Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1974, Qupperneq 46

Íþróttablaðið - 01.11.1974, Qupperneq 46
HJÓLBARÐAR, allar stærðir. HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR kl. 8-22. A sunnudögum er opið kl. 10—19. Hagstætt vöruverð og fljót afgreiðsla. Hjólbarðavið^erðin Múla v^Snðnrlandsbraut Þorkell Kristinsson Sími 32960 HÚSBYGGJENDUR — BYGGINGAVERKTAKAR Leigjum út jarðýtur og stórvirk tæki ÝTUTÆKNI H.F. til hvers konar jarðvegsframkvæmda. Trönuhrauni 2, Hafnarfirði SELJUM FYLLINGAREFNI Sími 52222. hringurinn Framhald af bls. 27 undan Sólheimajökli, en þessi leið eins og svo margar á þessum slóðum verður að kanna áður og spyrja kunnuga menn um ástand leiðanna. Enn einn skemmti- legan stað er rétt að benda á það er Seljavallalaug. Farið er af þjóðvegin- um hjá Þorvaldseyri og síðasti spölurinn genginn. Vestan Markarfljóts fer að færast lif i hlutina. Hringferð um Fljótshlíðina er skemmtilegur akstur, og sama má segja um Landeyjarnar. Þaðan er fjallasýn frá sveitahringnum stórkostleg. Vest- an við Eystri-Rangá er komið á mik- 46 inn hringveg. Þetta er 165 km hringur og rétt, að benda 'á hann fyrir þá sem ekki vilja leggja í stóra hringinn, hring- veginn um landið, sem er um 1500 km. langur. Ef við gerum ráð fyrir'að ferðamað- urinn hafi ekið austur að Rangá hina venjulegu þjóðleið, mundi hann aka til baka þá leið, sem nú skal rakin: Ekið er fyrst upp að Keldum, þaðan um Gunnarsholt og inn Rangárvelli að nýrri brú á Ytri-Rangá skammt frá Galtalæk. Þá upp Landssveit að Þjórsárvirkjun og til Þjórsárdal. Óþarfi er að fjölyrða um hvað þetta landssvæði, í næsta nágrenni Heklu, hefur upp á að bjóða. Svo liggur leiðin niður Gnúpverjahrepp, framhjá félagsheimilinu Árnesi að vegamótum hjá Sandlæk. Þaðan er ekinn vegurinn upp Hrunamannahrepp, framhjá Flúð- um og Hruna að Hvítárbrú á Brúar- hlöðum að Gullfossi. Síðan nýja veg- inn að Geysi. Enn liggur leiðin með fjöll- um að Laugarvatni, um Reyðarbarmsveg að Þingvöllum og loks Mosfellsheiði til Reykjavikur. Þessi „litli hringur" er ágæt 2ja daga leið, en gæti hæglega dugað vikuna, því þarna ber margt forvitnilegt fyrir sjónir.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.