börnunum frá áætluninni. • Vera búin að hugsa flóttaleið – hvernig kemst ég fljótt og örugg- lega út – hvaða hurð/glugga/ stiga/lyftu er best að nota? • Hafa skilríki og vegabréf á ör- uggum stað MYND/GETTY Heimilisofbeldi getur verið af margvíslegum toga. Sérstaða þess felst í að gerandi og þolandi tengjast nánum böndum sem gerir ofbeldið enn sársaukafyllra en ella. Heimilisofbeldi þarf heldur ekki að vera bundið við heimilið. HEIMILD: KVENNAATHVARFID.IS 14 PRESSAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.