Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1944, Side 18

Íþróttablaðið - 01.05.1944, Side 18
10 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Sendið knattspyrnufréttir. Ég ætla að byrja þetta „bjal“ mitt með því að skora á knattspyrnufélögin að senda blaðinn frétt- ir af knattspyrnuviðburðum úr sínu béraði. Með því ætti blaðið að geta orðið lifandi tengiliður milli félaganna um það, sem gerist, og jiað er ein- mitt aðalhlutverk blaðsins, en j)að getur jiví aðeins orðið, að fréttirnar sén sendar. Þá væri æskilegt, að knattspyrnumenn sendu fyr- irspurnir um ýms atriði knattspyrnulaganna. Gæti það orðið til fróðleiks og skemmtunar, sama væri að segja um frásagnir um sérkennileg atvik úr leikjum. Tillögur til umbóta knattspyrnumálunum væru kærkomnar og hefur blaðinu borizt ein og er vonandi að fleiri komi á eftir. Óvirðuleg athöfn. Fer hér á eftir kafli úr bréfinu: „Eitt mót er þó öðru fremra, að mínu viti, það er íslandsmótið, og sem ég ætla að skrifa um. Mér finnst því móli ekki vera sýndur sá sómi, sem nafn þess ber til og í j)ví sambandi ætla ég að segja yður frá endalokum |)ess í fyrra. Þau urðu ömurleg að mér finnst, sem áhugasamur áliorf- andi i knattspyrnu. Úrslitin fóru fram milli Vals og K.R. er lauk með sigri Vals 2:1, en jafnframt þyrptist fólkið inn á leiksviðið til að fagna sig- urvegurunum, sem voru á leið í búningsklefana eftir drengilegan leik. Er þeir höfðu dvalið j)ar um stund kom forseti I.S.I. út með íslandsbikarinn til að afhenda hann sigurvegurunum, en hann var brátt umkringdur af yngstu áhorfendunum, svo liann ætlaði tæpast að komast út á völlinn til að gera skyldu sína. Svo leið stutt stund, liann beið eftir sigurvegurunum, sem komu einn og einn, svo voru þeim afhent verðlaunin með miklum búrra- hrópum. En hvergi sáust keppinautarnir (K.R.- ingarnir). Ég veit að þetta er ekki falleg lýsing, en hún er sönn, þvi miður. Því legg ég til að Is- Iandsmótið verði liátiðlegra og ætti að vera hægt að kippa því í lag“. Orð í tíma talað. Ég er bréfritaranum alveg sammála, að sá hátt- ur, sem gilt hefur um verðlaunaafhendingar i knattspyrnu sé til vansa, sérstaklega þegar um Is- landsmótið er að ræða, mót, sem langflesta áhorf- endur dregur að sér og yfirleitt stendur lengst allra móta. Lýsing bréfritarans er sannarlega ekki ýkt. Ég man vel eftir þessari athöfn. Það var ó- fögur sjón. Bréfritarinn lætur fylgja með tillögur til úrbóta. Eru þær svohljóðandi: Tillögurr.ar. 1. Mótið sett af forseta Í.S.Í. Lúðrasveit leikur á undan og eftir ræðu forseta, en allir keppendur, sem í móti þessu keppa gangi inn á leikvang- inn og' hlýði á ræðuna. Síðan fara allir, en þeir, sem keppa eiga, koma hlaupandi inn á völlinn. 2. í leikslok, er úrslitaleikurinn er búinn, fara keppendurnir af leikvanginum en koma að vörniu spori aftur ásamt hinum keppend- unum, sem tóku þátt í mótinu og hlýða á for- seta Í.S.Í. afhenda verðlaunin“. Ef til vill verða menn nú ekki á eitt sáttir að taka þessar tillögur upp óbreyttar, en víst er um j)að, að úr þeim má taka ýmislegt og bæta við og j)ess er full þörf. Það er íþróttamönnunum mikil nauðsvn, að allt sem íþróttamenn laka sér fyrir hendur, fari fram með menningarbrag. Að því fylgi alvara og festa. Slíkur blær þarf að vera yfir öllum mótum bvort sem það eru landsmót eða staðamót. Skal ég síðar gefa lesendum blaðsins nákvæma lýsingu á verðlaunaafhendingu og setningu Is- landsmótsins. Knattspyrnumótin í Revkjavík. Tuliniusarmótið vann Valur. Fyrsta mót þessa árs var Tuliniusarmótið eða afmælismótið. Var j)að ekki eins sögulegt eins og' /

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.