Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1944, Síða 11

Íþróttablaðið - 01.05.1944, Síða 11
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 3 Sundlaug á Norðfirði. þess að liiti verði nægur, er kælivatnið hitað af útblásturs- reyk aflvélarinnar í til þess geið- um katli. Vegna þessa liitunar- og liitavatns-möguleika hafa tvær laugar bæst i hóp starfandi lauga og tvær eru í smíðum og nokkr- ar í undirbúningi. Hraðfrystihúsin, sem víða liafa risið upp liin síðari ár liafa auk- ið möguleikann á byggingu sund- lauga, eða réttara auðveldað rekstur þeirra, vegna hins heita kælivatns. Síðastliðið vor var gripið lil segldúkslaugar og henni komið fyrir í hraðfrystihúsum tveggja kauptúna og i mánuð kennt í henni 64 börnum sund. Fyrstu hreinsitækjum fyrir sundlaugar er komið fyrir í Sundhöll Reykjavíkur. Þau tæki voru erlend', en nú liefur lireinsi- tækjum, smíðuðum hér heima, ver ið komið fyrir við tvær sundlaugar og tvö eru til viðbótar í smíðum. III. Árið 1941 eru sundstaðir lands- manna eftir því, sem ég bezt veit 69 talsins. Með í þeirri tölu eru þeir staðii’ við ár, vötn, tjarnir og sjó, þar sem lagað hefir verið til fyrir sundiðkanir. Eflir 1941 liafa hæst við 3 opn- ar sundlaugar og 1 yfirbyggð. Sundlaugin að Laugarvatni lief- ur verið yfirbyggð og hefur ver- ið tekin í notkun, en er ekki full- gerð. Unnið er að byggingu 9 sundlauga. Sex af þeim verða að öllum líkiindum starfræktar næsta sumar. Margir sundstaðir hafa verið lagfærðir og við súmar laugar gerðar viðbyggingar. Auk þessa er hafin undirbún- ingur að byggingu 10 sundlauga. Við þær sundlaugar, sem sótt er til af stóru svæði, liefur komið í ljós að ekki er nóg að hafa vatnshelda þró, heldur verður að leggja álierzlu á að vistleiki og hollustuhættir séu sem beztir og því er liafinn undirbúhingur viðleguskála með líku sniði og skíðaskála. Jafnframt því, sem sundað- staðan hefur batnað liefur að- staðan til almenningsbaða lag- færst, því að lögð er áherzla á góð- an útbúnað baða og víða eru bað- stofur reistar jafnframt sund- laugunum. IV. Sunds er víða getið í fornsög- unum og eigum við i þeim mörg- um snildarlega skráðar frásögur um djarfleg sundafrek. Ólafur Davíðsson kemst svo að orði í kaflanum um íþróttir: „Þegar fram liðu stundir hnign- aði sundinu eins og öðrum list- um á íslaudi og er það þeim mun undarlegra og óskiljanlegra, sem sundið er allra lista þarfast, ekki sízt á íslandi, þar sem hvert vatnsfallið er við annað. Þó leið sundlistin ekki alveg' undir lok hjá Islendingum, en hún varð svo sjaldgæf, að ef einhver kunni að synda, þá héldu annálaritarar ])ví á loft, eins og það væri eitt- hvað teikn eða stórmerki". Ólafur Dvíðsson hefur maima hezt safnað lieimijdum um íþrótt- ir frá því á söguöld fram til 1890. Hann telur upp heimildarrit neð- anmáls með íþróttakaflanum, en í kaflanum um sund rekur hann sögu sundsins. Hefur Ó. D. fundið heimildir um sundkunnáttu frá öllum öld- um, nema 17. öld. Sund, sem aðrar íþróttir, var oft bannað með klerklegum til- skipunum, en þó er það undar- legt að flest er það prestlærðra inanna, sem getið er að séu synd- ir. Vitað er að íþróttir voru stund aðar við skólana í Skálholti og á

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.