Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Síða 28
28 MATUR 8. MAÍ 2020 DV
B abyshower, barnasturta eða steypiboð – hvað sem þið kjósið að kalla
þessar sykruðu og lit ríku sam-
komur, þá eru þær vissulega
skemmtilegar og kærkomin
gleði fyrir oft ansi þreyttar
konur. Nú eru án efa margar
þrútnar og félagsþyrstar,
óléttar konur að skríða undan
sam komubanni. Hvernig væri
að henda í eitt sykursjokkerað
partí eftir að samkomubanni
lýkur, fyrir góða vinkonu?
Ég hef svo góðar konur í
kring um mig að ég fékk slíkt
leyni boð í bæði skiptin sem
ég var ólétt og get með sanni
sagt að þau glöddu mig ákaf-
lega mikið. Sjálf hélt ég slíkt
boð um daginn og þá kom í
ljós að fæstum af gestunum
hafði verið boðið í slíkt boð
áður og ekki var vitneskjan
um skipulagninguna mikil.
Hér koma því nokkrir punkt-
ar. n
Samkomubann út og steypiboð
inn! Nú styttist í að bjóða megi
í gott partí. Hér er farið yfir allt
sem þú þarft að vita fyrir boðið.
Þorbjörg
Marínósdóttir
tobba@dv.is
SKIPULAGNINGIN
1 Boðið er háleynilegt!
Komist verðandi móðir að því að
þetta standi til mun hún án efa
reyna að skipta sér af og koma sér
í stressandi hlutverk!
2 Útbúið gestalista
Gætið þess að vinkonur úr vinnu,
æsku og kvenkyns fjölskyldumeð-
limir séu á listanum. Gott er að fá
maka og/eða systkini viðkomandi til
að fara yfir listann og sjá hvort ein-
hvern vantar. Oftast dugar að gera
Facebook event og hringja í þá sem
ekki eru á Facebook eins og ömmu.
Auðvitað má bjóða karlmönnum
en oftar en ekki eru þetta kvenna-
hittingar þar sem konur deila sinni
reynslu af styttingu legháls og til-
fallandi pissi í sjónvarpssófann.
3 Staðsetning
Finnið einhvern í hópnum sem er
til í að halda boðið en um leið þarf
þetta að vera á heimili sem auðvelt
er að plata viðkomandi á. Til dæmis
þykjast vera að mæta í bröns eða
sækja barn þangað.
4 Veitingar
Langauðveldast er að biðja alla
um að koma með eitthvert smá-
ræði. Sniðugt er að gera lista og
biðja fólk að skrá hvað það ætlar
að koma með svo ekki komi allir
með það sama. Sjá dæmi um lista
hér til hliðar. Veitingarnar eru yfir-
leitt í brönsstíl.
5 Gjöf
Hagstæðast og oft skemmtilegast
er að allir sem vilja taka þátt í gjöf
leggi til dæmis 2.500 krónur inn á
ein hvern einn af gestunum sem sér
um að kaupa gjöf. Þannig er hægt
að safna dágóðri fjárhæð og kaupa
eit t hvað veglegt. Gaman er að
kaupa eitthvað handa bæði móður
og barni. Hugmyndir að gjöfum má
sjá hér til hliðar. Úr þeim potti má
þá taka smá peninga til að kaupa
skraut.
6 Skraut
Eftir góðan bæjarrúnt má með sanni
segja að bestu kaupin séu líkl ega í
Søstrene Grene, eða Systra greninu
eins og eiginmaður vinkonu minnar
kallar verslunina. Eins er gaman að
lána á milli ef einhverjar vinkonur
eiga skraut. Skrautið þarf ekki að
vera mikið. Nokkrar blöðrur, skilti
með kyni barnsins, skrautborðar til
að hengja á veggi eða pappírsdúsk-
ar og fall egar servéttur. Ekki missa
ykkur á Pinte rest! Þar eru margar
góðar hugmyndir en það er óþarfi
að gera þetta að brúðkaupsveislu!
Þá eru líka minni líkur á að fólk nenni
að standa í þessu aftur. Þessi stund
snýst jú um samveru, gleði – jú, og
auðvitað gúmmulaði!
Einnig er skemmtileg hugmynd að
hafa krukku á staðnum og dreifa
mið um og biðja fólk að skrifa hug-
myndir að barnanöfnum og stinga í
krukkuna. Það er svo skemmtilegt
að lesa oft ansi skrautlegar nafna-
hugmyndirnar sem koma upp úr
krukkunni.
Hugmyndir
að veitingum
• Brauð
• Salöt
• Pestó
• Heitir réttir
• Fersk ber
• Melónusalat
• Rjómaís
• Ostar
• Kaffi
• Safi
• Sódavatn
• Mímósur
• Vegleg kaka í fallegum pastellit
• Aðrar kökur / gúmmulaði
• Freyðivín til að skála í – það
fæst æðislegt freyðandi te á
Coocoo‘s Nest
Gjafahugmyndir
Fyrir mömmuna
• Gjafabréf í dekur, til dæmis
nudd eða fótsnyrtingu
• Kampavínsflaska
• Bók
• Náttsloppur / náttföt
• Gjafabréf á veitingahús
• Snyrtivörur / spa-pakki, svo
sem krem, skrúbbur, maski,
naglalakk eða eitthvað slíkt
• Skartgripur – eins
handa móður og
barni
Fyrir barnið
Spyrjið endilega
m a k a / m ó ð u r
viðkomandi hvað
vanti á heimilið.
• Fatnaður
• Gjafabréf í barnavöruverslun
• Sæng (ef slíkt er ekki til)
• Rúmföt
• Kerrupoki
• Tuskudýr með „white noise”
hljóði
MYNDIR/TM
Klassískar súkkulaðibollakökur
1 ²/³ bolli sykur eða hrásykur
1 ¾ bolli hveiti
¾ bolli ósætt kakó
1 ½ tsk. lyftiduft
1 ½ tsk. matarsódi
1 tsk. salt
2 egg
1 bolli mjólk
½ bolli olía (ég notaði kókosolíu)
2 tsk. vanilludropar
1 bolli soðið vatn
Forhitið ofninn í 175 gráður. Smyrjið
kökumótið með smjöri eða olíu.
Annaðhvort má gera eina væna
tertu eða bollakökur.
Í stóra skál skal blanda saman sykri,
hveiti, kakói, matarsóda, lyftidufti og
salti. Hrærið saman.
Næst fara egg, mjólk, olía og vanilla
saman við. Hrærið vel. Að lokum fer
vatnið út í. Deigið verður nokkuð
þunnt.
Hellið deiginu í formið eða formin
og bakið sirka 15 mínútur fyrir
bollakökur en 35-40 mínútur ef þið
gerið tertu. Baksturinn fer eftir þykkt
tertunnar. Gott er að nota prjón eða
tannstöngul til að stinga í tertuna.
Hún er tilbúin þegar prjónninn
kemur deiglaus út. Kælið kökuna í
10 mínútur áður en hún er tekin úr
mótinu. Látið tertuna kólna alveg
áður en kremið er sett á, en það má
nota nánast hvaða kremuppskrift
sem er.
SVONA HELDUR ÞÚ
„babyshower“
Ófáar óléttar
konur hafa lýst
yfir dálæti á
smjörkremi.