Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 32

Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 32
Kaupum hesta til útflutnings allan ársins hring. Veitum fúslega allar nánari upplýsingar VIÐTAL VIÐ GUÐJÓN EINARSSON Framhald af bls. 17 líka fyrsti millirikjaleikurinn sem ég dæmdi eftir að ég haifði hlotið viður- kenningu alþjóða knattspyrnusambands- ins sem milliríkjadómari. Sömuleiðis er mér minnisstæð þriggja landa landskeppnin Danmörk —- Noreg- ur — Island árið 1957, sem efnt var til í tilefni 10 ára afmælis KSl. Fyrsti leikurinn var milli Noregs og Islands og var það jafnframt vígsluleikur Laug- ardalsvallarins. Áformað var að mjög iþekktur skoskur dómari dæmdi þennan leik, en flugvélinni seinkaði. Flaug hún yfir leikvanginn nokkru eftir að leikur- inn var byrjaður, en ég dæmdi í stað Skotans. Úrslitaleikur þessarar þriggja landa keppni var milli Danmerkur og Noregs og dæmdi ég einnig þann leik. SlÐASTI LEIKURINN Hið þekkta rússneska knattspyrnulið Dynamo-Moskva kom hingað til lands árið 1960 og keppti við íslenska lands- liðið Mér var falið að dæma þennan leik. Eftir leikinn, þegar ég var á leið til búningsklefa míns, verð ég þess var að maður kemur hlaupandi á eftir mér. Þar er þá kominn hinn heimsfrægi markvörður Dynamo, Jashin. Klappaði hann á öxl mína, brosir og talar hlýlega til mín á móðurmáli sínu, sem ég skildi ekki. Síðan tók hann þétt og innilega í hönd mína. Ég þakkaði honum fyrir á minu móðurmáli sem hann að sjálfsögðu skildi ekki heldur en brosti enn ákafar en áður og veifaði svo til min hendinni um leið og hann hljóp á eftir félögum sínum. Mér fannst þessi frægi maður vera að þakka mér fyrir dómarastarfið og þá tók ég þá ákvörðun að þetta skyldi verða síðasti leikurinn er ég dæmdi og síð- an hefi ég ekki dæmt knattspyrnuleik. I STJÓRN Í.S.I. Guðjón Einarsson sat í mörg ár í stjórn Í.S.I., m.a. sem varaforseti um árabil Þá var hann formaður iþrótta- nefndar ríkisins í nærri 13 ár. Er við spjölluðum við hann á víð og dreif um þátttöku hans í félagsmála- störfum, kvaðst hann vilja leggja á það áherslu, að sér þætti afar vænt um allan þann mikla fjölda manna, sem hann ihefði starfað með. Forystumennirnir, sem hann hefði kynnst og starfað mest með, væru það sem nefna mætti góðir drengir. Samstarfið við þá hefði verið bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Um leið og við kvöddum Guðjón bÐð hann íþróttablaðið að flytja kveðjur til þeirra mörgu er hér ættu hlut að máli, og ger- um við það hér með. SM. 32

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.