Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1944, Page 24

Íþróttablaðið - 01.05.1944, Page 24
16 ÍÞRÓTT ABLAÐIÐ Giiðmundur Ingólfsson. 3. Magnús Kristjánss. (A.) 3 m. 6.6 s. 4. Hörður Jóhanness. (Æ.) 3 m. 7.3 s. Halldór kom alveg á óvart með bví að verða fyrstur, það hafa víst fáir búizt við því fyrir mótið, að 17 ára gamall piltur utan af landi myndi sigra Sigurð Jónsson, sem hefur ver- Halldór Lárnsson. ið meistari í þessu sundi mörg und- anfarin ár. Sigurður náði reyndar ekki nærri eins góðum tima og hann hefur oft gert áður, enda var hann ný staðinn upp úr legu. — Halldór er mjög efnilegur bringusundsmaður, hann synti með stuttum tökum og mjög ótt; ef liann útfærir betur tökin nær liann sennilega mun betri tima. Halldór er úr Mosfellssveitinni, en hefur æft í vetur í Reykholti lijá Þor- gils Guðmundssyni. Fleiri skólar og félög utan af landi ættu að senda rnenn á Sundmeistaramót íslands. Þeir sem æfa í skólum, þar sem sund- laug er, hafa að ýmsu leiti betri að- stöðu til æfinga en Reykvikingar. Magnús er mjög öruggur sundmaður og syndir fallega, þó hefur hann náð betri tíma áður. Hörður er greinilega í framför, hann náði einnig ágætum tíma, einkum þegar tekið er tillit til þess, að hann er aðeins 16 ára. 100 m. bringusund, drengja. 1. Marteinn Kristinsson (Æ.) 1. m. 36.5 sek. Marteinn Kristinsson. 2. Stefán Hallgrímss. (Æ.) 1 m. 36.7 s 3. Páll Jónsson (K.R.) 1 m. 38.0 sek. Marteinn synti létt og liðlega og getur sennilega orðið góður bringu- sundsmaður; liingað til hefur hann aðallega æft skriðsund. 100 m. bringusund, kvenna. 1. Unnur Ágústsd. (K.R.) 1 m. 41.0 s. 2. Gréta Ástráðsd. (Á.) 1. m. 42.4 s. 3. Ivristín Eiríksd. (Æ.) 1 m. 43.0 s. Unnur er núna sterkust af kvenfólk- inu á bringusundi, syndir röskt sund og kröftugt. Gréta náði mikið betri tíma lieldur en búast hefði mátt við, þar sem hún er nýbyrjuð að æfa sund. Unnur Ágústsdóttir. 3x50 m. boðsund, drengja (þrísund). 1. Sveit Í.R. 1 min. 55.5 sek. 2. Sveit Ægis a-lið 1 mín. 56.8 sek. 3. Sveit Ægis b-lið 1 min. 59.4 sek -— dæmd úr leik. Þetta boðsund er þannig, að fyrsti maður hvers liðs syndir baksund, annar bringusund og jiriðji skrið- sund. Í.R. vann nokkuð á með Guðm. Ingólfssyni á baksundinu, en Ægir dró heldur á í hinurn sundunum. — í sveitinni voru: Guðm. Ingólfsson, Ól- afur Guðmundsson og Jón F. Björns- son. 4x50 m. skriðsund, karla. 1. Sveit Ægis 1 mín. 56.0 sek. 2. Sveit Á. (a-lið) 1 mín. 57.4 sek. 3. Sveit K.R. (a-lið) 2 min. 00 sek. í þessu sundi var mjög spennandi keppni, sérstaklega milli A-sveitar Ár- manns og ÆJgis; Ármann tók forystuna í byrjun (Óskar) og liélt henni þar til í Iok 3. umferðar, er Logi náði marki aðeins á undan Magnúsi, en Hörður jók bilið þótt hann synti á móti Stefáni. •— í sveit Ægis voru: Ásgeir Magnús- son, Hjörtur Sigurðsson, Logi Einars- son og Hörður Sigurjónsson. 400 m. bringusund, karla. 1. Sigurður Jónss. (K.R.) 6 m. 39.7 s. 2. Sigurjón Guðjónss. (Á.) 6 m. 48.0 s. 3. Hörður Jóhanness.(Æ.) 6 m. 50.0 s. Fyrri helming leiðarinnar voru all- ir þessir þrir nokkuð jafnir, síðan fór

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.