Íþróttablaðið - 01.11.1974, Page 13

Íþróttablaðið - 01.11.1974, Page 13
íþróttir og hollusto: örvandi og róandi i senn! — hljómar sem þversögn, en engu oð síður rétt Þegar menn heyra talað um Finnland, dettur þeim gjarnan í hug orðið SANUA. Engin furða þótt þetta nafn sé orðið svo nátengt nafni landsins, því í allt að 1000 ár hefur Finnland átt þessar heiisu- gjöfulu baðstofur, sem á seinni tímum hafa orðið öðrum þjóðum fordæmi, fólki til heilsubótar, gleði og gagns. Fyrir ævaiöngu hafa aðrar þjóðir lært það af Finnum að bað innanfrá og útá- við getur hreinsað og hresst allan lík- amann, en ekki einungis húðina. Finnar hafa átt sínar baðstofur svo lengi sem raun ber vitni um, og þær eru þeim svo mikilvægar, að oft hefur það kom- ið fyrir að gufuboðstofa hefur verið byggð á undan íbúðarhúsinu! Hér á landi er talsvert farið að bera á því að fólk láti teikna gufubaðstofu, þegar teikning er gerð að húsi, sumir jafnvel hola gufubaðstofu í kjallara, eða í bílskúr, og eigendur þessara heilsu- stöðva eru á einu máli um að einmitt þetta herbergi hússins sé hið mikilvæg- asta. En hvernig líta Finnarnir, upphafs- mennirnir sjálfir, á þessa uppfinningu sína? Maður að nafni Elmar Erkkila lýsir því hvernig finnskt baðstofulíf er: Sá sem hefur reynslu af því hvernig á að fá sér finnskt baðstofubað, veit ■hversu hollt og hressandi það er. Sann- leikurinn er sá, þó hann hljómi nánast sem þversögn, að það er bæði róandi og örvandi í ,senn! Erkkila segir að sá sem fái sér sauna- bað fyrir svefninn, sofi svo vært og vel að rúmið sé eins og nýuppbúið að morgni. Hann tekur dæmi um mann,- sem kemur þreyttur heim að kvöldi, vill fara í saunabað og síðan í rúmið. Jú, það passar allt ágætlega. En eins og fyrr segir þá eru tvær hliðar á saunabaðinu, allt eftir því hvað maður vill, örvandi eða róandi. Nú vill konan kannski skemmtilegt kvöld einhvers staðar úti? Jú, þá verða viðbrögðin þau að sauna- baðið virkar örvandi, þreytunni er sem blásið út í buskann, maðurinn er í full- komnu jafnvægi, hress og kátur, og nýt- ur kvöldstundarinnar eins og best verð- ur á kosið. Annar sauna-aðdáandi lýsir iþessu töfrabragði á eftirfarandi hátt: Roðaglóð leikur um líkamann og eitt- hvað friðsælt og gott kemur yfir mig. Ég fer þreyttur, úfinn og uppstökkur inn í baðstofuna. Ot kem ég í fullkomnu jafnvægi, rólegur og hress. Jafnvel þeir sem óvanir eru böðunum hafa sömu sögu að segja, þeir hafa fund- ið slökun, nýtt fjör hefur fæðst með Þeim, nýr lífsþróttur hefur færst í þá í hinum þurra, rakasnauða hita þeirra Finnanna. Já, þurra hita, því ekki má rugla finnsku saunabaði saman við venjulegt tyrkneskt gufubað. Þessi þurri hiti, sem er nánast eins og inni í ofni, gerir það að verkum að hans verður ótrúlega lítið vart, og menn Þola hátt hitastig án þess að verða óþæginda var- ir. Gufubað, sem er mjög rakamettað getur hins vegar verið nokkuð óþægi- legt. Saunabaðinu er komið fyrir í litlu og gluggalausu herbergi. Veggir eru ómál- aðir, en úti í einu horninu er rafmagns- ofn með grind og á henni eru glóandi heitir steinar. Hitinn í herberginu getur verið frá 80—95 gráður á Celsíus. Þeir 13

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.