Íþróttablaðið - 01.12.1974, Síða 3

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Síða 3
Ritstjórnarspjall Rösklega tvö ár eru liðin frá því íþróttaþing Í.S.Í. sam- ^ þykkti að bæta íþróttaiðkun fatlaðra inn í verksvið sitt. Á íþróttaþinginu 1972 flutti Oddur Ólafsson læknir og alþingis- maður fróðlegt erindi um íþróttir fatlaðra og leiddi líkur að því, hversu margir öryrkjar úti á landi gætu notið góðs af íþróttaiðkunum. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að vænt- anlega væri þar um að ræða 5—8 þúsund manns. íþróttaiðkanir fatlaðra hafa þróast ört báðum megin At- lantshafsins á s.l. 20—30 árum. Ekki hvað minnst var farið að sinna þessu verkefni í lok síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar hundruð þúsunda manna sneru heim, eftir að hafa hlotið meiri og minni örkuml á‘vígvellinum. Frá læknisfræðilegu sjónarmiði eru íþróttaiðkanir fatlaðra ákjósanlegt tækifæri til endurhæfingar. Þess utan eru þær kærkomið tækifæri til dægrastyttingar, með ánægju og gleði, fyrir þúsundir manna og kvenna, sem vegna hlutskiptis síns verða að búa við miklu fábreytilegra líf en gengur og gerist. Að því leyti til eru íþróttir fatlaðra nýr þáttur í daglegu lífi þessa fólks. Á þeim tveimur árum, sem liðin eru frá því íþróttaþing Í.S.Í. markaði stefnuna í þessum málum, hefur margvíslega verið unnið að því að undirbúa jarðveginn. Megin áherzla hefur verið lögð á alhliða kynningu, ekki sízt á meðal hins fatlaða fólks, sem af eðlilegum ástæðum veit lítið um þá möguleika, sem hér eru á ferðinni. í þessu skyni hefur verið útvegað ýmis koriar upplýsingaefni frá öðrum þjóðum, svo sem kvikmyndir, leikreglur, tímarit o. m. fl. Efnt hefur verið til tveggja leiðbeinendanámskeiða; s.l. vor í sundi og nú fyrir skömmu var haldið leiðbeinendanám- skeið, þar sem kynntar voru algengustu íþróttagreinarnar á þessu sviði. Í.S.Í. hefur fengið Magnús H. Ólafsson íþrótta- kennara á Akureyri sem íþróttalegan ráðunaut í þessum efnum og gerði honum kleift á s,l. vori að dvelja á Norður- löndum og Bretlandi til að afla sér þekkingar og reynslu. Alþingi hefur tekið vinsamlega tilmælum um fjárstuðning við uppbyggingu íþrótta fyrir fatlaða og Lionshreyfingin hef- ur sýnt lofsverðan áhuga og stuðning. Segja má, að málið eigi vísan stuðning þéirra sem leitað er til. Fyrir skömmu hafa svo verið stofnuð tvö fyrstu íþrótta- félög fatlaðra hér á landi, í Reykjavík og Akureyri. Þess er að vænta að þau eigi fyrir höndum gróskumikið starf, svo sem reyndin hefur orðið meðal annarra þjóða. íþróttablaðið býður þessi nýju félög velkomin í hreyfing- una og óskar þeim farsældar í starfi. Málgagn iþróttasambands islands Ritstjóri: SigurOur Magnússon Fulltrúi Frjáls Framtaks vió útgáfuna: Jón B. Pétursson Skrifstofa ritstjórnar: tþróttamióstöðinni Laugardal Útgefandi: Frjáls framtak hf. Framk væmdast jóri: Jóhann Briem Skrifstofa og afgreiósla: Laugavegi 178 Símar 82300, 82302 Blaóió kemur út annan hvern mánuó. Lausasóluverð kr. 165,00 eintakió Árgjald kr. 990. Héraóssambönd innan tSt: Héraóssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu Héraóssamband Strandamanna Héraössamband Suöur-Þingeyinga Héraðssamband Vestur-isfiröinga Héraössambandiö Skarphéöinn iþróttabandalag Akraness iþróttabandalag Akureyrar iþróttabandalag Hafnarfjaröar iþróttabandalag lsafjaröar iþróttabandalag Keflavlkur iþróttabandalag Ólafsfjaröar tþróttabandalag Reykjavfkur irþóttabandalag Siglufjaröar tþróttabandalag Suöurnesja tþróttabandalag Vestmannaeyja Ungmenna- og iþróttasamband Austurlands Ungmennasamband A.-Húnvetninga Ungmennasamaband Borgarfjaröar Ungmennasamband Dalamanna Ungmennasamband Eyjafjaröar Ungmennasamband Kjalarnessþings Ungmennasamband N.-Þingeyinga Ungmennasamband Skagafjaröar Ungmennasamband V.-Húnvetninga Ungmennasamband V.-Skaft. Ungmennasambandiö Úlfljótur Sérsambnönd innan ÍSI: Badmintonsamband tslands Blaksarnband islands Borötennissamband tslands Fimleikasamband islands Frjálsiþróttasamband islands Glimusamband lslands Golfsamband islands Handknattleikssamband islands Júdósamband islands Knattspyrnusamband Islands Körfuknaltleikssamband islands Lyftingasamband islands Siglingasamband tslands Sklöasamband tslands Sundsamband islands. 3

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.