Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Page 16
8. MAÍ 2020 DV16 EYJAN
E yjan leitaði svara hjá fræðimönnum í mann-fræði, stjórnmálafræði
og efnahagsmálum um hvað sé
fram undan.
Markar djúp spor í sögunni
Ólafur Þ. Harðarson er pró-
fessor í stjórnmálafræði við
Háskóla Íslands. Hann segir
að áhrif faraldursins verði
mikil í pólitíkinni:
„Líklegt er að þessi plága
muni marka djúp spor í stjórn-
mál, menningu og félagsgerð
í veröldinni allri. Sennilega
verða áhrifin hér svipuð og
í nágrannalöndunum, frekar
en sér-íslensk. Víða birtist
aukin áhersla almennings á
samkennd og samvinnu – á
kostnað einstaklingshyggju og
þröngra eiginhagsmuna. Hug-
myndin um mikilvægi sam-
félagsins hefur eflst. Þessar
áherslubreytingar gætu
reynst varanlegar, a.m.k. í
nokkra áratugi.
Kreppan mikla mótaði heila
kynslóð, sem reyndi hana á
eigin skinni. Svipað gæti gerst
núna. Ef sú verður raunin mun
þetta væntanlega hafa áhrif á
flesta stjórnmálaflokka, líka
á Íslandi.
Vinsældir gætu dalað
Fleiri en áður segjast stuðn-
ingsmenn ríkisstjórnarinnar.
Líklegast er að þessar auknu
vinsældir ríkisstjórnarinnar
verði skammvinnar. Vel
heppnuð viðbrögð tryggja
ekki endilega góðan árangur
í kosningum.
Að mati erlendra hagfræð-
inga náði ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur glæsilegum
árangri við endurreisn efna-
hagskerfisins eftir Hrun.
Samt voru stjórnarflokk-
arnir rassskelltir í kosning-
unum 2013. Næstu kosningar
verða væntanlega vorið eða
haustið 2021. Þá verður efna-
hagsáfallið vegna plágunnar
í algleymingi. Kannski telur
stjórnin að haustkosningar
yrðu sér hagstæðari. Það er
þó alls ekki ljóst.
Gæti breytt utanríkisstefnu
Íslands
Í plágunni hefur hver þjóð
fyrir sig farið eigin leið í við-
brögðum. Samt hefur alþjóða-
samvinna líka leikið stórt hlut-
verk – og mun skipta meira
máli við afnám lokana og
endurreisn efnahagskerfa.
Plágan gæti eflt þjóðernis-
BREYTT HEIMSMYND FRAM UNDAN
Kórónaveirufaraldurinn er sagður
fordæmalaus og áhrif hans talin
mikil á umheiminn.
Trausti Salvar Kristjánsson
traustisalvar@eyjan.is
Ólafur Þ.
Harðarson
prófessor í
stjórnmálafræði
Ólafur Þ. Harðarson reiknar með áhrifum á stjórnmál, meningu og félagsgerð um allan heim. MYND/GETTY