Íþróttablaðið - 01.05.1944, Síða 32
24
ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ
Iauga. Í.S.Í. og U.M.F.Í. fengu hvort
um sig kr. 30.000.00. í. S. í. fékk enn-
fremur vegna útgáfu reglna og leik-
ákvæfSa kr. 11.000.00.
Skíðaskóli Isfirðinga.
Skólanum lauk um páska, eftir 1 Vi
mánaða starf. Nemendur voru 8 af
Vestur- og Austurlandi og úr Reykja-
vík. Nemendur róma kennsluna og
eiga góðar endurminningar frá dvöl
sinni í skólanum. Vonandi veita fleiri
skólanum atliygli, því að hver byggð
landsins eða réttara livert félag, verð-
ur að eignast mann, sem getur kennt
á skiðum. Fáir útlærðir skíðamenn
komast ekki yfir að kenna samtímis
um allt land.
Islenzkur knattspyrnumaður
erlendis.
Tvö brezk blöð „Evening Ne\vs“ og
„Evening Dispatc“ gera að umtals-
efni í íþróttadálkum sínum knatt-
spyrnuleik ungs íslendings, Ottós
Jónssonar frá Dalvík, sem nú dvelur
við nám i Edinborg. Keppti Ottó í
liði hins fræga skozka knattspyrnu-
félags Hearts og er látið vel af leik
hans.
Ottó hefur undanfarin tvö sumur
keppt hér heima í liði knattspyrnu-
félagsins Fram, en áður keppti hann
með Knattspyrnufélagi Akureyrar og
í liði Menntaskólans á Akureyri.
„Evening Dispatc“ segir m. a. um
leik hans:
„íslenzki útherjinn lét snemma
mikið á sér bera og vakti athygli fyr-
ir það, hve sniðugur liann var að
komast í gegnum vörn Aherdeen-
manna, en þar mætti hann hinum á-
gæta bakverði Couper og lék venju-
lega á hann. Skemmti slikt áhorf-
endunum mjög vel.“
Hearts skoruðu fyrsta markið, en
nokkru siðar jöfnuðu Aberdeenmenn.
En eftir það hertu Heartsmenn enn
sóknina og sást þá mjög góður leikur
hjá Ottó. Munaði þá mjög litlu að hann
skoraði mark með skalla, en bakvörð-
ur fékk bjargað á síðasta augnabliki,
eftir að markmaðurinn hafði misst
af knettinum. Gekk Hearts betur það
sem eftir var hálfleiksins, en hann
endaði með 1:1.
Hearts tapaði leiknum með 1:2, eft-
ir að þeir liöfðu þó haft meiri sókn,
og kennir sá, er um leikinn ritaði,
því um, að Ottó hafi ekki fengið
knöttinn nógu oft í síðari hálfleikn-
um.
Tron Kirk, íþróttafregnritari Even-
ings News segir um Ottó meðal ann-
ars: „Hearts hafa bætt við sig
skemmtilegum nýiiða — íslending,
sem stundar bókmennta- og listanám
í Edinborg. Nafn hans er Ottó Jóns-
son. Hann mun verða við nám sitt í
Edinborg í þrjú til fjögur ár.
Hann var mjög glaður, er honum
var boðið að leika með Hearts, því
auðvitað er hann áhugamaður (Hearts
er atvinnufélag, en á þessum tímum,
og reyndar annars, fá áhugamenn oft
að leika með slíkum félögum). Var
honum mjög umhugað um að standa
sig sem bezt í fyrsta leik sínum, og
olii lionum það nokkurra vonbrigða,
að hann fékk spark í legginn, sem
gerði það að verkum, að liann lék
ekki alveg eins vel og hann getur.
Jónsson ræddi við mig um knatt-
spyrnu á íslandi og kvað þar aðal-
iega skorta þjálfara og æfingaskil-
yrði. Efast ég ekki um að hann geti
lært margt og mikið í knattspyrnu
þau ár, sem hann dvelur hér, og að
honum hafi verið þær móttökur, sem
hann fjekk hér mikil uppörfun."
(Morgunblaðið).
Yfir landið þvert.
Um páskana gengu sex Reykvíking-
ar yfir þveran Hofsjökul og niður að
Haukadal í Biskupstúngum. Voru þeir
10 daga á leiðinni, þar af 2% dag
veðurtepptir á jökli. Alls gengu þeir
117 km. leið. Höfðu ])eir meðferðis
tvö tjöld og sleða og allan útbúnað
sem beztan. Menn þessir eru úr Litla
Skíðafélaginu, en þeir eru: Magnús
Andrésson verzlunarfulltrúi, Gunnar
Guðjónsson forstjóri, Árni Haraldsson
verzlunarmaður, Stefán Björnsson
skrifstofustjóri og bræðurnir Kjart-
a'n og Björn Hjaltested.
Badmintonfélag á Fáskrúðsfirði.
Nýlega var stofnað badmintonfélag
á Fáskrúðsfirði. Félagar eru fjórir en
formaður Baldur Björnsson. Aðstaða
til badmintoniðkana er mjög góð í
leikfimisal barnaskólaris. Félagarnir
liafa ekki iðkað badininton áður, en
eru mjög hrifnir af liinni nýju íþrólt.
Islenzkt róðrarfélag í Khöfn.
íslendingar, búsettir í Kaupmanna-
höfn hafa stofnað róðrarfélag og á-
kveðið að kaupa kappróðrarbát. Áður
voru íslendingar í róðrarfélagi Fær-
eyinga í Khöfn og fengu þar tánaða
báta eitt kvöld í viku. Formaður hins
íslenzka róðrarfélags er Jón Hetgason
stórkaupm.
Leikvangur í Hafnarfirði.
íþróttafélögin i Hafnarfirði og bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar kusu s.l. liaust
sérstaka íþróttanefnd til að vinna að
bættum skityrðum til útiíþróttaiðkana
í bænum. Hefur nefndin ákveðið að
festa kaup á einliverju lieppilegu landi
í eða við Hafnarfjarðarbæ. í fjáröfl-
unarskyni hefur nefndin efnt til liapp-
drættis.
Heiðraði kaupandi!
Nú er 8. árgangur íþróttablaðsins
fallinn í gjalddaga og treysti ég yður
til að senda mér andvirði blaðsins
sem allra fyrst, í ábyrgðarbréfi, póst-
ávisun eða með greiðslu beint til mín
á Haðarst. 10 eða Grettisg. 28B.
Sömuleiðis bið ég yður að láta mig
vita ef þér hafið bústaðaskipti eða
verðið fyrir vanskilum á blaðinu, svo
ég geti strax bætt úr því,
Með iþróttakveðju.
Þórarinn Magnússon,
afgreiðslumaður,
Haðarstíg 10.
!----------------------------------
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ.
Útgefandi: íþróttablaðið h/f.
Ritstjóri: Þorsteinn Jósepsson.
Ritnefnd: Benedikt Jakobsson,
Þorsteinn Einarsson.
Blaðstjórn: Ben. G. Waage, Kristján
L. Gestsson, Jens Guð-
björnsson, Sigurjón Pét-
ursson, Þorst. Einarsson.
Afgreiðslum.: Þórarinn Magnússon,
Haðarstíg 10.
Utanáskrift: íþróttablaðið, Póst-
hólf 367, Reykjavík.
Verð: Kr. 20.00 pr. árg.
Kr. 2.50 pr. tbl.
Herbertsprent
—----------------------------------1