Íþróttablaðið - 01.05.1944, Page 12
4
ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ
Hólum. í nágrenni beggja skóla-
setranna vorn laugar.
Alþýðumenn hafa einnig iðk-
að sund, þó þess sé miður getið.
Þá ályktun má draga af nokkr-
um heimildum og svo af sögum
um „bófa“ eins og Tindala-ími
og útilegumenn t. d. Fjalla-Ey-
vind.
Séra Pétur Guðmundsson ann-
álaritari, segir svo á einum stað
í því, sem hann skráir um árið
1800: „Sundmenn voru fremstir
taldir: Jón Vidalin, bróðir Geirs
biskups, Sæmundur prestur á
Hólum, nam sundlist erlendis og
Snorri prestur að Húsafelli hafði
verið orðlagður sundmaður“. Af
þessum ummælum annálsritarans
má draga þá ályktun, að fleiri
hafi kunnað sund og að flestir
þeirra hafi lært það hér á landi.
Örfun til sundiðkana Jiefst fvr-
ir alvöru með komu Jóns Þor-
Iákssonar Kjærnesteðs frá út-
Iöndum. Hann kennir svo vitað
sé um b'æði í Eyjafirði og Skaga-
firði frá árunum 1821 og fram
(il þess að hann andast 1837. Ár-
ið 1824 „stofnar hann sundskóla“
nálægt Reykjavík og kennir þar
30 unglingum. Talið er að Jón
liafi kennt um 100 manns að
synda.
Þá koma Fjölnismenn til sög-
unnar og Jónas Hallgrímsson
þýðir og staðfærir sundreglur
Náchtegalls, dansks yfirsund-
kennara.
Nú koma fleiri menn til sög-
unnar, sem örfa til sundnáms.
Um miðja öldina er Gestur
Bjarnason (Sund- eða Glímu-
Gestur) nafntogaðastur sund-
kennari. Fer hann víða um t. d.
að Reykjanesi við Djúp, en kenn-
ir þó lepgst af í Húnavatnssýsl-
um og tekur á laugarhakkanum
sótt þá er leiddi liann til dauða
1862.
Við fjölgun íslenzkra blaða og
tímarita hafa áhugamenn um
sundmenntun örfað landsmenn
til sundnáms og þungt verður á
metaskálunum skerfur skóla-
pilta frá Bessastöðum, sem flest-
ir lærðu að synda í víkum og
sýkjum á Alftanesi. Þegar þeir
setjast i embætti örfa þeir Jands-
lýðinn til sundnáms. Þannig líð-
ur framundir 1890, að sund er
víða kennt, en hvergi verður
sundkennslan varanleg. Stofnað
er til sundnáms og áhuginn mik-
ill í 2—3 ár, en þá sofnar áhug-
inn og simdþróin grær upp. Sama
er að segja um fvrsta sundfélag-
ið, sem stofnað er i Reykjavík
1. okt. 1884, en líður undir lok
með dauða suudkennarans, Bjarn-
ar Blöndals 1887. Til þess árs
hafði sundfélagið haldið sund-
námskeið árlega og hyggt sund-
skála við laugarnar 1886.
Árið 1890 má segja að nýtt
tímabil hefjist i sundsögunni
með því að Páll Erlingsson hef-
ur sundkennslu við laugarnar í
Reykjavík, þvi að þá fyrst hefsl
samhangandi sundkennsla hér á
Iandi. Aðrir fara að dæmi Páls,
og á árunum fyrir og eftir alda-
mótin síðustu liefst sundkennsla
við sundlaugar, í vötnum og í
sjó víða um land og liefur liald-
izt nær óslitin síðan.
Áhugamannafélög, sem hafa
sundiðkanir efst á stefnuskrá
sinni myndast og halda starfinu
áfram um mörg ár eða fram á
þennan dag. Áhugamenn uni
sundiðkaniir vekja athygli lands-
manna á gildi sundsins með
sundafrekum t. d. er Lárus Rist
svndir yfir Eyjafjörð.
Menn hjarga sér frá drukknun
á sundi og sundkeppni og sund-
sýningar örfa landslýðinn og
greinar i blöðum og tímaritum
sýna fram á gildi sundsins, og
Í.S.Í gefur út kennsluhók i sundi.
Ungir menn fara utan og kynna
sér nýung í sundi og áhuga-
menn sýna fram á að nútíma ís-
lendingar standa forfeðrum sín-
um á sporði i sundlistinni t. d.
sund Erlings Pálssonar úr Drang-
ey til la.nds.
Raddirnar um það, að „öllum
íslendingum, bæði körlum og
könum lærist að synda“ verða
fleiri og háværari.
V.
Með gildisiöku íþróttalaganna
1940 verður sund skyldunáms-
grein i skólum landsins.
Frá Alþingi 1925 voru afgreidd
lög, þar sem bæjar- og sveitar-
félögum var heimilað að skylda
unglinga til sundnáms. Aðeins
eitt bæjarfélag (Vestmannaeyjar)
notaði þessa heimild, og sett er í
lög um nám stýrimanna og skip-
stjóra, að þeir séu syndir.
Þegar vorið 1940 var liafinn
undirhúningur að því að koma
sundskyldunni í framkvæmd.
Þrátt fyrir að engin reglugerð
væri samin þá strax um sund-
námið, þá tóku allir viðkomandi
aðilar þessum ákvæðum vel, og
])að er ekki fyrr en 1. apríl 1943,
að sundreglugerð er staðfest, þvi
að rétt þótti að rannsaka sund-
aðstöðu hinna ýmsu landshluta
og skapa einhverja revnslu, til
þess að byggja á.
VI.
í reglugjörðinni eru settar fram
lágmarkskröfur um sundgetu
fidlnaðarprófsbarna.
Sé sundlaug i skólahverfinu, a